Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 31
Eitt er víst að mesta gæfuspor sem Denni tók var þegar hann kvæntist Valdísi Hansdóttur, sem er eftirlif- andi eiginkona hans. Hversu oft sagði hann ekki við mig og sjálf- sagt við fleiri: „Hvar væri ég stadd- ur hefði ég ekki kynnst henni Dísu?“ Það er margkunnugt að gæfa og gjörvileiki fara ekki ætíð saman. I samvistum við Dísu og börnin sam- einaðist gæfa og gjörvileiki Svein- jóns. Það eru ekki allir slíkir luk- kunnar pamfílar á lífsleiðinni. Dísa, eiginkona Denna, var hans styrka stoð til hinstu stundar og var vakandi og sofandi við hans hlið þar til yfir lauk. Það er með hrærðum huga sem ég skrifa þessi fátæklegu orð um látinn vin. Ég hitti Denna síðast á Þorláksmessu sl. Hann var hress í bragði, enda á heimleið af spítalan- um til þess að halda jólin með fjöl- skyldunni. Hann ætlaði að hvíla sig á spítalavistinni yfir jól og nýár og koma síðan tvíefldur til baka og beijast áfram við sjúkdóminn sem í ljós kom fyrir rúmlega tveimur árum. Þrátt fyrir að Denni beitti öllum sínum styrk, þolgæði og bjartsýni sem hann átti mikið af, þá fór svo að „sláttumaðurinn slyngi“ fór með sigur af hólmi. Þessi minningargrein er skrifuð fyrir hönd félaga Denna sem hitt- ust í sumar, Guðmundar Bjarnleifs, Hafsteins, Ágústs, Ólafs, Guð- mundar Sig., Erlings Reynis Har- alds og Lofts. Fyrir hönd okkar sendi ég eigin- konu, börnum og barnabörnum og ættingjum Sveinjóns okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi góður Guð styrkja ykkur á sorgarstundu. Guð blessi minningu Sveinjóns Ingvars. Guðmundur Bjarnleifsson í dag kveðjum við Sveinjón Ragn- arsson hinstu kveðju. Denni, eins og hann var ávallt kallaður í okkar hópi, kom inn í fjölskyldu okkar fyrir um 30 árum sem unnusti og síðar eiginmaður hennar Disu. Denna verður best lýst sem ein- stökum ljúflingi sem svo auðvelt var að láta sér þykja vænt um, já- kvæður og lífsglaður svo af bar og svo sannarlega með húmorinn í lagi, spekingur sem ekkert mannlegt var sveinn á togskipum frá Akranesi. Einnig tók hann þátt í loðnuveiðum og síldveiðum í Norðursjó meðan þær veiðar voru stundaðar. Hin síðari ár hefur Elías unnið hjá útgerð HB & co á Akranesi. Á síðastliðnu ári keypti útgerðin frysti- togarann Höfrung III. frá Færeyj- um. Þá var Elías tekinn að þreytast á matreiðslunni og óskaði eftir að hætta henni og hefja vinnu við vinnsluna um borð. Honum þótti umskiptin góð og störfín ekki tiltak- anlega erfið. Með honum á togaran- um voru synir hans tveir, Smári og Elvar. Elías kvartaði aldrei um lasleika, enda ekki kvartsár maður. Hann neytti hvorki víns né tóbaks mörg hin síðari ár ævi sinnar. Hann var einkar barngóður. Auk eiginkonunn- ar áttu börn hans og barnabörn hug hans allan. Þau hjón voru samhent og unnu vel úr sínum málum, ef erfiðleikar steðjuðu að. Þau höfðu komið sér vel fyrir í smekklegri íbúð í fjölbýlishúsi á Vallarbraut 5 á Akranesi. 2. janúar sl. lagði skip hans á miðin. Á vaktinni sinni 6. janúar sl. stóð Elías við flæðilínuna ásamt son- um sínum tveimur og fleirum úr skipshöfninni. Þá hneig hann snögg- lega útaf og var þegar örendur. Enginn mannlegur máttur fékk því afstýrt. Synir hans tveir og skipshöfnin máttu þola þunga raun, en brugðust við henni með æðruleysi og héldu þegar til hafnar. Þannig lauk þá ævi mágs míns og vinar, langt um aldur fram. Öllum sem næst honum standa og til þekkja er þetta hræði- legt áfall, einkum eiginkonu hans, börnum og barnabörnum. Einnig einkasystur hans, sem syrgir bróður sinn. Þau hjón ferðuðust talsvert þegar færi gáfust, mest innanlands, en 0GI flALT/ÍAL .31 flTJOAQUTSÖr,I QIQAJHVIUD.flOM v MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15: JANÚAR 1993 óviðkomandi til hinstu stundar. Á heimili Dísu og Denna var notalegt að koma, hamingja og kærleikur þeirra hjóna í fyrirrúmi eins og bömin þeirra fjögur bera fagurt vitni. Með þessum fátæklegu orðum viljum við votta einstökum vini virð- ingu okkar, vini sem af öllum sem til þekktu verður sárt saknað um ókomna framtíð. Elsku dóttir mín og systir okkar, þér og börnunum öllum biðjum við guðs blessunar í ykkar miklu sorg. I dagsins önnum dreymdi mig þnn djúpa frið, og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt, þeim svefni enginn ræni þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (S. Steinarr.) Hans og synir. Á vordögum árið 1968 útskrifuð- ust frá Matsveina- og veitinga- þjónaskóla íslands 10 matreiðslu- menn og 10 veitingaþjónar. Þá var lagður grunnur að vinskap sem hefur haldist alla tíð síðan. Ákveðið var að hópurinn skyldi hittast reglu- lega og gekk það ágætlega í byrjun en smám saman heltust þjónarnir úr lestinni, utan einn, en við mat- reiðslumennirnir héldum okkar striki að stærstum hluta. Þessi eini var sá sem við kveðjum í dag, vinur okkar og félagi Sveinjón I. Ragn- arsson, eða Derini, eins og hann var alltaf kallaður meðal okkar, og sýndi það trygglyndi og vináttu hans í okkar garð. Á þessu 25 ára tímabili höfum við hist reglulega ásamt eiginkon- um okkar og farið í ferðir til út- landa og það síðasta sem hópurinn gerði var að koma saman og elda og framreiða þann matseðil sem við tókum sveinspróf í fyrir 25 árum. Þetta var á síðasta ári. Það gladdi okkur mikið að Denni gat tekið þátt í þessu með okkur, þótt hann hefði verið mikið veikur. Reyndar vann hann sjálfur ekki við fram- reiðsluna heldur fékk son sinn, sem er þjónn, til að annast það verk, en fylgdist með og sá um að allt færi fram á réttan hátt. Þessi stund verður okkur öllum ógleymanleg. Denni var góður drengur sem mátti ekkert aumt sjá og var alltaf reiðubúinn að rétta fram hjálpar- hönd. Hann átti um nokkurra ára skeið í baráttu við sín miklu veik- indi og var aðdáunarvert hversu oft honum tókst að sigra með bjartsýni og dugnaði og dyggum stuðningi Dísu og barnanna, uns hann varð að láta í minni pokann. En til marks um lífsviljann sagði hann nú rétt fyrir jólin, greinilega mikið þjáður: „Ég kem með næst.“ Og átti þá við næstu utanlandsferð sem er í bígerð hjá hópnum. Við kveðjum vin okkar og félaga með miklum söknuði og vitum að það skarð sem hann skilur eftir sig verður aldrei fyllt en minningin um góðan dreng lifir og er það mikil huggun. Dísa mín, við sendum þér og fjöl- skyldu þinni okkar dýpstu samúðar- kveðjur og biðjum góðan guð að styrkja ykkur á þessari sorgar- stundu. Matreiðslumenn ’68. Föðurbróðir minn, Sveinjón Ingv- ar Ragnarsson, eða Denni eins og hann var alltaf kallaður, lést á Landsspítalanum í Reykjavík, átt- unda dag þessa mánuðar. Denni var fæddur í Reykjavík 1. febrúar árið 1944, sonur hjónanna Önnu Mikkal- ínu Guðmundsdóttur og Ragnars Þorkels Guðmundssonar, er þá bjuggu að Hverfisgötu 85. Foreldr- ar hans slitu samvistum árið eftir að hann var í heiminn borinn og höfðu þá eignast fjögur börn. Systk- ini Denna voru: Kristjana, fædd 1930, dáin 1990; Guðmundur, fæddur 1932; og Ragnar Ásgeir, fæddur 1936. Ragnar Þorkell lést árið 1969 en Anna Mikkalína er á níræðisaldri og dvelur á Hrafnistu í Reykjavík. Þau hjón voru bæði af vestfirsku bergi brotin. Faðir Önnu Mikkalínu var Guð- mundur Jón sjómaður og bakari á ísafirði Guðbjartsson, bæjarfulltrúi á sama stað, Jónssonar, prests á Álftamýri, Ágeirssonar, prófasts í Vestur-ísafjarðarsýslu. Kona Guð- mundar Jóns var Sigríður Símonar- dóttir, smiðs og bónda í Hestfirði, Eldjárnssonar, bónda á Hrafnfjarð- areyri, Sigurðssonar. Móðir Sigríð- ar Símonardóttur var Sigríður Rós- inkransdóttir, bónda á Svarthömr- um, Hafliðasonar Guðmundssonar „sterka" á Kleifum Sigurðssonar. Ragnar Þorkell var sjómaður í Reykjavík, sonur Guðmundar Vig- fúsar, sjómanns á ísafirði, Þorkels- sonar, sem gekk í ýmis störf þar vestra, Árnasonar, efnalítils manns á Kolbeinseyri, Jónssonar. Kona Guðmundar var Hólmfríður Jóns- dóttir, pósts á ísafirði, Þorkelsson- ar, prófasts á Staðastað, Eyjólfs- sonar. Kona Þorkels var Guðfínna Jónsdóttir, bónda á Læk, Bjarna- sonar, bónda á Rana, Sigmundsson- ar. Heldur var þröngt í búi hjá fjöl- skyldunni á Hverfísgötunni eftir að föðurins naut ekki lengur við, en þá fyrst kom styrkur móðurinnar í ljós. Auk þess að koma upp fjórum mannvænlegum börnum, vann Anna mestalla tíð utan heimilis. Börnin lærðu snemma að standa á eigin fótum og hlupu fljótt undir bagga með móður sinni, til að mynda reyndust eldri börnin henni ómetanleg stoð við heimilishaldið. Anna vann ýmis tilfallandi störf og hjá Bæjarútgerð Reykjvíkur kynnt- ist hún góðum og traustum manni, Hafliða Jónssyni trésmiði frá Grindavík. Með þeim tókst náin vin- átta og þau giftu sig loks árið 1971. Hafliði reyndist Önnu vel, sem og börnum hennar og bamabömum. Einkar kært var alla tíð með honum og Denna, en Hafliði lést í apríl árið 1983. Denni fór að vinna fyrir sér strax að skyldunámi loknu. Fljótlega eftir opnun Hótels Sögu hóf hann fram- leiðslunám þar, en líkaði ekki alls kostar starfið. Eftir um það bil tvö ár venti hann kvæði sínu í kross og fór til sjós með Guðmundi bróð- ur sínum. Um tíma var Denni bif- reiðastjóri hjá Fiskbúðinni Sæ- björgu, en árið 1966 réð hann sig á Hótel Holt og tók nú upp þráðinn þar sem frá var horfíð í framleiðslu- náminu. Á Holti starfaði hann síðan nær óslitið, fyrst sem þjónn, síðar yfirþjónn og loks sem aðstoðarhót- elstjóri frá 1986, þar til hann varð að draga sig í hlé vegna veikinda sinna. Denni sat um skeið í próf- nefnd Hótel- og veitingaskóla ís- 31 lands og varð síðar formaður henn- ar. Fyrir um tveimur árum var hann skipaður í skólaráð sama skóla. Denni var mjög vinsæll í starfí og virtur í sinni grein. Tímamót urður í lífí Denna árið 1963. Þá kynntist hann ungri Reykjavíkurmær, Valdísi Hansdótt- ur, sem hann gekk að eiga tveimur árum síðar. Denna og Dísu varð fjögurra barna auðið. Þau eru: Hans Ragnar, fæddur 1964, kvæntur Auði Hólmarsdóttur og eiga þau tvær dætur; Bergdísi, fædd 1968, gift Ingva Þór Elliðasyni, þau eiga einnig tvær dætur; Theodór, fæddur 1971, sambýliskona hans er Guð- laug Gísladóttir og eiga þau einn son; og Sveinjón Ingvar, fæddur 1977. Samband Denna og Dísu var alla tíð ákaflega náið og máttu þau vart hvort af öðru sjá. Þau undu hag sínum best í faðmi fjölskyld- unnar. Yfir sumarmánuðina áttu þau margar góðar stundir úti í nátt- úrunni og þá einatt á sama stað, nefnilega á Þingvöllum. Árið 1989 fór fyrst að bera á veikindum Denna. Það ár fékk hann hjartaáfall og annað snemma árs 1990. Það var þó fjarri honum að láta bugast og hann sneri aftur til starfa eins fljótt og auðið var. Skamma stund lék allt í lyndi en brátt var örlagadómurinn upp kveð- inn. Illkynja krabbamein hafði búið um sig í líkama hans og sjúkdómur- inn skæði dró hann loks til dauða. Meðan á sjúkralegunni stóð, kom berlega í ljós hversu traustan vin hann átti í Dísu. Hún vék ekki frá honum mánuðum saman og dvaldi við hlið hans allt fram í andlátið. Denni var heimakær fjölskyldu- faðir og trúmaður mikill. Hann var þægilegur í umgengni og afskap- lega hláturmildur maður. Þegar glatt var á hjalla gat Denni átt bágt með sig og hreinlega grátið úr hlátri. Þá minnti hann á móðu' sína og Öddu systur hennar, sem sátu oft á tímunum saman hér áður fyrr, skröfuðu og hlógu dátt yfir minningarbrotum frá liðinni tíð. Denni trúði staðfastlega á líf eftir dauðann og nú þegar hann er fall- inn frá langt um aldur fram, þá „er sem renni í svalan sjá, sól á björtum morgni“. En við sem eftir lifum skulum trúa því að sól hans rísi aftur hinum megin. Blessuð sé minning hans. Ragnar Hólm Ragnarsson. einnig erlendis. Þess naut Elías vel. í júnímánuði 1991 var haldið ætt- armót föðurforeldra þeirra systkina. Það var gert með miklum myndar- brag að Laugum í Reykjadal í Þin- geyjarsýslu. Veðrið var eins og best verður á kosið. Samkoman var fjöl- menn og allir nutu hennar, ungir sem aldnir, við endurnýjun fyrri kynna, glens og gaman yfir heila helgi. Á sorgarstundu sendum við Gunn- þóra og dætur okkar öllum sem hlut eiga að máli hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum þeim allrar bless- unar. Við biðjum almættið að styrkja ástvini Elíasar í sorg þeirra. Það er huggun harmi gegn að eftir lifa minningar um mætan mann og góð- an dreng sem í engu máti vamm sitt vita. Blessuð sé minning hans. Friðrik Sveinsson. í dag kveðjum við ástkæran tengdaföður okkar, Elías Magnús Þórðarson, sem varð bráðkvaddur við vinnu sína úti á sjó 6. janúar síðast- liðinn. Fregnin um andlát hans var fyrirvaralaus, ótímabær og sár. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 24. nóvember 1928, sonur hjónanna Guðrúnar Magnúsdóttur og Þórðar Frímannssonar sem bæði eru látin. Hann var elstur þriggja bama þeirra. Hin voru Þórður Þorkell sem lést á barnsaldri og Gunnþóra sem lifír bróður sinn. Hann kvæntist eftirlifandi eigin- konu sinni Hrefnu Daníelsdóttur 14. apríl 1952. Þau eignuðust fímm börn: Þórð, Sigrúnu, Frímann Smára, Hrafn Elvar og Daníel Rúnar. Fyrir átti hann Elías Rúnar með Önnu Þorleifsdóttur. Barnabörnin eru orðin 16 og eitt barnabarnabarn átti hann. Hann stundaði sjómennsku frá árinu 1970, lengst af hjá Haraldi Böðvars- syni hf., en hann vann áður við versl- unarstörf. , „ .. -Til eru þeir sem eiga mikið og gefa af auðlegð sinni til að hljóta lof... Og svo eru þeir sem eiga minna og gefa það allt. Þeir trúa á lífið og gnægtir þess. .. og kista þeirra er aldrei tóm. Þeir gefa af gleði og sú gleði er laun þeirra ...“ Úr Spámanninum. (Kahlil Gibran). Þegar tengdapabbi varð sextugur skrifuðum við ofangreind orð í kortið til hans. Okkur fannst þau lýsa hon- um svo vel og við tileinkuðum honum þau. Það gerum við einnig nú, en í þetta sinn minningu hans. Þannig var Elli eins og við kölluðum hann. Hann var alltaf boðinn og búinn að gera allt fyrir alla, og hann gerði það með glöðu geði án þess að ætl- ast til neins í staðinn. Elli var ein- stakur maður. Hann var sérstaklega ijúfur og okkur þótti svo ósegjanlega vænt um hann. Börnunum okkar var hann góður afi sem naut þess að snúast í kringum þau og uppfylla þarfír þeirra. Það var erfítt að segja þeim lát afa Ella. Við erum hrygg og sorgmædd nú, en í hjörtum okkar búa minningar bjartar og hreinar sem munu ylja okkur um ókomin ár. Við þökkum fyrir okkar hönd og barnanna okkar góðum tengdaföður og yndislegum afa samfylgdina. Við lát hans dimm- ir yfir. I hugum okkar er sorg en um leið þakklæti fyrir liðnar stundir. Mestu lofsyrði sem sögð verða um nokkum mann lífs eða liðinn eru að hann sé drengur góður, það á að sönnu við nú. Elías Þórðarson var drengur góður. Við vottum ástvinum hans öllum samúð okkar og biðjum þeim Guðs blessunar. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Tengdabörn. Gunnar Stefán Dav- íðsson - Minning Fæddur 3. ágúst 1992 Dáinn 9. janúar 1993 Hví fólnar jurtin friða og fellir blóm svo skjótt? Hví sveipar bamið blíða svo brátt hin dimma nótt? Hví verður von og yndi svo varpað niðu’r í gröf? Hví berst svo burt í skyndi hin bezta lífsins gjöf? Svo spyrjum vér, er vonum þó vísdóm Drottins á og hugsum sæl hjá honum vor hjartkær börnin smá. Þótt hrelling herði’ að bijósti, vér huggumst við þá trú, í beztu fóðurfóstri þau falin séu nú. svo hana Guð þar geymi og gefi fegri’ á ný. (Bjöm Halldórsson frá Laufási.) Það friði’ og fírri harmi þá foreldra, sem hér sér barma’ á grafar barmi, er barnið dáið er, og fyrirheit vors Herra þeim hjartans græði sár, það heit, að hann mun þerra á himnum öll vor tár. Já, sefist sorg og tregi, þér saknendur við gröf, því týnd er yður eigi hin yndislega gjöf: Hún hvarf frá synd og heimi til himins - fagnið því, - Gunnar Stefán kom til okkar eina sumarnótt í ágúst. Honum fylgdi birta og gleði og hann var sólargeislinn, sem vermdi hjarta okkar þennan stutta tíma, sem við fengum að njóta samvista við hann. Minning um lítinn dreng mun lifa með okkur og við biðjum góð- an guð að styrkja foreldra hans, Elsu og Davíð, í söknuði þeirra. Starfsfólki vökudeildar Landspít- alans færum við þakkir fyrir þess óeigingjarna starf og stuðning á erfiðum tímum. Ömmur og afar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.