Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1993 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1993 fltargt Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. ( lausasölu 110 kr. eintakið. Hófsemd í eyðslu — nýting nýrra tækifæra Efnahagslægðin, sem grúft hefur yfir þjóðarbúskapn- um síðustu fimm til sex árin, er ekki séríslenzkt fyrirbæri. Allt í kringum okkur hafa grann- og viðskiptaþjóðir siglt krappan sjó þessarar sömu lægðar. Þrennt hefur á hinn bóginn aukið á vandann í íslenzku samfélagi; aflasamdráttur, verðlækkun sjávarvöru á erlendum mörkuð- um og samansafnaðar skuldir ríkis og þjóðar. Nálægt þriðjung- ur útflutningstekna gengur í afborganir og vexti af erlendum skuldum árið 1993. Tíundi hluti ríkissjóðstekna hverfur í vaxta- kostnað á þessu nýbyrjaða ári. Því miður er fátt sem bendir til bata í efnahagsmálum á næstu grösum. Það gildir bæði um innri og ytri aðstæður. Hörð- ur Sigurgestsson, forstjóri Eim- skipafélags íslands, metur stöð- una svo í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðið í gær, að ástandið breytist ekki mjög mikið á næstu tveimur til íjórum árum. Við þurfum að þreyja svipað ástand og við búum við næstu misserin. Bregðast við efnahagslegum veruleika samfélagsins á raun- hæfan hátt. „Eyða minni pening- um í ýmsa hluti sem ekki þarf að eyða peningum í. Ef til vill þarf að minnka þjónustu á ýms- um sviðum. Ég held að við ætt- um einnig að gæta þess mjög að skuldsetja okkur ekki frekar en orðið er og hafa þar í huga reynslu sumra nágrannaþjóða okkar.“ Eða með öðrum orðum að sníða ríki og samfélagi eyðsiustakk að greiðslugetu þjóðarinnar. „Við eigum einnig að nota þennan tíma,“ segir Hörður Sig- urgestsson, „til þess að leita að nýjum leiðum. I því sambandi koma mér fyrst í hug möguleik- ar þjóðarinnar á því að fá meiri verðmæti út úr þeim sjávarafla sem við erum að vinna. Mér finnst líka áhugavert að skoða möguleika á því að nýta hugvit manna betur. Þá á ég sérstak- lega við útflutning á þjónustu og þekkingu sem tengjast tölv- um og upplýsingavinnslu. Ég tel líka að það megi efla ferðaþjón- ustu á næstu árum. Við þetta má bæta að hér á landi hefur verið gerð mjög hörð krafa til fyrirtækja um að þau bregðist við samdrætti með því að hag- ræða í rekstrinum. Mér finnst vanta mikið á það ennþá að það séu alvarleg áform í gangi um að hagræða í rekstri hins opin- bera, bæði ríkis og sveitarfélaga. Ég held að þar sé feikilegt verk- efni framundan". Aðhald, hagræðing og hóf- semd eru eðlileg og nauðsynleg viðbrögð við ríkjandi efnahags- aðstæðum, bæði hjá hinu opin- bera og í atvinnulífinu. Mestu máli skiptir þó að skapa og nýta ný tækifæri, heima og heiman, til styrkja stöðu atvinnuvega okkar, fjölga störfum, áuka þjóð- artekjur og bæta almannahag. Enginn vafí er á því að aðild að Evrópska efnhagssvæðinu felur í sér ýmsa möguleika í þessum efnum. Markaðsstaða fiskvinnsl- unnar á mikilvægustu mörkuð- um okkar batnar. Það þarf ekki síður að horfa til nýs lándnáms íslendinga í dreifingu og mark- aðssetningu unninnar sjávarvöru á meginlandi Evrópu. Svipuðu máli gegnir trúlega um ýmiskon- ar hugbúnað og þekkingu, til dæmis varðandi sjávarútveg, jarðvarma, orkubúskap og tölvur og upplýsingavinnslu. Orkufrek- ur iðnaður hér á landi verður og betri kostur fyrir erlenda fjár- festa eftir en áður. Áhugi á frí- iðnaðarsvæði hér á landi, með Evrópumarkað í huga, glæðist. Og vaxandi viðskipti, sem EES fylgja, ýta undir almenna bjart- sýni, framtak og hagvöxt. Það neikvæða við nauðsyn- lega og óhjákvæmilega hagræð- ingu og tæknivæðingu í hefð- bundnum atvinnuvegum er fækkun starfa. Sú staðreynd að Vatnsveitan í Reykjavík útrýmdi starfsstétt vatnsburðarfólks er sífellt að endurtaka sig í ýmsum hliðstæðum gegnum tíðina. Þessari þróun verður að mæta með nýrri starfsemi, grundvall- aðri á rannsóknum á nýjum og kunnum möguleikum í atvinnu- lífinu, vöruþróun og markaðs- setningu íslenzks hugvits, fram- leiðslu og þjónustu. Menntun, almenn og sérhæfð, er ekki að- eins máttur, heldur forsenda þess að halda velli í samkeppni næstu áratuga. Það er áreiðanlega rétt mat hjá forstjóra Eimskipafélags Is- lands, að við munum búa við samdráttarskeið í efnahags- og atvinnumálum næstu árin.Við verðum sem þjóð og einstakling- ar að fara með gát í eyðslu næstu misserin. Létta á en ekki auka skuldsetningu ríkis og þjóðar. Nýta markvisst öll ný tækifæri til að styrkja þjóðar- hag, sem felast í menntun, þekk- ingu og framtaki landsmanna — og á nýjum og traustari sam- starfsvettvangi Evrópuþjóða. Tamílamálið í Danmörku veldur afsögn Pouls Schluters forsætisráðherra Litla þúfan veltir hlassi MÁL Tamílanna 300 frá Srí Lanka, sem nú hefur orðið Poul Schluter að falli, virtist í fyrstu sýn snúast um rétt flóttamanna frá öðrum lönd- um til að fá að bjóða ættingjum og venslafólki að dveljast lyá sér í Danmörku. Þessi hlið þess, sem er i sjálfu sér mikið og vaxandi deilu- mál í mörgum löndum, hvarf þó fljótt í skuggann af allt öðru, nefni- lega tilraunum ráðherra og embættismanna til að smeygja sér undan ábyrgð á því að reynt var að fara í kringum lögin, reynt að bijóta rétt á fólkinu. Embættismenn og gamlir vinir í pólitík reyndu að gera hver öðrum greiða, beitt var lygum og hálfum sannleika, ýmsum belli- brögðum. „Verst er að svona mikill auiaháttur skuli verða öllum ljós,“ sagði heimildarmaður í Kaupmannahöfn. Hér á eftir verður stiklað á þróun þessa máls sem vart á sér hliðstæðu í dönskum stjórnmálum. ■ 15. september 1987. Fundur í samsteypustjóm Schluters sem fjórir borgaraflokkar eiga sæti í. Rætt er um að draga úr straumi venslafólks flóttamanna til landsins. Erik Ninn- Hansen dómsmálaráðherra, úr íhaldsflokki Schlúters, er einn um að fullyrða síðar að ákvörðun hafi verið tekin um framkvæmdir. Gild- andi lög heimila flóttamönnum að fá sína nánustu til sín. Nokkrum dögum síðar byrjar Útlendingaeftir- litið að „salta“ umsóknir nokkur hundruð Tamíla um landvistarleyfi til handa fjölskyldum sínum. Nokkr- um mánuðum fyrr höfðu Indveijar ákveðið að senda herlið til Sri Lanka að beiðni stjómvalda í eyríkinu til að reyna að binda enda á borgara- styijöld Tamíla og Singhala í land- inu. Ninn-Hansen vitnaði síðar til þeirra atburða er hann sagði að um þetta leyti hefði litið út fyrir að Ta- mílamir í Danmörku gætu senn snú- ið heim. Þess vegna hefði verið ónauðsynlegt að ættingjar þeirra og venslafólk færu að setjast að í Dan- mörku. ■6. september 1988. Umboðsmaður danska þjóðþingsins biður dóms- málaráðuneytið að útskýra hvers vegna ekki sé fjallað um mál Ta- mílanna. Ninn-Hansen er nokkmm vikum síðar kallaður á fund í réttar- nefnd þingsins og þar er mál Ta- mílanna til umræðu. í lok nóvember tekur umboðsmaðurinn málið upp á ný enda hafði ekkert verið unnið að umsóknum flóttamannanna. Gegn vilja íhaldsmanna í réttarnefndinni er síðan ítrekað í byijun desember að umboðsmaðurinn skuli kanna málið á ný. ■3. janúar 1989. Sjónvarpsstöðin TV 2 ljóstrar því upp að dómsmála- ráðuneytið hafi verið á bak við lög- fræðileg klækjabrögð í réttarnefnd- inni í september árið á undan sem ollu því að umboðsmaður þingsins varð að hætta rannsókn sinni á málinu. íhaldsmaðurinn Grethe Fen- ger Moller, formaður nefndarinnar, sagði síðar við vitnaleiðslur að Ninn- Hansen hefði blekkt sig en sjálf glat- aði hún fljótlega öllum pólitískum áhrifum fyrir vikið. Síðar í janúar segir Ninn-Hansen af sér ráðherra- embætti með tárin í augunum eftir að hafa orðið fyrir harðri gagnrýni en hlýtur í staðinn mikla virðingar- stöðu, verður forseti þingsins ■ 19. janúar 1989. Eftirmaður Ninn- Hansens, H. P. Clausen, fer fram á það við Schlúter að venslafólki Ta- mflanna verði veitt landvist og for- sætisráðherrann segist vera mjög fylgjandi því. Við síðari vitnaleiðslur ber ráðherrunum tveim ekki saman um það hve vel Clausen hafi sett forsætisráðherrann inn í málið og forsögu þess. ■ l. mars 1989. Umboðsmaður þingsins sendir því skýrslu sína um Tamflamálið og gagnrýnir þar harð- lega að stjórnvöld skuli ekki hafa afgreitt mál Tamílanna með eðlileg- um hætti. Schlúter segir síðar í mánuðinum á fundi hjá réttamefnd þingsins að ekki hafi verið tekin rík- isstjórnarákvörðun um að salta mál Tamflanna. í ljós kemur að margir embættismenn hafa ritað hjá sér eig- in skýrslu um þetta mál til að vera við öllu búnir. Þetta kemur fram þegar sérstakur rannsóknardómur undir forystu þeirra Mogens Hom- slets hæstaréttardómara og Henrik Holm-Nielsens byijar vitnaleiðslur í málinu í nóvember 1990. ■25. apríl 1989. Schlúter segir í þingræðu að málið sé að fullu upp- lýst, ábyrgðin-sé hjá ríkisstjórninni og Ninn-Hansen. Ekki hafi verið reynt að leyna nokkrum sköpuðum Nýkvæntur og sigurviss Poul Schlúter nýkvæntur árið 1990 ásamt eiginkonu sinni, Anne-Marie Vessel, sem er um tuttugu ámm yngri en hann. hlut. Hann vísar á bug hugmyndum stjórnarandstæðinga um sérstakan þingdómstól er kanni málið. Þing- menn í réttamefndinni gera harða spumingahríð að H. P. Clausen en fá afar loðin og lítt sannfærandi svör. Schlúter fær ekki samstarfs- flokka sína til að styðja Ninn-Hansen áfram í stól þingforseta, H. P. Claus- en tekur við forsetaembættinu. Gagnsókn Ninn-Hansens ■23. apríl 1990. Sýndur er sjón- varpsþáttur um Tamílamálið og Ninn-Hansen hefur gagnsókn. Hann segir að Miðdemókratar, einn stjóm- arflokkanna, hafi átt þátt í að má! Tamílanna voru lögð til hliðar. Mið- demókratar þvinga nú Schlúter til að láta hefja óháðu rannsóknina sem Homslet stjórnar. Ninn-Hansen fær því framgengt að frá janúar 1991 fer rannsóknin fram fyrir opnum tjöldum. Vitnaleiðslur em gerðar opinberar og í ljós kemur að embætt- ismenn Ninn-Hansens hafa talið skynsamlegast að reyna aldrei að mótmæla skoðunum yfirmanns síns. Sjálfur ber hann að þeir hafi ekki sinnt störfum sínum sem skyldi. í janúar 1991 er lögð fram ákæra á hendur Poul Lundbæk Andersen ráðuneytisstjóra fyrir embættis- afglöp en fallið frá henni nokkrum dögum síðar. Hann missir þó emb- ættið. ■3. júní 1991. Schlúter svarar spurningum rannsóknardómsins í fyrsta sinn. Hann gagnrýnir harka- lega Ninn-Hansen og nokkra aðra embættismenn í dómsmálaráðuneyt- inu og þykir komast allvel frá eld- rauninni. Síðar breytir hann nokkuð framburði sínum. Uffe Ellemann- Jensen, utanríkisráðherra og for- maður stjómarflokksins Venstre, finnur mjög að starfí dóms Hom- slets er hann flytur ræðu á lands- fundi Venstre í september. Hann segir Holm-Nielsen leggja vísvitandi gildrur fyrir vitnin. Ráðherrann er gagnrýndur fyrir þessi ummæli á þingi og velur þann kost að greiða sjálfur atkvæði með yfírlýsingu þar sem ummælin em gagnrýnd! Er Elle- mann-Jensen kemur fyrir dóm Hom- slets styður hann sjónarmið Ninn- Hansens um landvistarleyfín en er lítt samvinnufús við dóminn. Sl. haust vekur það athygli er Ellemann- Jensen gefur í skyn að Schlúter verði ef til vill að segja af sér vegna Ta- mílamálsins. ■ 14. janúar 1993. Homslet leggur fram 6.000 blaðsíðna skýrslu um Tamflamálið þar sem Ninn-Hansen og Schlúter em báðir gagnrýndir fyrir að reyna að blekkja þingmenn og almenning. Samantekt: Kristján Jónsson. Forsætísráðherra með níu líf Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Moi ÞEGAR Poul Schliiter tók við sem forsætisráð- herra 1982 bjóst enginn við neinu sérstöku. Þó skoðanir geti verið skiptar um hvernig hann hefur staðið sig geta fáir neitað því að það eitt að vera forsætisráðherra í tiu ár, fjóra mánuði og tólf daga sé afrek í sjálfu sér. Það segir sína sögu um seiglu hans og hæfiieika til að finna lausnir, sem aðrir geta gengið að. Poul Schlúter fæddist 1929, tók lögfræðipróf 1957 og tók þá að starfa sem lögfræðingur. Þeg- ar á háskólaámnum tók hann þátt í ungliðastarfí íhaldsflokksins og var formaður Landssamtaka ungra íhaldsmanna frá 1952-1955. Árið 1964 var hann kosinn á þing fyrir flokkinn og hefur setið þar óslitið síðan, auk þess sem hann tók þátt í bæjarstjórnarmálum og var varabæjarstjóri í Gladsaxe, útborg Kaupmannahafnar, á ámnum 1966-1971. Einokun jafnaðarmanna hrundið Öll fullorðinsár Schlúters og hans kynslóðar vom það jafnaðarmenn sem mótuðu danskt stjóm- málalíf, meðan íhaldsmenn vom hálfgerðar horn- rekur og máttu sín lítils. í september 1982 kom tækifærið þó að í upphafí byggist enginn við öðra en að það væri skammvinnt millibilsástand. Ank- er Jörgensen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, sagði af sér sem forsætisráðherra og röðin kom að formanni íhaldsflokksins, Poul Schlúter, að mynda stjórn. Eiginlega var ekki reiknað með Schlúter heldur leit út fyrir að Henning Christoffersen, þáverandi formaður Vinstriflokksins, fengi embættið, en það varð ekki. Enginn spáði nýja forsætisráðherranum langlífi í embætti og enginn reiknaði með að stjómin entist meira en nokkra mánuði, í mesta lagi eitt ár. Þó Schlúter hefði verið viðloðandi stjómmál lengi, meðal annars verið flokksformað- ur 1974-1977, hafði lítið reynt á hann og lítið borið á honum og hann þótti á engan hátt aðsóps- mikill flokksforingi. Hans aðferð hefur aldrei ver- ið handapat og læti, heldur yfírlega og seigla. Jafnaðarmenn tóku stjómarskiptin 1982 ekki sérlega alvarlega, meðal annars vegna þess hve forsætisráðherrann þótti lítið afgerandi. Þeir litu á þessa borgaralegu stjóm sem millibilsástand, sem entist þar til þeir kæmust aftur að. Þessi afstaða þeirra nýttist stjóminni vel. Uffe Elle- mann-Jensen, einn þriggja ráðherra sem hefur setið með Schlúter öll árin, hefur sagt frá því að þeir hafí notað öll ráð til að líma ráðherrakollana sem fastast við sig. í Danmörku em ráðherrastól- ar ekki djúpir hægindastólar í hugum fólks, held- ur kollar og hver sem situr á kolli verður að gæta sín vel, því slíkur stóll er valtur, eins og kunnugt er. Fyrstu árin vom stormasöm. Mótmælafundir almennings gegn aðhaldssamri ríkisstjóm fylltu Ráðhústorgið hvað eftir annað, en stjórnin stóðst hvert áhlaupið á fætur öðra. Schlúter hafði kom- ist að undir slagorði um að hann vildi gera lífíð léttara fyrir Dani. Andstæðingar sögðu að hann gerði lífíð léttara fyrir þá ríku, en erfíðara fyrir þá fátæku, því aðgerðir stjómarinnar gerðu þá ríku ríkari og fátæku fátækari. Velferðarkerfið, sem jafnaðarmenn vom arkítektar að, var ekki rifíð niður, en aðlagað þeirri staðreynd að pening- ar vaxa ekki á tijánum; ekki heldur skattpeningar. Smám saman dró úr átökunum. Danir fóra að venjast tilhugsuninni um borgaralega stjóm. En í sviptingunum breyttist stjórnin. Hún byijaði sem stjóm fiögurra flokka, íhaldsflokksins, Vinstri- flokksins, Róttæka vinstriflokksins og Kristilega þjóðarflokksins. Á tímabilinu hafa tveir síðast- nefndu flokkarnir'helst úr lestinni. Með íslenskum augum virðist nánast yfírnáttúmlegt að hægt skuli að stjórna með minnihlutastjóm í heilan áratug og það í gegnum jafn átakasamt tímabil. Þetta stjómarfar virðist hins vegar hæfa Dönum vel, því það krefst þess að stöðugt fínnist málam- iðlanir. Þreytumerki Schlúter sýndi oft einstakan hæfíleika til að hlusta eftir hvað hinir vildu, móta það í eigið form og koma málum í gegn. Síðasta dæmið vom ÆL dönsku tillögumar um sértilhögun vegna aðildar Dana að Maastricht-samkomulaginu. Hans verður líka minnst sem forsætisráðherrans, sem sneri við skuldasöfnun ríkisins og skilar ríkisrekstri með hagstæðum greiðslujöfnuði við útlönd. En hans verður líka minnst fyrir það að í hans tíð komst fjöldi atvinnulausra yfír 300 þúsund. Framan af mátti heyra eldri dömur hvísla um það hvað Schlúter væri „sætur“ og það bar tölu- vert á honum. Honum tókst að koma því inn hjá þjóðinni að eiginlega væri enginn annar traustur kostur en hann og stjóm hans. Stöðugleiki í stjóm- málum var honum hugleikið umræðuefni og fáir gátu mótmælt orðum hans um að þar hefði honum tekist betur upp en flestir aðrir stjómmálaleiðtog- ar í Evrópu gátu státað af. Síðastliðin ár hefur hann látið minna til sín taka opinberlega og ýms- ir, sem hittu hann, þóttust fínna fyrir þreytumerkj- um hjá honum. Síðastliðið ár hefur svo Tamflamál- ið og væntanleg dómaraskýrsla um það verið eins og sverð yfír höfði hans. En pólitísk eftirmæli Schlúters vom þegar orðin merk, þó afsögn hans komi ekki til af góðu. Leitt að ágætum ferli ljúki með þessum hætti - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra um afsögn Schluters „MÉR FINNST leiðiniegt að þess- um ágæta ferli skuli ijúka með þessum hætti, því það er enginn vafi á að Poul Schliiter hefur verið með merkustu stjórnmála- mönnum Dana á þessari öld,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra er hann var inntur eftir viðbrögðum við afsögn danska forsætisráðherrans. Davíð Oddsson benti á að Schlúter hefði gegnt embætti for- sætisráðherra lengur en menn hefðu gert á síðari tímum og breytingar í Danmörku á þeim tíma hefðu ver- ið mjög jákvæðar og öflugar. „Ég átti mjög ánægjuleg samskipti við Poul Schlúter á undanfömum áram og kunni mjög vel við hann,“ sagði hann. Davíð sagði að það væri erfítt að meta hvort ástæða hefði verið til þessara viðbragða Schlúters. „Ég skil þetta svo að hann telji ekki sætt eftir að rannsóknardómari af þessu tagi hefur fellt áfellisdóm, þótt hann sé ósammála þeim dómi. Hann meti það svo að samstarf sitt við þingið verði mjög erfítt. Hann er forsætisráðherra í minnihluta- stjóm sem hefur setið lengi og menn hafa jafnvel búist við breytingum." Er Davíð var inntur eftir því hvort hann héldi að dagar borgaralegrar ríkisstjómar Schlúters væra taldir sagði hann erfítt væri að segja til um það. „Það era heilmiklar spár um það að menn vindi sér eitthvað við núna, en í raun er ekki stórkost- legur munur á afstöðu flokka, til dæmis gagnvart Evrópubandaiag- inu og því samstarfi öllu. Þar hafa menn náð saman og Schlúter reynd- ar sýnt mikla lagni í þeim efnum. En Danir eru nú í forsæti fyrir Davíð Oddsson Evrópubandalaginu og það er dap- urlegt fyrir hann að þurfa að hætta starfmu þar þegar það er rétt byij- að,“ sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. „Ofuráhersla“ á jafn- gildar veiðiheimildir eftir Halldór Ásgrímsson í grein sem Björn Bjarnason, for- maður utanríkismálanefndar Al- þingis, skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkrám dögum vitnar hann til þess, að ég rökstyðji andstöðu mína við sjávarútvegssamninginn á þeim gmndvelli að í honum sé ekki um jafngildar veiðiheimildar að ræða. Um þetta segir Bjöm í grein sinni: „Ofuráhersla hans á þetta atriði stafar af því að þar finnur hann einu fótfestuna fyrir andstöðu við samn- inginn." Það hefur verið einörð stefna ís- lendinga frá því að gengið var frá samningi við Evrópubandalagið 1972 að ekki komi til greina að veita viðskiptaþjóðum okkar aðgang að fiskimiðum Islendinga í stað tolla- lækkana á mörkuðum þeirra. Þessi afstaða hefur margoft verið ítrekuð. Evrópubandalagið stækkað 1986 Þegar Evrópubandalagið var stækkað 1986 og Spánn og Portú- gal gengu í það vora uppi vandamál um tollmeðferð á saltfiski. Var svo- hljóðandi yfírlýsing samþykkt af hálfu Evrópubandalagsins á fundi 17. og 18. febrúar 1986: „Ráðið felur framkvæmdastjórn að halda áfram viðræðum við ísland í því skyni að leita nánara sam- starfs um fiskimál, sér í lagi varð- andi efnahagslögsögu íslands, þar sem tekið yrði tillit til hagsmuna beggja aðila. Ráðið lýsir yfir vilja sínum í ljósi árangurs af þeim við- ræðum, að taka til athugunar mögu- leika á því að bjóða íslandi viðbótar viðskiptafríðindi á sviði sjávarút- vegs.“ Öllum var ljóst að í þessu fólst að mögulegt var að ná fram betri tollmeðferð á saltfiski með því að fallast á veiðiheimildir EB við ísland. Þetta var ekki talið koma til greina og EB gat aldrei bent á neinn þann fiskistofn sem íslendingar gætu fengið að veiða í lögsögu EB ef til hugsanlegra skipta á veiði- heimildum kæmi. Sá árangur varð þó af þesSum viðræðum að Willy Clercq, fulltrúi framkvæmdastjórnar EB um utanbandalagsmál, féllst á það í viðræðum við Steingrím Her- mannsson utanríkisráðherra, að ræða mætti tollamálin sérstaklega og fískimálin sérstaklega. Með þssu viðurkenndi EB í reynd, að ekki væri nauðsynlegt að blanda við- skiptamálum og veiðiheimildum saman. Það var í framhaldi af þessari Halldór Ásgrimsson niðurstöðu sem rétt þótti að sjáv- arútvegsráðherra íslands færi til Bmssel til fundar í mars 1989, en síðan stóð til að haldið væri áfram með á fundi á íslandi á árinu 1990, en aldrei varð af. Hvað skiptir mestu máli? Það má vel vera að Birni Bjama- „Ég tel að þessi mistök séu augljós og því beri að fella samninginn og hefja viðræður á nýjan leik. Því hefur meiri- hluti Alþingis hafnað og þá vona ég að um það geti ríkt samstaða að þetta eina ár verði aldrei endurtekið með þeim hætti sem nú hefur gerst.“ syni finnist að ég leggi ofuráherslu á jafngildar veiðiheimildir, en það er það sem skiptir mestu máli. Verðmæti karfans er mun meiri en loðnunnar, en því miður hefur meirihluti utanríkismálanefndar og sjávarútvegsmálanefndar Alþingis ekki fallist á mín rök í málinu. Eg bið þá sem til þekkja að hugsa til þess hvað þeir gætu annars vegar gert sér úr 3.000 tonnum af karfa og hins vegar af 30.000 tonnum af loðnu, ef þeir réðu yfír slíkum veiði- heimildum. Ég hef ekki heyrt í neinum manni, sem vel þekkir til, sem telur sig geta gert jafn mikið úr loðnunni og karfanum. Þvert á móti hef ég feng- ið áreiðanlega staðfestingu á því að málflutningur minn hefur fremur verð varkár en ýktur. Auk þess verð- ur nú ljósara með hvetjum deginum að mikíar líkur er á að sú loðna, sem við fáum frá EB með samþykkt samnings frá árinu 1993, komi ekki að neinu gagni fyrir íslenska flotann. Að sjálfsögðu ber að leggja meiri áherslu á það sem mestu máli skipt- ir en hin atriðin. Þótt ákvæðið með eftirliti, löndun og veiðisvæði séu vissulega mikilvæg, þá era þau þrátt fyrir allt rammi um þau viðskipti sem fram fara. Þegar hallar svo gróflega á annan aðila í málinu, eins og ég tel mig hafa sýnt fram á, að því er varðar þennan samning, þá verða þau atriði augljóslega smærri. Hvað g-erðist hjá núverandi ríkisstjórn? í grein sem ég skrifaði í DV, fljót- lega eftir að núverandi ríkisstjóm tók við völdum, var ég ekki að lýsa því í hnotskurn sem gerst hefur í tíð núverandi ríkisstjómar. Ég sagði í þeirri grein, eins og Bjöm Bjarna- son vitnaði í. „Þá hefur sá mögu- leiki verið ræddur hvort skipta mætti á jafngildum veiðiheimildum ef gagnkvæmur áhugi og hagur væri fyrir hendi.“ Ég tel að þessi samningur uppfylli á engan hátt þessi skilyrði og með honum sé ver- ið að hverfa frá því grundvallarat- riði að ekki komi til greina að láta veiðiheimildir í stað tollalækkana. Ég er þeirrar skoðunar að ríkis- stjómin hafí gefið eftir í málinu og haldið illa á því. Ekki var nægilegur vilji til að taka þá pólitísku áhættu sem ávallt hefur fylgt því að halda fast við stefnu íslands á sviði fiski- veiðimála og nýtingar á fiskveiðilög- sögunni. Samstaða á nýjan leik Bjöm Bjamason leggur áherslu á það í grein sinni að samningurinn um gagnkvæmar veiðiheimildir gildi aðeins til eins árs og hann komi til endurskoðunar og hér sé um upphaf að ræða en ekki endi. Ég vil þrátt fyrir mismunandi skoðanir taka und- ir þessi atriði. Ég tel að það komi eklri til greina að framlengja samn- inginn og ég vona að hægt sé að ná um það samstöðu að framvegis skuldi gilda fullt jafnræði. Málefna- leg umræða og viðurkenning á stað- reyndum er ein mikilvægasta leiðin til að undirbúa þann jarðveg. Ef takast á að ná samstöðu um málið á nýjan leik verður það að vera ófrá- víkjanlegt skilyrði íslendinga að veiðiheimildir verði jafngildar og gagnkvæmur áhugi og hagur sé fyrir hendi. Það er jafnframt skilyrði fyrir hugsanlegri samstöðu að stefnt verði að því að koma skipum EB út úr landhelginni með því að leita samninga við önnur ríki, svo sem Noreg og Færeyjar, um skipti á veiðheimildum. Undir þetta sjónar- mið hefur Bjöm Bjamason tekið, sem er mikilvægt skref, því ekki verður séð að ríkisstjómin hafi reynt með samningum að ná fram þeirri niðurstöðu. Það á eftir að koma í ljós hvers virði loðnuheimildirnar verða á árinu 1993. Ef það verður niðurstaðan, eins og ég tel líklegt, að þær komi að litlu sem engu gagni, þá ætti það að vera nægileg sönnun þes að hér hafa verið gerð mikil mistök. Ég tel að þessi mistök séu augljós og því beri að fella samninginn og he§a viðræður á nýjan leik. Því hef- ur meirihluti Alþingis hafnað og þá vona ég að um það geti ríkt sam- staða að þetta eina ár verði aldrei endurtekið með þeim hætti sem nú hefur gerst. Höfundur er v&raformaður Framsókuarflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.