Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 'T.r mCT A. IgVtT.'HIOþ' EFTIRHERMUR I tísku að stæla frægar poppstjörnur Hljómsveit að nafni „Bjöm aga- in“ hefur troðfyllt hljómleika- hallir um víða veröld á fjórða hundr- að skipti síðustu misseri. Ætla mætti að sveitin væri vinsæl og það er al- veg hárrrétt, en ekki er allt sem sýnist. Ef menn álpuðust inn á hljómleika hjá sveitinni og vissu ekki betur, væru þeir alveg vissir um að sænska poppgrúppan Abba væri komin á stjá á ný. Það er ekki nóg með að „Björn again“ flytji lög Abba á hinn eina sanna hátt, heldur eru sveitarmeðlimimir klæddir og búnir hárkollum að hætti Svíanna heimsfrægu. Eftirlíkingamar era svo algerar að gervimennin líta ná- kvæmlega eins og út gömlu popp- goðin. Meðlimir „Björn again“ era Astralir, en til að fullkomna uppá- tækið gera þeir sér upp sænskan hrein og halda réttum nöfnum sínum leyndum. Forsprakkinn kallar sig Björn Volvoeus. sem er skýr skírskotun til Bjöms Ulvaeusar fyrram forsprakka Abba og „Bjöm again" er aðeins toppurinn á ísjaka. Beggja vegna Atlantsála era gamlar stórsveitir stældar með þessum hætti og Ieggja eftirlíkingameistaramir ótrúlega vinnu í að fullkomna sjónarspil sitt. Sveitir á borð við Bítlanna, Rolling Stones, Thin Lizzy og Cheap Trick svo einhveijar séu nefndar. Þetta er svo sem ekkert nýtt, Elvis og Bítlamir hafa verið stældir síðan á áttundan áratugnum, en nú gengur bylgja yfír og gervisveitir af þessu tagi fýlla hljómleikahallir hvar sem þær koma. Það kveður svo rammt af þessu, að lögmenn frægra hljómsveita, sér- staklega þeirra sem starfa enn, en eiga sér eftirlíkingar, fylgjast grannt með framferði gervisveitanna. Þess era nokkur dæmi að slíkar sveitir hafá lent í málavafstri vegna höf- undarréttarbrota og orðalags á hljómleikum eða í viðtölum. Þannig var sveit sem stældi Rolling Stones fyrirskipað að segja ekki á tónleikum að sveitin væri að „endurvekja Sto- nes“, heldur að „endurvekja tónlist Stones. Poppsérfræðingar telja ástæðuna fyrir þessari bylgju hermisveita vera stöðu dægurlagatónlistar í dag. Það sé engin meginstraumur. Popp hafi kvamast upp í alls konar stefnur sem hver um sig nýtur fylgis tiltölulega fárra. „Rap“ og „Rave" og „Hip hop“ má nefna á sama tíma og diskó og pönkið ná sér ekki á strik á ný. Meira að segja umbúðalaust rokk þykir vera í lægð og þungarokk, sem hefur haldið velli um árabil hafí far- ið sömu leið og poppið, þ.e.a.s. það hafí kvarnast upp í ýmsar stefnur og ástandið minni á hafragraut. Sérfræðingamar segja að nú á dög- um er tónlistarmenn og hlustendur leita nýrra strauma og stefna með brokkgengum árangri þyki mörgum bara gott að hlýða aftur á gömlu lummumar á ný, að ekki sé minnst á þá staðreynd að lummumar era fluttar af gömlu eftirlætunum end- urbomum að því er virðist. Morgunblaðið/Sverrir Henný Hermannsdóttir og Houry Kouiders í léttri sveiflu. DANSKENNSLA Franskir straumar hjá Hermanni Ragnari Dansskóla hermanns ragnars hefur borist liðsauki í kennslunni í vetur. Franski dans- arinn og dansahöfundurinn Houry Kouiders mun dveljast hér á landi um þriggja mánaða skeið og leggja skólanum lið við kennslu og upp- setningar þessa námsönn. Houry hóf atvinnumennsku í dansi árið 1965, og mun leggja aðaláherslu á jazz-, módern-, rokk- og show- danskennslu. Að sögn Hennýar Hermanns- dóttur hjá Dansskóla Hermanns Ragnars er það mikils virði og skemmtileg tilbreyting fyrir skól- ann að fá erlendan innblástur. „Við lítum á þetta sem þjónustu við nemendur. Góður samkvæmis- dansari hefur gott af jazzþjálfun samhliða, bæði sem upphitun og styrkæfíngu," sagði Henný. „Það er gaman að fá víðreista og víð- sýna gestakennara með fjölbreytta reynslu í dansi og uppsetningu." Henný sagði að dansskólinn hefði í áranna rás kennt allar dans- greinar innan danslistarinnar, nema klassískan ballett. „Vegna mikils áhuga á samkvæmisdönsum síðustu árin minnkaði áherslan á jazzinn, en nú getum við aukið hana á ný, því Houry er jazzballett- lærður,“ sagði hún. Houry hefur meðal annars starf- að við söngleiki, sjónvarpsþætti, óperar og leikhús í París, svo sem Folies Bergeres, Moulin Rouge og Casino de Paris, auk þess sem hann hefur lagt stund á kennslu. Hann sagðist vera forvitinn um lifíð á íslandi, og hefði áhuga á að kynnast landi óg þjóð, sem hann telur að sé öðruvísi en Frakk- ar í listsköpun. „Ég hef auk þess hugmyndir um að sameina meira hljómlistarmenn, söngvara og dansara, sem kemur sér til dæmis vel á leiksviðinu." Henný sagði að auk kennslunn- ar væri áformað að Houry aðstoð- aði við uppsetningar á hátíðarsýn- ingu vegna 35 ára afmælis Dans- skóla Hermanns Ragnars á árinu, sem sett verður upp á Hótel ís- landi, svo og vegna 30 ára afmæl- is Danskennarasambands íslands. Hljómsveil Geirmundar Valtyssonar vinsœlasta danshljómsveit á Islandi í KVÖLD K ~~ / rli \WRw B ■ r Lífidansinn Ortisandinn Látrn sönginn hljórn Nú er ég líttur BídduvuS Ég hefhara ábuga i þér Tifa timans hjól IjóöhátíÓ í Eyjum Meðþér HCmigJAND sími 687111 Metsölublad á hverjum degi! Nýjung um helgina: Hverjum aðgöngumiða fylgir einn frír drykkur á barnum Hljómsveit Örvars Kristjánssonar leikur nýju og gömlu dansana í kvöld : t frákl.22-3. Opið þorrablót föstudag ög laugardag v 22.og23. janúar, Verð kr. 2.500 pr. mann. (Hópafsláttur) Miða- og borðapantanir í símum 685090 og 670051. Við^sjáum um alla mannfagnaði stóra sem smáa. Kynnið ykkur okkar Æ i/erðog þjonustu. W Hafiðsambandsemfyrst. ^ ....w ■r-1 & » ffl tfi M ■ w' TEINÓTT KVOLDI TUNGLINU S.S. Sól mæta og flytja rammíslenskt rapp!! I»eir sem mæta í teinóttu fá G.G. glaðning á tígulbar 25. bver gestur fær nýútkominn geisladisk & tímarit S.S. Sól — ÞAÐ ERTOPPURINX AO VEItA ÍTEINÓTriJ —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.