Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 „JJann, cr ckJö. hljóbfaera.leikarL. Þetta, er nýja heymartaeJáb hans'' Mundu: Ég átti ekki því láni að fagna að njóta minnar eigin tilsagnar, eins og þú! HÖGNI HREKKVlSI JltargtittI>I*frifc BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Vanhæfur verkalýðsleiðtogi Frá Arna Þór Sigurðssyni: í KJÖLFAR efnahagsráðstafana rík- isstjómarinnar og þeirrar kjara- skerðingar sem þeim fylgdi hafa verkalýðsfélögin, hvert á fætur öðru, séð sig knúin til að segja upp gild- andi kjarasamningum. Þing Alþýðu- sambands íslands, sem haldið var á Akureyri í nóvemberlok sl., sam- þykkti áskorun til aðildarfélaga sinna um að segja upp samningum og á þinginu var efnahagsráðstöfununum harðlega mótmælt. Það skýtur því vægast sagt skökku við þegar forystumenn í verkalýðshreyfingunni halda því fram í fjölmiðlum að vaxtahækkunin um áramótin sé svo lítil í saman- burði við þegar fram komna kjara- skerðingu að ekki sé ástæða til að amast við henni. Þetta kom fram hjá Magnúsi Geirssyni, formanni Rafiðn- aðarsambandsins, miðstjómarmanni í Alþýðusambandinu og síðast en ekki síst bankaráðsmanni í íslands- banka, í Tímanum miðvikudaginn 6. janúar sl. Þessi verkalýðsleiðtogi tel- ur sem sagt ekkert athugavert við það að taka þátt í að ákveða vaxta- hækkun sem skerðir kjör almennings í landinu á þeirri forsendu að kjara- skerðingin sem þegar er orðin sé svo mikil að það muni nú ekki um örlitla vaxtahækkun! Sökum þess að ríkis- stjómin hefur skert kjör almennings stórlega er allt í lagi að halda áfram að skerða þau örlítið meira — eða hvað? Þetta er röksemdafærsla Magnúsar Geirssonar. Svo segist þessi sami maður vera að veija hags- muni þeirra sem standa að Eignar- haldsfélagi Alþýðubankans, þ.e. al- mennings í landinu og lífeyrissjóð- anna. Magnús lítur greinilega ekki á það sem hlutverk sitt að gæta hags- muna okkar sem eigum tiltölulega lítinn hlut í Alþýðubankanum, heldur hinna fjársterku lífeyrissjóða. Hér er að mínu mati á ferðinni svo ótrú- leg afstaða að forystumenn Alþýðu- sambandsins verða að svara því hvort þetta séu þær áherslur sem þeir vilja leggja og hvað sé nú orðið um kröf- una um vaxtalækkun. Er hún nú gleymd og grafin eða eru hagsmunir Islandsbanka mikilvægari afkomu heimilanna í iandinu? Tvöfeldnin sem hér ræður ríkjum sýnir svo ekki verður um villst að þeir sem taka að sér trúnaðarstörf fyrir verkalýðshreyfinguna geta ekki og mega ekki vera í hagsmunagæslu annars staðar í samfélaginu — og skiptir þá engu þótt það sé undir því yfirskini að verið sé að veija hags- muni lífeyrissjóðanna og þar með líf- eyrisþeganna í nútíð og framtíð. Eða hvemig ætlar Magnús Geirsson að fá umbjóðendur sína í Alþýðusam- bandinu og annað launafólk til að trúa því að til þess að ávaxta fé líf- eyrissjóðanna verði enn að auka kja- raskerðinguna sem maður hélt að væri nóg fyrir? Þessi maður er ekki sannfærandi talsmaður almenns launafólks og ætti því, úr því að bankaráðsstóllinn er svona mjúkur og þægilegur, að láta sig hverfa úr miðstjóm Alþýðusambandsins hið snarasta. Til að bæta gráu ofan á svart leyf- ir Magnús sér að líkja Islandsbanka við Guð almáttugan og er þá gengið býsna langt í sjálfselskunni Hér hlýt- ur að vera verðugt verkefni fyrir geistlega leiðtoga þjóðarinnar því varla má guðlast af þessum toga vera óátalið — eða hvað? ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON, Meistaravöllum 13, Reykjavík. Flug o g fridur Frá Friðrik Asmundssyni Brekkan í gegnum árin hafa auglýsingar ferðaaðila birzt okkur þess efnis að alla skapaða hluti væri hægt að tengja við flug út úr landinu. Flug og bfll, flug og hestur, flug og íbúð og svo framvegis. Bara að kaupa flugfarseðil og aðlaga hann síðan óskum og draum- um hvers og eins. Margir hafa leigt bíl á meginlandi Evrópu og ekið um mörg lönd og hefur það væntanlega verið draumur íjölmargra að gera svo einnig á þessu ári og halda þá á vit hinna nýju strauma og „frelsisvinda" sem blása um Austur-Evrópu. En nú lítur dæmið ekki eins skemmtilega út og í fyrra. Nú eru pólitísku timburmennimir komnir og alvaran tekin við. Það var alls ekki eins gott og menn héldu að járntjald- ið svonefnda skyldi falla. Nú em milljónir manna og jafnvel tugmillj- ónir manna sem áður vom austan megin að krefjast þess að fá hluta af velmegunarkökunni, sem við höf- um verið að baka hér vestanmegin á undanfömum áratugum. Menn pakka saman föggum sínum og halda hingað í „okkar“ hluta heimsins með háar vonir. Velferðarkerfmu er ógnað og allir verða hræddir um vinnuna sína mitt í öllu atvinnuleysinu þannig að spenna eykst. Öfgahópar em endurvaktir til vamar ríkjandi kerfí og glæpir ýmiss konar fylgja í kjölfarið á brotnum draumum. Einu sinni var hægt að aka nokk- urn veginn óáreittur um austantjald- slöndin og fyrrverandi Sovétríkin vegna þess að kommúnistastjómin var það ströng að enginn komst upp með neina glæpi, hvað þá glæpi gegn ferðamönnum. Nú er þetta því miður þannig að ef þú ferð á eigin bíl eða bflaleigubíl um þessi fyrmefndu aust- antjaldslönd, þá mega menn eiga von á því að bíllinn sé grýttur, öllu laus- legu stolið af honum og eru þá dekk og felgur þar með talin og jafnvel öllum bflnum og því sem í honum er. Haldi maður sunnar á bóginn eða austar en Pólland, þá er ekið um spennu- eða styijaldarsvæði. Það er sorglegt til þess að vita að spilin skuli hafa verið spiluð þánnig að draumamir um að aka um fallegar byggðir Austur-Evrópu geti ekki rætzt vegna vanþroska og skilnings- leysis mannkyns á framþróun. Millj- örðum er eytt í að setja menn á tungl- ið en litlu er eytt í að koma mannkyn- inu niður á jörðina. Flug, bíll og vélbyssa, er það fram- tíðin? FRIÐRIK ÁSMUNDSSON BREKKAN, Fálkagötu 30, Reykjavík. Víkverji skrifar Ungur maður, sem fékk bílpróf fyrir tveimur árum, þegar hann varð 17 ára, stóð frammi fyr- ir því að þurfa að endurnýja öku- skírteini sitt í fyrsta sinni, þar sem skírteini fyrir unga ökumenn er aðeins gefið út til 2ja ára. Þegar hann kom á lögreglustöðina og ætlaði að endurnýja var honum sagt að hann þyrfti að koma með nýjar myndir af sér. Tveggja ára gömul mynd var greinilega ekki nægilega góð af piltinum, þótt hann liti nákvæmlega eins út nú og fyrir tveimur árum. Þetta hefði í raun ekki verið í frásögur færandi, ef nýja skírteinið, sem hann fékk í hendur hefði ekki haft 51 árs gildistíma. Það gildir sem sé til ársins 2043 eða þar til pilturinn verður sjötugur. Það kæmi því Víkveija ekki á óvart að piltur- inn verði harla óþekkjanlegur á nýju myndinni eftir rúma hálfa öld og því sér Víkveiji ekki neina skyn- semi í þessari kröfu lögreglustjóra- embættisins um nýja myndatöku frá framhaldsskólapilti, sem hefur nóg við peningana að gera annað en eyða þeim í myndatökur. í raun er þessi krafa bæði hlægileg og vitlaus og er ekki til þess að auka virðingu fyrir embættinu, því að rök fyrir henni eru harla léttvæg. xxx Rétt eftir áramótin keypti kunn- ingi Víkveija nautahakk í Miklagarði. Hakkið, sem hann sagði að hefði verið orðið brúnt á lit, bar merkinguna um pökkun 3. janúar 1993, en þegar hann kom heim og ætlaði að fara að matreiða hakkið, tók kunninginn eftir því að undir límmiðanum var annar límmiði og á honum stóð 27. desember 1992. Pakkinn hafði á milli þessara dag- setninga rýrnað um 5 grömm eða úr 630 g í 625 g og hafði verðið lækkað á þessum tíma um 3 krónur. Þegar kunninginn gerði athuga- semd við þessa merkingu í verzl- unninni var honum tjáð að um mis- tök hafi verið að ræða við fyrstu dagstimplun, gleymst hefði að breyta dagsetningunni á fyrri mið- anum, þegar pökkunin fór fram 3. janúar. Hins vegar var ekki gefin skýring á því að pakkinn léttist á milli þessara tveggja vigtuna. A XXX Islendingur, sem býr í Danmörku, Guðmundur Þórðarson, skrifaði Víkveija nýlega bréf og kvaðst furðu lostinn yfir verði á lömpum, sem hann hafi séð auglýst í Morg- unblaðinu frá fyrirtækinu IKEA. Hann kvaðst hafa keypt nákvæm- lega eins lampa í IKEA Tástrup, svo og Ijósker og niðurstaða hans væri að verðið hjá IKEA í Reykja- vík hlyti að vera einhver misskiln- ingur. Guðmundur segist hafa keypt borðlampa af gerðinni Gross fyrir 159 danskar krónur eða 1.622 krónur í Tástrup, en sami lampinn sé auglýstur á 6.400 krónur í aug- lýsingunni í Morgunblaðinu. Þá keypti hann einnig ljósker, brass, fyrir 129 krónur danskar eða fyrir 1.316 krónur og sams konar ljósker hafí verið auglýst í áðurnefndri auglýsingu á 2.480 krónur í IKEA í Reykjavík. Samkvæmt þessum tölum er lampinn 295% dýrari hér- lendis en í Danmörku og Ijóskerið 88% dýrara hér en ytra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.