Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FOSTUDAGUR 15. JANUAR 1993 43 ’ HANDKNATTLEIKUR FH og Valur íhuga áskorun frá for- mönnum annarra handknattleiksdeilda FORMENN handknattleiksdeilda FH og Vals urðu í gærkvöldi við áskorun formanna annarra handknattleiksdeilda um að bíða með að taka ákvörðun um hvort félögin tvö heimila landsliðsmönnum sínum að fara á Lotto-mótið í Noregi í næstu viku. Valsmenn og FH-ingar höfðu ákveðið að banna leikmönnum sínum að fara, en eftir fundinn f gær ákváðu þeir að taka málið fyrir f stjórnum deilda sinna á nýjan leik. Handknattleikssambandið boð- aði til formannafundar í gær þar sem m.a. var rætt um deilda um neitun á frestun leikja Vais og FH sem fram fóru á miðviku- daginn. Á fundinum kom fram að FH og Valur ætluðu að afhenda formanni landsliðsnefndar bréf eftir fundinn þar sem fram kæmi að félögin bönnuðu landsliðsmönn- um sínum þátttöku í ferð landsliðs- ins til Noregs. Fundarmenn, formenn tíu hand- knattleiksdeilda, samþykktu áskorun til FH og Vals að endur- skoða afstöðu sína. í áskoruninni kemur ekki fram nein afstaða til þessa deilumáls heldur aðeins sú skoðun formanna félaganna að þessi afstaða geti haft mjög nei- kvæð áhrif á handknattleikinn í landinu. Formenn handknattleiks- deilda FH og Vals ákváðu að taka málið á nýjan leik upp á stjómar- fundi í deildunum, án nokkurra skuldbindinga. Geir Sveinsson, fyrirliðið lands- liðsins og Vals, sagði við Morgun- blaðið eftir leik Vals og HK á mið- vikudagsinn, að þetta mál væri leiðinlegt og hefði ekki þurft að koma upp ef rétt hefði verið á máiunum haldið í upphafi. „Félög- in fóru fram á það við mótanefnd HSÍ strax í október að fá þessum leikjum frestað vegna Evrópuleikj- anna en það var ekkert farið að gera í máiinu fyrr en milli jóla og nýárs. Þá var það of seint fyrir Stjömuna sem var komið langt á veg með undirbúning fyrir leikinn gegn FH, sagði Geir. KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Sverrir Gott meðalskor! Joe Wright í baráttunni við Pétur Ingvarsson. Wright hefur gert 53,5 stig að meðaltali í þeim tveimur leikjum. ÚRSLIT UMFG-KR 52:62 íþróttahúsið f Grindavík, 1. deild kvenna í körfuknattleik, fimmtud. 14. janúar 1993. Gangur leiksins: 2:0, 10:9, 17:9, 19:22, 25:25, 31:29, 36:31, 36:40, 52:57, 52:62. Stig UMFG: Hafdís Hafberg 17, María JÓ- hannesdóttir 15, Stefanía Jónsdóttir 10, Svanhildur Káradóttir 3, Anfta Sveinsdóttir 3, Anna Dfs Sveinbjömsdóttir 2, Guðrún Sigurðardóttir 2. Stig KK: Helga Þorvaldsdóttir 19, Hrund Lárusdóttir 14, María Guðmundsdóttir 8, Anna Gunnarsdóttir 7, Sólveig Ragnars- dóttir 6, Hildur Þorsteinsdóttir 6, Guðbjörg NorQörð 3. Dómarar: Karl Friðriksson og Þorgeir Jón Júlíusson. B KR stúlkumar gerðu góða ferð f Grinda- vík og sigruðu heimamenn f baráttuleik. Mestu munaði um tvo slæma kafla í seinni hálfleik. Þá skomðu Grindavíkurstúlkumar ekki f langan tfma, KR gekk á lagið og náði forystu, sem varð ekki brúuð, og sigur- inn öruggur í leikslok. Bestar hjá Grindavík voru Marfa, Stefanía, Svanhildur og Haf- dís. Liðsheildin var góð hjá KR með þær Helgu, Hrund Maríu og Önnu bestar. Frímam Ólafsson Handknattleikur 2. deild karla Grótta - Fj'ölnir............23:19 UMFA-HKN.....................24:23 Mikil barátta , SNÆFELLINGAR sóttu lið ’ Skallagríms heim í gærkvöldi og ríkti lengst af jafnræði í leiknum en heimamenn voru sterkari undir lokin og sigruðu nokkuð örygglega, 83:72. Liðin voru skemmtilega jöfn allan fyrri hálfleik en lið Skalla- gríms leiddi þó lengst af með nokk- urra stiga mun. Að- eins eitt stig skildi liðin að í hálfleik, 41:40. Liðsmenn Skallagríms komu mun ákveðnari til leiks eftir leikhlé en þó fór ekki að draga í sundur með liðunum fyrr en um miðjan hálfleikinn. Snæfellingar misstu þá Kristinn Einarsson út af með 5 vill- TheódórKr. Þórðarson skrifar ur. Stórt skarð var einnig höggið í lið Skallagríms er 7 mínútur voru eftir en þá varð Alexander að fara út af með 5 villur. En lið Skalla- gríms var komið í ham og fjarvera útlendingsins virtist hafa lítil áhrif þegar liðið small saman. Snæfell- ingamir voru hins vegar alveg slegnir út af laginu í lokin. „Ég er mjög ánægður með þenn- an sigur og sérstaklega með liðs- heildina eftir að við misstum Alex út af,“ sagði Birgir Mikaelsson, þjálfari og leikmaður Skallagríms. „Þetta voru mjög dýrmæt stig og góð byrjun eftir mánaðarlangt frí. Það er alltaf mikil barátta í leikjun- um við Snæfellinga, við gerðum færri mistök en þeir í seinni hálf- leik og náðum einnig vel að stöðva Lopez. Þá reyndi sérstaklega á Gunnar Þorsteinsson hjá okkur og hann stóð sig sérstaklega vel.“ Snæfellingar voru tregir að tjá sig eftir leikinn og þjálfarinn þvert- ók fyrir að tjá hug sinn. Hreinn Þorkelsson sagði þó að leikurinn hefði verið í jámum lengst af „en það voru slæm mistök dómaranna í upphafi seinni hálfleiks sem settu okkur út af laginu og við náðum aldrei vel saman eftir það.“ Meiri breidd hjá Haukum ÞAÐ gekk mikið á í Haf narfirð- inum þegar Haukar unnu Breiðablik 104:97. Þjálfari Hauka fékk tvær tæknivillur auk þess sem einn leikmaður þeirra fékk eina tæknivillu og David Grissom fékk mikið högg á auga með þeim afleiðingum að linsan týndist i auganu á honum og hann varð að hætta leik. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það er greinilegt að hinn nýi maður UBK, Joe Wright, get- ur sett strik í deildina því þar er á ferðinni góður körfuknattleiks- maður„ Móthetjar hans, hverjir sem það era, eiga eftir að lenda í vandræðum gegn honum enda er hann fljótur, gabbhreyfing- ar em snaggaralegar og hraða- breytingar skemmtilegar auk þess sem hann hittir mjög vel. Hann gerði 55 stig í fyrsta leiknum og í gær gerði hann 52 stig. 107 stig í tveimur leikjum er ekki slæmt. Blikar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og þá fyrst og fremst vegna góðs leiks Wrights, sem gerði 33 stig, þar af skoraði hann úr öllum 16 vítaskotum sínum. Grissom lék einnig vel í fyrri hálfleik, tók mörg fráköst og var virkilega grimmur. Fljótlega í síðari hálfleiknum náðu Haukar forystu en Blikar jöfn- uðu þegar nokkrar mínútur vora eftir. Haukamir voru síðan sterkari á endasprettinum, stálu knettinum í tvígang af Wright og skoruðu. Hjá Haukum átti Jón Arnar stór- leik, átti um tvo tugi stoðsendinga og lék félaga sina vel uppi. Bróðir hans Pétur gefst aldrei upp og Rhodes stendur alltaf vel fyrir sínu, þó hann væri afleitur á vítalínunni í gær. Bragi var mjög heitur í síð- ari hálfleiknum, var vel staðsettur og náði mörgum fráköstum og Jón Öm var dijúgur í síðari hálfleik. Hjá Blikum var Wright allt í öllu. Grissom var sterkur og Hjörtur komst vel frá síðari hálfleiknum, í sókninni. Breiddin er meiri hjá Haukum og það var hún sem átti einna mestan þátt í sigri þeirra. Körfuknattleikur Haukar-UBK 104:97 íþróttahúsið við Strandgötu, úrvalsdeildin i körfuknattleik, fimmtudaginn 14. janúar 1993. Gangur leiksins: 0:2, 4:11, 8:16, 16:16, 24:24, 27:30, 35:38, 48:54, 56:63, 70:66, 83:74, 85:85, 96:87, 98:94, 102:94, 104:97. Stig Hauka: John Rhodes 24, Bragi Magn- ússon 23, Jón Amar Ingvarsson 19, Pétur Ingvarsson 18, Jón Öm Guðmundsson 14, Tryggvi Jónsson 2, Sigfús Gizurarson 2, Sveinn Arnar Steinsson 2. Stig UBK: Joe Wright 52, Hjörtur Amars- son 16, David Grissom 15, Brynjar Sigurðs- son 5, Egill Viðarsson 5, Bjöm Hjörleifsson 2, Ivar Webster 2. Ahorfendur: Fékkst ekki uppgefið. Dómarar: Jón Bender og Kristinn Óskars- son. Dæmdu ipjög vel lengsts af en duttu hrapalega niður á milli. Skallagrímur - Snæfell......83:72 Borgames: Gangur leiksins: 0:2, 6:4, 19:15, 25:20, 37:33, 41:40, 48:45, 57:53, 65:57, 72:66, 80:66, 83:72. Stig Skallagríms: Alexander Ermoliskij 20, Gunnar Þorsteinsson 14, Birgir Mikaels- son 14, Henning Henningsson 14, Skúli Skúlason 12, Elvar Þórólfsson 7, Þórður Helgason 2. Stig Snæfells: Bárður Eyþórsson 22, Dam- on Lopez 19, Kristinn Einarsson 16, ívar Ásgrfmsson 5, Hreinn Þorkelsson 4, Rúnar Guðjónsson 4, Sæþór Þorbergsson 2. Áhorfendur: 503. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Leifur Garðarsson dæmdu erfiðan leik mjög vel. í kvöld Handknattleikur 1. deild karla Fresta varð leik ÍBV og Selfoss í gærkvöldi vegna þess að ófært var til Eyja, en leikurinn verður í kvöld kl. 20. Knattspyrna íslandsmótið innanhúss íslandsmótið innanhúss heldur áfram í kvöld með leikjum í 4. deild frá kl. 17 til 23 í íþróttahúsinu Austurbergi. Kominn heim - segir Pétur Guðmundsson sem hefur skipt í Val Já, það má eiginlega segja að ég sé kominn heim,“ sagði Pétur Guðmundsson körfu- knattleiksmaður, sem hefur gengið frá félagaskiptum í Val. Pétur hóf körfuknattleiksferil sinn í 4. flokki þjá Val þegar hann var 13 ára gamall. „Sig- urður Helgason þjálfaði okkur og ég lék með Val upp alla yngri flokkana. Síðan lá leiðin til annarra félaga, bæði erlend- is og hér heima, en nú er flakk- inu lokið og ég er kominn heim,“ sagði Pétur við Morg- unblaðið. „Það verður nú ekki mikið eftir af keppnistímabilinu þegar ég verð löglegur, en ég vona að ég fái að leika eitthvað með Völsurum," sagði Pétur enn- fremur. Það tekur hann einn mánuð að verða löglegur með Val og því ætti hann að geta leikið eina sjö leiki með liðinu í deildinni og auðvitað eitthvað fleiri komist Valsarar í úrslita- keppnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.