Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUlt 15. JANÚAR 1993 Heilbrígðisráðherra sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum lyfjahóps stórkaupmanna Yelta í lyfjaverslun minnkar um 100 milljónir samkvæmt dóminum Málið fékk sérstaka flýtimeðferð og dómur liggur fyrir þremur vikum eftir að það var höfðað HEILBRIGÐIS- og tryggingamálaráðherra var í gær sýknaður í Héraðsdómi Reylqavíkur af öllum kröfum Félags íslenskra stórkaup- manna, fyrir hönd lyfjainnflyljenda, en þeir höfðu krafist þess að ógiltar yrðu tilteknar afgreiðslur lyfjaverðlagsnefndar og ákvarðan- ir ráðherra á grundvelli þeirra og að Guðjón Magnússon, skrifstofu- stjóri ráðuneytisins, yrði dæmdur vanhæfur til setu í nefndinni, annars vegar vegna stöðu sinnar í ráðuneytinu og hins vegar vegna ónógrar sérþekkingar á málefnum lyfjasölu. Mál þetta, sem varðar samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins 100 milljón króna hags- muni í veltu lyfjaverslunar í landinu, er fyrsta einkamálið sem hlot- ið hefur sérstaka flýtimeðferð, samkvæmt heimild í lögum um með- ferð einkamála í héraði. Málið var höfðað með þingfestingu 28. desember síðastliðinn og dómtekið að loknum málflutningi 5. janúar og liggur því dómur fyrir tæplega þremur vikum eftir að málið var höfðað. Guðjón Magnússon, skrifstofu- stjóri heilbrigðisráðuneytis, var skipaður í lyfjaverðlagsnefndina eftir að umboðsmaður Alþingis hafði úrskurðað að kröfu Apótek- arafélags íslands að vegna starfa sinna í ráðuneytinu væri Einar Magnússon, deildarstjóri lyfjamála Oddur Thorarensen apótekari látinn ODDUR Carl Oddsson Thorar- ensen, apótekari á Akureyri, er látinn, 63 ára að aldri. Oddur var sonur Odds Carls Thorarensen, apótek-ara á Akur- eyri, og Gunnlaugar Júlíusdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1950 og hóf nám við Lyfjafræðingaskóla Íslands sama ár. Hann lagði stund á verk- nám við Akureyrar Apótek, Lauga- vegs Apótek og Oxford Allé Apó- tek. Hann lauk námi frá Lyfjafræði- háskóla Danmerkur árið 1960. Oddur varð lyíjafræðingur við Akureyrar Apótek árið 1960 til 1963 er hann fékk leyfísveitingu sem apótekari við apótekið. Hann átti sæti í stjórn Apótekarafélags dreifbýlisins og var skipaður af heilbrigðisráðherra árið 1971 til þess að endurskipuleggja heilbrigð- ismál. Auk þess var hann fram- kvæmdastjóri og stjómarformaður ýmissa fyrirtækja. Oddur Thorarensen Kona Odds var Margrét Ingólfs- dóttir sem er látin. Þau eignuðust fimm böm. í ráðuneytinu, óhæfur til setu í nefndinni, sem ákveður grundvöll heildsölu- og smásöluálagningar lyfja. Stórkaupmenn, sem áttu aðild að máli þessu þar sem innan vé- banda FÍS eru fyrirtæki sem annast lyfjadreifíngu, töldu G'uð- jón ekki síður vanhæfan en Ein- ar, auk þess sem Guðjón uppfylli ekki þau sérstöku hæfnisskilyrði sem krafist væri í lögum um sér- þekkingu á lyfsölumálum, þar sem hann hafí hvorki starfað að lyfsölu né lyfjadreifmgu. Nefndin hefði því verið ólöglega skipuð og því kröfðust stórkaup- menn að ógilt yrði afgreiðsla henn- ar á tillögu frá Guðjóni, um breyt- ingu til lækkunar á kostnaðarstuðl- um þeim sem lagðir em til grund- vallar ákvörðunar um álagningu lyfja. Auk þess sem nefndin hafí verið ólöglega skipuð hafi hún ekki haft haldbær nauðsynleg gögn til að afgreiða tillöguna. Guðjón Magnússon hafði talið afnám aðstöðugjalds nægan rökstuðning fyrir lækkuninni en fulltrúi lyfjahóps FÍS taldi að nefndin hefði ekki nauðsynleg gögn til að taka ákvörðun um lækkun á kostnaðarstuðlum í heildsölu og lækkun á heildsöluá- lagningu. Við atkvæðagreiðslu í nefndinni kom upp ágreiningur. Samkvæmt lögum kveður ráð- herra upp úrskurði þegar ágreiningur verður í lyfjaverð- lagsnefnd. Hinn 18. desember kvað ráðherra svo upp úrskurð sem var samhljóða tillögum Guð- jóns Magnússonar, skrifstofu- stjóra ráðuneytisins, á fundi lyfjaverðlagsnefndar. í úrskurð- inum felst að svokallaður CIF- stuðull var lækkaður úr 7,6% í 5,5% og FOB-stuðull úr 11,7% í 8,6%. Þá var heildsöluálagning lyfja lækkuð úr 13,5% í 12,5%. Urskurður þessi hafði samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins í för með sér 100 millj. króna minnk- un á tekjum lyfjaverslunar. GRÍPTU GÆSINAMAÐUR! JANUAR- TILBOÐ AllarBigaeldhús-ogbaðimnréttingar me^ 10% verksmiðjuaislætu ui jd inn. Nú býðst cinstak' '^‘"l^ío^meðTo'ií. verksmiðjuafsiætlt að Nýttu tækifæriö nuna. Visa og Euro raögreiðslur. Island 1 niðurstöðum Valtýs Sigurðs- sonar héraðsdómara er vísað frá kröfum um að ógilt verði af- greiðsla á fyrrgreindum fundi nefndarinnar og byggist frávís- unin á því að Lyfjaverðlagsnefnd var ekki stefnt í málinu. Öðrum kröfum stórkaupmanna var hafnað með rökstuðningi og þeir dæmdir til að greiða heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu 300 þúsund krónur í málskostn- að. Við uppsögu dómsins var því lýst yfír af hálfu stórkaupmanna að þeir mundu taka sér frest til að taka afstöðu til áfrýjunar málsins. Tvíhöfðanefndin Yilhjálm- ur Egils- son í stað Magnúsar Vilhjálmur Egilsson, alþing- ismaður, hefur verið skipað- ur til að veita forystu nefnd til að móta stefnu í sjávarút- vegsmálum ásamt Þresti ÓI- afssyni, tvíhöfðanefndinni svonefndu. Er Vilhjálmur skipaður for- maður nefndarinnar í stað Magnúsar Gunnarssonar sem áfram mun starfa í nefndinni en hann hefur beðist undan að gegna formennsku áfram vegna anna við önnur störf. EGLA -RÖÐOG REGLA Margir litir margar stærðir. í>essi vinsælu bréfabindi fást í öllum helstu bókaverslunum landsins. 1/0U Múlalundur Vinnustofa SÍBS Slmar: 628450 688420 688459 Fax 28819

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.