Morgunblaðið - 15.01.1993, Side 41

Morgunblaðið - 15.01.1993, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 41 Vaxtamunur Islands- banka eykst ekki Frá banka- og framkvæmdastjórn íslandsbanka hf.: Að gefnu tilefni, vegna ummæla í fjölmiðlum um vaxtabreytingar um áramót, óskar íslandsbanki eftir að gera eftirfarandi athugasemd: 1. Vaxtabreytingar voru ekki gerðar til að auka vaxtamun bank- ans. Áætlað er að vaxtamunur ís- landsbanka hafi verið í heild 2,7% á liðnu ári og helst hann óbreyttur nú í upphafi árs. Það er minnsti vaxta- munur í sögu bankans. Afkomu bankans vegna væri hins vegar æskilegt að hann væri 3,0%. 2. Vegna gengisbreytinga og ráð- stafana í ríkisfjármálum er tíma- bundin aukning á verðbólgu fyrirsjá- anleg. Umtalsverður hluti óverð- tryggðra útlána banka og sparisjóða er fjármagnaður með verðtryggðum innlánum. Þessi staðreynd gerir það óhjákvæmilegt að hækka vexti á óverðtryggðum lánum þegar verð- bólga eykst. Sem betur fer eru allar horfur á að verðbólgan hjaðni á ný þegar kemur fram á vor og ættu óverðtryggðir vextir þá að lækka aftur. 3. Víxitvextir bankans eru nú 15,6%. Þetta eru forvextir, greiddir fyrirfram, og verða þeir að taka mið 'r. af verðlagshorfum næstu vikna. í tjósi þeirrar verðbólguspár, sem fyr- ir lá þegar ákvörðun var tekin, voru þessir vextir síður en svo óeðlilega háir. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að beita sér fyrir breytingum á end- urgreiðslu virðisaukaskatts og mun það hafa áhrif á þróun lánskjaravísi- tölunnar. Vextir íslandsbanka verða endurskoðaðir með hliðsjón af þessu. 4. Vextir á verðtryggðum lánum - taka mið af markaðsvöxtum spari- n skírteina og húsbréfa á Verðbréfa- þingi íslands. Allt frá því í maí á síðasta ári og fram til desembermán- aðar hækkuðu markaðsvextir jafnt og þétt. I nóvember voru meðalvext- ir spariskírteina á Verðbréfaþingi 7,79%. Kjörvextir íslandsbanka, sem eru lægstu útlánsvextir, voru þá 7,75%. Það getur ekki gengið að vextir á spariskírteinum séu hærri en lægstu útlánsvextir. Þess vegna hafa vextir á verðtryggðum lánum verið hækkaðir. Kjörvextir íslands- banka eru því nú 8,25%. 5. Nýlega samþykkti Alþingi laga- breytingu, sem hafði í för með sér lækkun dráttarvaxta. í því sambandi er mikilvægt að hafa í huga að drátt- arvextir eru miðaðir við meðalútl- ánsvexti liðins tíma. Breytingar á dráttarvöxtum koma því alltaf á eft- ir öðrum vaxtabreytingum. Þetta veldur því að á tímum vaxandi verð- bólgu verða dráttarvextir oft óeðli- lega lágir um tíma. Að sama skapi verða dráttarvextir á hinn bóginn óeðlilega háir þegar verðbólgan hjaðnar og þar til jafnvægi næst á nýjan leik. Það er því ekki einkennilegt né einstætt að dráttarvextir geti um tíma verið lægri en hæstu útláns- vextir. Þetta gefur hins vegar tilefni til að spyrja að því hvort ekki sé ástæða til að endurskoða þær reglur sem nú eru notaðar við ákvarðanir dráttarvaxta. 6. Stjómendur íslandsbanka telja rétt og skynsamlegt að bregðast strax við þeim vanda sem tímabund- in aukning á verðbólgu veldur. Á þann hátt er staða og afkoma bank- ans best tryggð og þannig getur bankinn best sinnt þörfum viðskipta- vina sinna í bráð og lengd, jafnt innstæðueigendum og lántakendum. Banka og framkvæmdaptjórn íslandsbanka hf., Kringlunni 7, Reykjavík LEIÐRÉTTIN G AR Nafn misritaðist í minningargrein Páls B. Helga- sonar yfirlæknis um Ófeig J. Ófeigs- son lækni í blaðinu á miðvikudag misritaðist nafnið á félagssamtökun- um Mayo Alumni á íslandi, en það er félagsskapur íslenskra lækna, sem stundað hafa framhaldsnám við Mayo Clinic í Minnesota í Bandaríkj- unum. Beðist er velvirðingar á mis- tökum þessum. Grunnkennslu- bók í frétt á blaðsíðu 10 í Morgunblað- inu í gær er sagt frá nýútkominni kennslubók eftir Ólaf M. Jóhannes- son, er nefnist „Stafsetning - reglur og æfingar“. í upphafi fréttarinnar misritaðist orðið „grunnkennslubók" og varð að grunnskólabók. Þetta leið- réttist hér með og er ítrekað að bók- in er grunnkennslubók fyrir nemend- ur á framhaldsskólastigi. Forboðin spor ekki ást í fréttatilkynningu frá Háskólabíó sem birtist í blaðinu í gær var rangt farið með nafn myndarinnar sem nýlega var frumsýnd en hún heitir Forboðin spor en ekki Forboðin ást. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. Athugasemd frá NLFÍ MORGUNBLAÐINU barst í gær svohljóðandi athugasemd frá Nátt- úrulækningafélagi íslands: „Að gefnu tilefni óskar Náttúru- lækningafélag íslands eftir að fram komi að Ingibjörg Björnsdóttir, höf- undur greinar, er nefnist „gigt er læknanleg", er birtist í Morgunblað- inu þann 13. janúar, skrifar ekki í nafni félagsins. Ingibjörg var ráðin n i VELVAKANDI AÐ UPPLIFA GUÐDÓMINN Elsa Georgsdóttir: Guðsríki finnst aðeins með því að lifa lífinu. Hinn sannmenntaði maður er sá sem lífið hefur kennt. Guðdómurinn er alviturt afl sem öllu stjórnar. Það er eng- in tilviljun til. Við mætum honum í öllu sem fyrir okkur kemur í lífinu. Enginn hefur leyfi til að predika um Guðdóminn. Engvir tveir menn hljóta sömu reynslu, þess vegna eru leiðirnar til Guðdómsins eins margar og mennirnir eru margir. Reynsla hvers manns er það eina sem hann á. Og það er það sem er svo leyndardómsfullt og spenn- andi við hvern, og sem maður á að bera virðingu fyrir. Þess vegna á maður að afla sér sem mestrar reynslu, á því vex mað- ur. Vaxa í samfélagi hvort við annað en ekki útiloka hvort ann- að. Maðurinn dæmir sig sjálfur með hugsunum sínum, orðum og athöfnum. Maðurinn lærir ekki neitt af orðum. Það er vegna þess að það er reynslan ein sem kennir. Trúarbrögð eru aðeins út í hött, þau eru eins og pólitík, eintómt mas og orðagjálfur. Það á að upplifa Guðdóminn en ekki tala um hann. Fáir hafa lært af stórmennum mannkynssögunnar vegna þess að sannleikann er ekki hægt að segja með orðum, aðeins upplifa hann með því að lifa lífinu með réttri afstöðu til þess. Hættum að predika um frelsarann, lifum heldur lífinu og verðum eins stór og hann. TÝNDURJAKKI Ljós kvendragtaijakki tapað- ist á Hótel íslandi á gamlárs- kvöld. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 45278. HÁLAR TRÖPPUR Blaðberi hringdi og vildi koma koma því á framfæri við húseig- endur að hreinsa vel tröppur og aðgang að húsum og hafa úti- ljósin kveikt, því á stundum væri aðkoman að húsum stór- hættuleg fyrir gangandi vegfar- endur. KRISTNES- MÁLIÐ Alveg blöskrar manni það sem stendur í Degi á Akureyri 8. og 9. janúar sl. Þar stendur 8. janú- ar: „Ný staða komin upp í Krist- nesmálinu." „Samkomulag heil- brigðisráðneytis við FSA sögð mistök og tekist á um nýtt með aðild Ríkisspítalanna." „Krafa stjórnarinnar um orlofshús í Kristnesi nú mesta ágreinings- efnið. Þann 9. janúar: „Til skammar að yfirtakan strandi á einu húsi,“ segir forstjóri Ríkis- spitalanna. Hvernig getur stjórnarnefndin verið þekkt fyrir að fara fram á að fá orlofshús til eigin nota þegar sífellt er talað um sparn- að, nær þessi sparnaðaráætlun ekki til ykkar, sem einmitt vinn- ið að þessu? Ekki trúi ég öðru en að þetta framferði verði stöðvað. TÝNDUR KÖTTUR Hálfstálpaður svartur og hvít- ur högni týndist frá Bollagötu milli jóla og nýárs. Gegnir nafn- inu Lilli og er mjög mannelskur. Upplýsingar í síma 21986. ER GIFT FÓLK ÞRIÐJA FLOKKS? Undirritaða langar að spyija hvað gift fólk þarf að ganga langt til að fá leikskólapláss. Þó ekki væri nema hálfan daginn virðist vera erfitt og það fyrir barn sem er komið á fimmta ár. Dóttir okkar er búin að bíða í tvö heil ár eftir að komast inn eftir hádegi í Hólaborg í Efra- Breiðholti og ekki er nokkur von um að hún fái pláss fyrr en næsta vor eða sumar, þegar öll sex ára böm hætta og fara í skóla. Hún er greinilega þriðja flokks barn þar sem hún á gifta foreldra en ekki þessa sem lifa á kerfinu, svo sem einstæða fo- renda og námsfólk. Svo ofan á þetta allt saman kemur klíku- skapur hreint og beint. Það virðist ekki skorta pen- inga þegar á að byggja Ráðhús eða Perlu og það nýjasta er að fara að eyða offjár í skautasvell á Tjörninni þegar til er þetta fína svell í Laugardal. Væri ekki betra að nota þá peninga til að reisa fleiri leikskóla eða dag- heimili hér í bæ og reyna að bæta aðstöðu komandi kynslóða. Nei, það virðist vera aðalkapps- mál ráðamanna að reisa ein- hverja minnisvarða úr steini svo að komandi kynslóðir muni eftir þeim á dauðan hátt en ekki á mannlegan og nýtanlegan hátt. Með þessum orðum vona ég að augu fólks opnist og sjái hvert stefni í þessu samfélagi. Með von um betri framtið fyr- ir börnin okkar. Vilborg Jónsdóttir. til reynslu við Heilsuskóla NLFI á síðastliðnu ári og lauk þeim reynslu- tíma hinn 31. desember 1992. Ennfremur óskar félagið eftir að fram komi, að nýstofnaður skóli, Heilsuskólinn sf., er Ingibjörg veitir forstöðu, tengist á engan hátt Nátt- úrulækingafélagi íslands. Náttúrulækningafélagið gefur út tímaritið Heilsuvemd, rekur Heilsu- skóla NLFÍ og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Það hefur á að skipa fagmönnum jafnt í meðferð gigt- lækninga sem á öðrum sviðum og túlkar greinin því að engu leyti sjón- armið Náttúrulækningafélagsins." RODIER Stórútsala 30-70% AFSLÁTTUR Stærðir frá 34 RODI BORGARKRINGLUNNI • R SÍMI: 67 80 55 1 sM Viltu halda i æskublómann- Fræðsla um hollustuhætti, kennsL . andlitslyftingu, næringu, kjarnafæði og kripalujóga. Þetta er viðurkennd aðferð, sem verndar æskublómann, eyðir hrukkum og eykur almenna vellíðan og orku. Leiðbeinendur: Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Ingibjörg Björnsdór' Mæting einu sinni í viku tvo tíma í senn 6 sinnum. Samtals 12 klst.Verð kr. 9.000 Greiðsluskilmálar. Taktu ábyrgd á eigin heilsu! Upplýsingar og bókanir virka daga frákl. 12-20 ísíma*J | Q66 J\ eilsuskólinn sf. AUSTURSTRÆTl 17, 3. HÆÐ, 101 Reykjavík VERÐLAUNAHAFAR [ GETRAUN HAPPDRÆITIS HÁSKÚLA ÍSLANDS EINFALDUR Kolbrún Haraldsdóttir, Engihjalla 15,200 Kópavogi Rúnar Steindórsson, Lambstekk 8, 109 Reykjavík Jón Bragi Gunnarsson, Hagamel 43,107 Reykjavík Kristján Guðmundsson, Hamarsgerði 8,108 Reykjavík Lilja Halldórsdóttir, Dalbraut 53, 300 Akranesi Ásgeir Þór Ólafsson, Ásklifi 15,340 Stykkishólmi Ólöf Jóna Elíasdóttir, Birkigrund 33,200 Kópavogi María Stefánsdóttir, Bjarkarstíg 5, 600 Akureyri Guðrún Þ. Níelsdóttir, Stapasíðu 16,603 Akureyri Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, Fjarðarvegi 37, 680 Þórshöfn TROMP Guðjón Magnússon, Eyrarlandsvegi 8, 600 Akureyri Amheiður Runólfsdóttir, Efstalandi 6,108 Reykjavík Jóna Soffía Baldursdóttir, Sólgarði, 720 Borgarfirði Eystra Jóhanna L. ívarsdóttir, Furugrund 66,200 Kópavogi Kristín Sigtryggsdóttir, Rauðalœk 39,105 Reykjavík NÍA Sigfús Sigfússon, Þórunnarstrceti 125, 600 Akureyri Miðarrtir verða sendir vinningshöfum ípósti. Happdrætti Háskóla íslands þakkar landsmönna góða þáttöku í getrauninni. Dregið verður í 1. flokki í DAG 15. janúar 1993. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.