Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 29
MÖRGUNBLAÐIÐ "FÖSTUDAGUR "l5. ’JÁNUAR' 1993 Minning Ari Björnsson Afi minn, Ari Björnsson, lést 2. janúar 1993. Þetta er bréf til hans. Elsku afi minn. Ég vill þakka þér fyrir öll góðu bréfín sem ég hef fengið frá þér síð- asta 2‘/2 árið sem ég hef verið í París. Þær eru ófáar stundirnar sem ég hef setið og yljað mér við lestur þeirra og gleymt mér í hugsunum um samverustundir okkar á liðnum árum. Fyrstu minningar mínar eru hversu gott mér þótti að kúra í „hol- unni minni“ á milli þín og ömmu, og sofna út frá bókinni um Heiðu og afa, sem þú varst vanur að lesa fyrir mig og aldrei leiddist mér sag- an hversu oft sem þú last hana. Þú gast aldrei setið auðum hönd- um, annaðhvort varst þú með pijón- ana þína eða að sauma út, enda ófáir sokkarnir sem þú hefur gefið okkur barnabörnunum um dagana. Ég man vel þegar ég fékk að fara með þér í vörubílnum, þá hafðir þú pijónana þína með og pijónaðir þeg- ar þú beiðst eftir sandhlassi á bílinn og alltaf áttir þú brenndan bijóstsyk- ur í bílnum handa mér. Ég er svo þakklát fyrir stokkinn sem þú smíðaðir og gafst mér. Na- omi Goldschmidt minntist í hvert skipti sem ég hitti hana meðan ég var í París hversu fallegur stokkur- inn væri sem þú smíðaðir og gafst henni. Nú síðast í jólakorti, sem ég fékk frá þeim hjónum, bað hún mig fyrir kæra kveðju til þín. Þær voru ófáar ferðirnar okkar inn í garð þar sem þú sáðir kartöfl- um og gróðursettir plöntur, það líður ekki á löngu þangað til þar verður gróðursæll skógur. Mínar bestu minningar eru frá því þegar við fór- um í steinaleiðangra og gengum meðfram sjónum í leit að fallegum fjörusteinum sem við síðan fórum með heim og röðuðum þeim falleg- ustu í steinaskápinn okkar, sem þú hefur varðveitt, alveg þangað til nú í haust að þú færðir mér skápinn hingað til Reykjavíkur. Elsku afi, þú bjóst til besta kakó og bakaðir besta brauðið sem ég hef smakkað, „afabrauðið“ eins og við krakkarnir kölluðum það. Ég man sérstaklega eftir því að þú komst einu sinni upp í fjall og færðir okkur Bjössa kakó og brauð þegar við vor- um á skíðum. „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við ástvin þinn því að það sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans.“ Elsku afi, ég mun ávallt minnast þín. Ama. Hinn 2. janúar sl. lést í Borgar- spítalanum afi minn Ari Björnsson. Afi hafði verið heilsuhraustur alla ævi, en rétt fyrir jól veiktist hann skyndilega og andaðist eftir skamma legu. Afi var fæddur að Stóra-Sand- felli í Skriðdal hinn 19. maí 1917, sonur hjónanna Guðrúnar Einars- dóttur og Bjarnar Antoníussonar. Árið 1944 kvæntist hann ömmu minni Bjarghildi Sigurðardóttur frá Jaðri í Vallaneshreppi. Þau voru með fyrstu íbúum á Égilsstöðum og bjuggu þar alla sína hjúskapartíð. Þau eignuðust sjö börn, Erlu, Gerði, Sigurð, Björn, Bergljótu, Ingu og Guðnýju. Afí kallaði mig ávallt nafna þar sem ég hét í höfuðið á honum. Síð- ustu árin dvaldi hann oft hér í Reykjavík og við í fjölskyldunni viss- um alltaf, þegar afi kom i heimsókn, því að þá hljómaði dyrabjallan hæg- ar og rólegar en venjulega. Brást það ekki að þá var afí kominn í heimsókn og tók fljótlega upp pijón- ana sína. Afi pijónaði mjög mikið og tók alltaf með sér pijónana hvert sem hann fór. Hann var mjög vana- fastur og vildi hafa allt í röð og reglu. Afí átti mörg áhugamál, m.a. stundaði hann tijárækt og einnig batt hann inn bækur. Ég á margar góðar minningar um afa minn, t.d. þegar ég var með honum í heyskap sumarið 1991 aust- ur á Héraði. Hann var alltaf góður og vingjarnlegur við mig og ég mun sakna hans sárt. Hann mun lifa í hjörtum okkar og hugskoti minning- anna. Guð blessi minningu afa míns. Ari Karlsson. Ari Björnsson, Selási 6 í Egils- staðabæ, lést í Borgarspítalanum 2. janúar sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Hann var einn af fyrstu landnemum í Egilsstaðabæ og reisti hús sitt að Selási 6 sumarið 1946. Eflaust hef ég einhvern tíma á bernskuárunum séð Ara bregða fyr- ir því að fjölskylda mín, sem bjó á Eskifirði, fór á hveiju sumri upp á Hérað til að njóta skóganna og nátt- úrufegurðarinnar í sólríkum sveitum Fljótsdalshéraðs, en fyrst man ég greinilega eftir honum í ágústmán- uði sumarið 1941, þegar við unnum báðir hjá vegagerðinni. Flokkur Sig- urðar Sigbjörnssonar var þennan dag að flytja tjöld og búnað frá Skjöldólfsstöðum í Heiðarendann. Stjórarnir og verkamenn fóru á bíl, en við kúskarnir fórum með hesta og kerrur hlaðnar rekum og hökum, þeirra tíma vinnuvélum. Hestarnir voru farnir að þreytast og siluðust hægt upp hálsinn og þegar við loks náðum tjöldum vegagerðarinnar stóð Ari flokksstjóri vð veginn og bauð okkur inn til ráðskonunnar, sem bar fram kaffí og meðlæti. Við- mót flokksstjórans við okkur viðvan- ingana var gott og þegar við héldum áfram ferðinni fannst okkur sem við hefðum eignast nýjan vin, sem kom og á daginn seinna á lífsleiðinni, þegar við áttum eftir að starfa sam- an. Ari fæddist á Stóra-Sandfelli í Skriðdal, þriðja barn hjónanna Guð- rúnar Einarsdóttur og Björns Anton- íussonar bónda þar, en alls urðu börn þeirra sex að tölu. Fjölskyldan fluttist að Mýnesi í Eiðaþinghá árið 1921. Bjöm lést árið 1930, þegar Ari var þrettán ára, en Einari, elsta bróður Ára, tókst með hjálp góðra manna að halda jörðinni eftir fráfall föðurins og ólust börnin þar upp og voru við þann bæ kennd. Tvö hálf- systkini átti Ari frá fyrra hjóna- bandi Björns og var annað þeirra Leifur, sem lengi bjó á Eskifírði og var þar m.a. í sveitarstjórn á fimmta áratugnum. Á unglingsárunum var Ari í vega- vinnu á sumrin, en þegar fundum okkar bar saman sumarið 1941 hafði hann lokið búfræðinámi á Hvann- eyri og var orðinn flokksstjóri hjá Einari Jónssyni vegaverkstjóra. Ari vann síðast hjá vegagerðinni sumar- ið 1942, en um haustið brá hann sér til Reykjavíkur, ók leigubíl um vetur- inn og réðst næsta sumar til Kaupfé- lags Héraðsbúa á Reyðarfirði sem bifreiðastjóri. Nú voru hjólin farin að snúast á Egilsstöðum. Skipulag fyrir kaup- túnið hafði verið samþykkt, bygging sjúkraskýlisins hafin um sumarið, kaupfélagshússins árið eftir og í framhaldi af því nokkur íbúðarhús við Selás og Laufás. Fáir iðnaðar- menn bjuggu á Héraði á þessum tíma, en laghentir menn hlupu í skarðið til að koma verkum áfram. Var Ari einn í þeim hópi og vann við múrverk til ársins 1950, þegar hann fór að versla, fyrst sem kaup- maður og síðan sem verslunarstjóri hjá verslunarfélaginu. Árið 1944 kvæntist Ari Bjarghildi Sigurðardóttur frá Vallanesi. For- eldrar hennar voru hjónin Björn Jónsdóttir frá Vaði í Skriðdal og séra Sigurður Þórðarson frá Skeiði í Arnarfirði. Hann þjónaði Vallanes- prestakalli frá 1924 til ársins 1935, er hann lést, þá enn ungur að árum. Ari og Bjarghildur fluttust að Selási tveim árum eftir brúðkaupið og hafa búið þar allan sinn búskap. Börn þeirra eru sjö talsins, allt dugnaðar- og sómafólk, eins og foreldrarnir. Þau eru: Erla, endurskoðandi hjá Pósti og síma; Gerður, starfsmaður á Skattstofu Austurlands; Sigurður, skipstjóri; Björn, stýrimaður, Berg- ljót, kennari; Ingibjörg, starfsmaður í utanríkisráðuneytinu; Guðný, yfírt- ölvari hjá Póstgíróstofunni. Barnabörn Ara og Bjarghildar eru tuttugu og eitt talsins og barna- barnabörnin þijú. Þar var því nóg að gera hjá Ara í afahlutverkinu, seinni hluta ævinnar, en hann var mjög barngóður og hafði mikla ánægju af samvistum við yngstu kynslóðina. Margs er að minnast frá þeim árum sem við Ari vorum nábýlingar á Egilsstöðum. Gott var ætíð að koma á heimili þeirra hjóna og ræða við þau um dægurmálin, sem voru margbreytileg í vaxandi byggð. Ari sagði skemmtilega frá því sem á daga hans dreif og hafði næma kímnigáfu. Hann var vinsæll meðal nágranna sinna, enda tillitssamur og hjálpfús með afbrigðum. Hann gleymdi ekki aldraða fólkinu og er mér sérstaklega minnisstætt að hann leit oft inn til að tala við aldr- aða tengdamóður mína. Á yngri árum fékkst Ari talsvert við félagsmál og þegar Einar Sig- urðsson var í framboði fyrir Sjálf- stæðisflokkinn mæddu mjög á Ara fundahöld og annað, sem flokks- starfi fylgir. Ég var þá erindreki flokksins og bjó í Neskaupstað, en á stöðugu ferðalagi og oftast með viðkomu á Egilsstöðum og þá fyrst og fremst á Selási 6. Í einni slíkri ferð tók Ari mig á eintal og sagði frá því að bændur á Héraði hefðu oft reynt að fá útibú frá Búnaðarbankanum staðsett á Egilsstöðum, en ekki tekist. Væri nú ekki ráð að ganga í það að stofna sparisjóð á Egilsstöðum? í framhaldi af þessu var sparisjóðsmálið rætt á mörgum smáfundum heima hjá Ara og hjá Sveini á Egilsstöðum og haustið 1958 var Sparisjóður Fijóts- dalshéraðs formlega stofnaður. Nú brá svo við að yfirmenn, jafnt sem undirsátar, fengu mikinn áhuga á stofnun bankaútibúsins og var úti- búið stofnsett á Egilsstöðum árið 1960, árið sem síldveiðamar á Aust- fjarðamiðum komust á skrið. Pen- ingastofnanirnar tvær urðu mjög mikilvægar fyrir Héraðið, ekki síst fyrir þéttbýlið, sem er í dag nær tí- falt fjölmennara en það var þegar sparisjóðsmálið var rætt fyrst. Gott var að starfa með Ára í póli- tíkinni. Hann vann að málefnum, vildi byggja upp eins og sannir um- bótamenn gera, og sumt af því tókst eins og bankamálið sýnir ljóslega. Þótt Ari væri góður og kappsfullur starfsmaður vildi hann stundum breyta til. Hann hætti í versluninni þegar síldarævintýrið var í algleym- ingi á Austfjörðum og tók þátt í því, þar til síldin hvarf, en gerðist þá vörubílstjóri í nokkur ár. Síðasta verkefni hans í þjónustu annarra var húsvarsla í Menntaskólanum á Eg- ilsstöðum, sem hann sá um fram til sjötugs. Þessu starfi fylgdi lang* sumarleyfi, sem hann nýtti til að róa til fiskjar á trillum, sem hann keypti, endurbætti og seldi aftur, þá síðustu þegar hann hætti við húsvörsluna. Bjarghildur hóf störf á skattstofunni um líkt leyti og Ari fór í síldina. Hún tók fljótt við vandasömum störfum, sem hún starfar ennþá við. Tengslin við Ara og Bjarghildi héld- ust því lengi eftir að við Ari hættum að fást við landsmálaverkefnin og voru öll á einn veg eins og upphaf- ið. Það er bjart yfír minningu Ara Björnssonar. Við Ragnheiður sendum Bjarg- hildi og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Páll Halldórsson. Guðni S. Guðmunds- son - Minning Fæddur 4. ágúst 1919 Dáinn 8. janúar 1993 í dag verður kvaddur frá Bú- staðakirkju tengdafaðir minn, Guðni S. Guðmundsson, sem lést 8. janúar sl. Guðni var fæddur 4. ágúst 1919 á Krossanesi við Reyðarfjörð. Hann var kvæntur Sigrúnu Oddgeirsdótt- ur frá Múlastöðum í Flókadal í Borgarfirði. Synir þeirra eru þrír: Ingvar Auðunn, f. 1947, kvæntur Þórunni Guðmundsdóttur og eiga þau þijú börn og eitt bamabam; Gunnar, f. 1952, kvæntur Sigríði Davíðsdóttur (undirritaðri) og eiga þau þijú böm; Haukur Geir, f. 1958, sambýliskona hans er Anna Sigríð- ur Guðmundsdóttir og eiga þau eitt bam. Guðni og Sigrún bjuggu í Skipa- sundi 11, Rvk, allan sinn búskap utan síðastliðið ár, sem þau hafa búið í Hæðargarði 35. Alltaf hefur verið gott að koma til þeirra hjóna og hafa börnin okk- ar verið sérstaklega velkomin á heimili þeirra, hvort sem verið hefur til lengri eða skemmri dvalar. Minn- ast þau þeirra stunda með ánægju. Guðna var mjög annt um hag fjölskyldunnar. Þegar þau Sigrún höfðu ákveðið að flytjast í Hæðar- garðinn talaði hann oft um að gott væri fyrir Sigrúnu að vera komin i þægilegra húsnæði ef hann færi á undan, sem hann reiknaði alltaf með, enda var hann búinn að ganga í gegnum margt mótlætið hvað heilsuna varðaði. Guðni var hlýr og notalegur í viðmóti. Hann var hæglátur en ávallt stutt í gamansemina. Gott var að leita til hans varðandi aðstoð hvort sem var við smíðar, viðgerðir eða aðrar lagfæringar. Ófáar stundir átti Guðni með okkur í sumarbústað okkar í Kjós- inni og leið honum þá best ef hann gat rétt hjálparhönd. Hann var mjög handlaginn og vandvirkur og því ekki ónýtt að eiga hann að. Stangaveiði var eitt af helstu áhugamálum Guðna. Þar hafa barnabörnin notið áhuga hans, því hann átti það til að taka þau með í veiðiferðir og kenndi hann þeim handtökin við veiðamar. Einnig hafði hann mikið yndi af fluguhnýt- ingum og hafa afabörnin fengið dygga tilsögn og aðstoð við þá iðju. Minnast þau þessara stunda með hlýjum huga. Guðni hafði yndi af skák og tefldi því oft við bamabörnin á síðustu árum. Hann kenndi þeim undir- stöðuatriðin, en einatt áttu þau erf- itt með að bera sigur úr býtum. Á seinni ámm hafði Guðni mjög gaman af spilamennsku og ófá kvöldin sátu þau hjónin með vinum og tóku í spil. Áfram mætti lengi rifja upp og minnast stunda með Guðna. Elsku Sigrún. Ég bið að þú og fjölskylda þín öðlist styrk til að yfir- stíga þá erfíðleika sem óhjákvæmi- lega fylgja ástvinamissi. Mér finnst viðeigandi að kveðja Guðna með bæn sem móðurbróðir hans orti: Góði Jesús, veg mér vísa, veikan styrk minn andans þrótt. Kærleiks geisla láttu lýsa lífi mínu dag og nótt, vetur, sumar, vor og haust. Vertu hjá mér endalaust. Gefðu síðar frið ég finni, frið í dýrðar birtu þinni. (Ámi Erasmusson.) Hafí Guðni þökk fyrir allt og allt. Megi hann hvíla í friði. , Sigga. Tengdafaðir minn Guðni G. Guð- mundssom verður borinn til grafar frá Bústaðakirkju í dag. Hann lést í Borgarspítalanum 8. janúar sl. Með honum er genginn góður og grandvar maður, hjartahlýr og til- finningaríkur. Hann tók mér opnum örmum strax við fyrstu kynni og bömum mínum var hann góður afi. Guðni fæddist á Krossanesi við Reyðarfjörð 4. ágúst árið 1919. Foreldrar hans voru hjónin Ingveld- ur Erasmusdóttir frá Efriey í Með- allandi, V-Skaftafellssýslu, og Guð- mundur Jónsson frá Víðiborði, A-Skaftafellssýslu. Þeim varð tveggja sona auðið og lifir Páll bróð- ur sinn, en hann er tveimur árum eldri en Guðni. Bræðumir nutu ekki föður síns lengi. Guðmundur lést þegar Guðni var á öðru aldursári. Auðunn Jóhannesson frá Karlsstöð- um í Helgustaðahreppi varð ráðs- maður Ingveldar og fósturfaðir þeirra bræðra eftir að þau Ingveld- ur hófu sambúð. Guðni kvæntist 16. maí árið 1946 eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Oddgeirsdóttur frá Múlastöðum í Flókadal í Borgarfirði. Heimili þeirra hefur staðið óslitið síðan i Reykjavík, lengst af í Skipasundi 11. Guðni var bifvélavirki og vann að iðn sinni á meðan hann hafði heilsu til. Guðni og Sigrún eiga þijá syni. Þeir eru í réttri aldurs- röð: Ingvar Auðunn, kvæntur undir- ritaðri og eiga þau þijú börn og eitt barnabarn. Gunnar, kvæntur Sigríði Davíðsdóttur og em börn þeirra þijú. Yngstur er Haukur Geir, kvæntur Önnu Sigríði Guð- mundsdóttur. Þau eiga einn son barna. Ég minnist margra góðra stunda sem fjölskyldan átti saman og er ég þakklát fyrir það. Guðni undi hag sínum einkar vel þegar hann renndi fyrir físk í friðsælli veiðiá eða heiðarvatni. Hann var óþreyt- andi að veita mér og mínum hlut- deild í þessu áhugamáli, kenndi okkur að kanna aðstæður, ganga að staðnum með réttu hugarfari og nota viðeigandi veiðarfæri. Flug- urnar sínar hnýtti hann sjálfur af mikilli list og lærðu sum bamabarn- anna það handbragð af afa sínum. Sjálfur gekk Guðni fram í lífinu dagfarsprúður og ljúfur. Þar var hann ekki einn, heldur dyggilega studdur af eiginkonu sinni, sem allt- af hefur hugsað fyrir því hvað öðr- um er fyrir bestu. Hún reyndist manni sínum frábærlega vel og gerði honum kleift að dvelja heima svo lengi, sem auðið var. Elsku Sigrún, þú átt virðingu okkar allra og samúð. Guð blessi minningu Guðna S. Guðmundssonar og veri með okkur öllum sem söknum hans. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, . síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þórunn Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.