Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 18 Starfsmenn SH verktaka á fjölmennum fundi í Sparisjóði Hafnarfjarðar í gær Kári Halldórsson Friðrik Kristjánsson aðnum og það er ekkert annað en atvinnuleysi sem blasir við okkur öllum. Ekki aðeins fastráðnum starfsmönnum SH heldur líka starfsmönnum undirverktaka sem eru ófáir.“ Á fundinum tók til máls undir- verktaki sem gengið hafði til samninga við stjórn SH og gefið eftir af kröfum sínum. Hann sagði að flestir í salnum væru fjölskyldu- menn sem mættu síst við því að missa tekjur, en það hefði þó ekki staðið upp á þá í þessu máli. Þess vegna skyti það skökku við að Sparisjóðurinn teldi sér ekki fært að slá af sínum kröfum svo fyrir- tækið gæti áfram skapað atvinnu fyrir fólkið. HÁTT í eitt hundrað starfs- menn SH verktaka voru í mat- sal Sparisjóðs Hafnarfjarðar í Strandgötu í gærmorgun, þar sem þeir lögðu mál sitt fyrir Þór Gunnarsson sparisjóðs- stjóra. Allt fór fram í vinsemd en greinilegt var að mikill hiti er í starfsmönnum SH vegna þess sem þeir telja vera óbil- girni af hálfu Sparisjóðsins. Þeir stóðu flestir að baki Pétri Blöndal, sem af sumum var nefndur „bjargvætturinn“, en sparisjóðsstjórinn bað við- stadda um að afla sér upplýs- inga um raunverulega stöðu SH verktaka hjá stjórnendum fyr- irtækisins. Var að heyra á máli Þórs að ýmislegt varðandi stöðu fyrirtækisins hefði ekki komið fram opinberlega. Starfsmennimir lögðu fram áskorun til bankastjómar Spari- sjóðs Hafnarfjarðar. í henni skora þeir á bankastjórnina að verða við málaleitan Péturs Blöndals. „Þar sem það er það eina í þeirri stöðu sem upp er komin sem orðið gæti til þess að starfsmenn fyrirtækis- ins verði ekki atvinnulausir. Eins og bankastjóminni ætti að vera kunnugt um er Sparisjóðurinn síð- asta hindrunin á leið til áframhald- andi vinnu starfsmannanna", segir í áskoraninni. Engin bein svör Kári Halldórsson, starfsmaður í söludeild fasteigna hjá SH verk- tökum, sagði að sér virtist sem hér væri aðeins um að ræða stífni í stjóm Sparisjóðs Hafnaríjarðar. „Það fást engin bein svör. Við teljum okkur vita nokkuð vel um hvað deilan snýst. Sparisjóðurinn vill halda til streitu að hann fái greiðslur úr þessum verkum, sem eftir er að vinna. Ef fyrirtækið fer í þrot þá koma þessir peningar aldrei inn. Sparisjóðurinn hefur boðist til að afhenda SH verktök- um helming fjárhæðar allra ávís- ana en því hefur stjóm SH hafn- Morgunblaðið/Ami Sæberg Málin rædd Fjölmenni var á fundi starfsmanna SH og stjómenda Sparisjóðs Hafnarfjarðar í gærmorgun þar sem málin vora rædd. að. Þegar fyrirtæki er í greiðslu- stöðvun miðast greiðslustöðvunar- tímabilið við það að allt fé sem kemur inn fari til reksturs fyrir- tækisins. Að því er flestir telja er það hreinlega ólöglegt að Spari- sjóðurinn haldi þessum peningum. Þess vegna ætti Sparisjóðurinn að gefa þetta eftir og gefa fyrirtæk- inu lífsvon," sagði Kári. „Við höfum engin svör fengið við því hvaða hagsmunir Spari- sjóðsins séu í hættu með því að gefa eftir í þessu máli. Þeir bera fyrir sig bankaleynd og hafa talað um stöðu fyrirtækisins almennt, sem kemur þessu einstaka máli ekkert við. Það er komin upp sú staða að við eram ekki sáttir við það sem Sparisjóðurinn er að gera,“ sagði Kári. Aðspurður um hvað tæki við hjá honum yrði SH verktakar hf. tekið til gjaldþrotaskipta sagði Kári: „Þá fer ég á þrotalaun í þijá mánuði og Ieita mér síðan að ann- arri vinnu. Er ekki alltaf pláss fyrir góða menn?“ Sparkað í liggjandi mann Friðrik Kristjánsson trésmiður var þungorður í garð stjómenda Sparisjóðsins. „Mér finnst Spari- sjóðurinn hafa sýnt hreinan vald- hroka með þessu og þessu má líkja við að sparka í liggjandi mann. Eins og málið hefur verið útskýrt fyrir starfsmönnum fyrirtækisins era þetta í reynd 5-10 milljónir sem fyrirtækið skuldar Sparisjóðn- um, ef tillit er tekið til tryggra veðsetninga. Ef það er það sem kemur í veg fyrir að fyrirtækið fær möguleika til að starfa áfram rennir það stoðum undir þá líkingu að hér sé verið að sparka í liggj- andi mann. Sparisjóðsstjórinn nefndi að heildarskuldir SH væra 300-400 milljónir, reyndar eftir öðram heimildum, og mér finnst það með eindæmum að hann skuli taka svona á málinu ef skuld við Sparisjóðinn er ekki hærri en 20 milljónir," sagði Friðrik. „Hjá mér tekur bara við at- vinnuleysi ef ekkert verður að gert. Það era þrengingar á mark- Skorað á bankastj órnina að verða við málaleitan Péturs Blöndals BRENNIPEIMNI er handhægt tæki til skreytinga og merkinga. Sölustaðir: Skólavörubúðin, Byggt og búið og Byko við Hringbraut. Habo, heildverslun, sími 673650 eða 22951. ibúar Bessastaðahrepps Móttaka hlífðarfatnaðar í söfnun Hjálparstofnunar kirkjunnar og Rauða krossins fyrir íbúa fyrrum Júgóslavíu verður í íþróttahúsi Bessastaðahrepps laugardaginn 16. janúar nk. kl. 13-16. Sóknarnefnd og Rauóa kross deild rnmmmi^^mmmmmmmmmm^m^ma^^ Yfirlýsing Sparisjóðs Hafnarfjarðar vegna yfirlýsinga Péturs Blöndals ÓmaMegar aðdróttan- ir í garð Sparisjóðsins Sparisjóðurinn skilur eðlilegar áhyggjur starfs- mairna SH-verktaka af yfírvofandi atvinnumissi HÉR fer á eftir í heild yfirlýsing frá Sparijóði Hafnarfjarðar sem Morgunblaðinu hefur borist: í tilefni yfírlýsinga Péturs Blön- dals stjómarformanns Veðs hf. og Jóns Inga Gíslasonar fyrrverandi forstjóra SH-verktaka hf. í fjöl- miðlum undanfama daga, um að SH-verktakar stefni í gjaldþrot sökum þess, að Sparisjóður Hafn- arfjarðar hafi neitað fyrirtækinu ií ítMM Stárhöfða 17, við Gullinbrú, sfmi 67 48 44 um ákveðna fyrirgreiðslu, vill Sparisjóðurinn taka fram eftirfar- andi: Mál þetta er mun stærra og á því fleiri hliðar, en fram hafa kom- ið í fjölmiðlaviðtölum áðurnefndra aðila. Sparisjóðurinn mun hins vegar ekki ræða það efnislega í fjölmiðlum, fremur en mál annarra viðskiptamanna sinna, nema frek- ari sérstakar rangfærslur kalli á annað. Sparisjóðurinn telur engu að síð- ur rétt að vekja athygli á eftirfar- andi upplýsingum, sem fram hafa komið í fjölmiðlaviðtölum Péturs Blöndals: Pétur kveður veltu SH-verktaka hf. á síðastliðnu ári hafa numið um 800 milljónum kr. Hann segir skuldir fyrirtækisins vera á fjórða- hundrað milljónir króna, eigið fé þess sé orðið neikvætt og fyrirtæk- ið tapi nú um einni milljón króna á dag. Þá hefur hann gefið þá skýringu á því að SH-verktakar hf. stefni í gjaldþrot, að Sparisjóð- ur Hafnarfjarðar hafi ekki fengist til þess að falla frá greiðslutrygg- ingu að upphæð 5 milljón króna verkgreiðslu, vegna lánafyrirgre- iðslu á síðastliðnu ári. Framkoma Péturs Blöndals í þessu máli hefur verið einstök. Hann hefur haft afar óviðeigandi ummæli í viðtölum við sparisjóðs- stjóra, og síðan fylgt þeim eftir í fjölmiðlum með ómaklegum að- dróttunum í garð Sparisjóðsins. Sparisjóður Hafnarfjarðar skilur eðlilegar áhyggjur starfsmanna SH-verktaka af yfirvofandi at- vinnumissi. Af framangreindum yfírlýsing- um á hegðan Péturs Blöndals verð- ur hver og einn að draga sínar eigin ályktanir um stöðu mála SH-verktaka hf. í dag. Telji Pétur Blöndal hins vegar þörf á því að leita að einhverjum sökudólgi, þá er það hans vandamál. « i t í ^Í! e e e e %

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.