Morgunblaðið - 15.01.1993, Page 30

Morgunblaðið - 15.01.1993, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 Minning Sveinjón Ingvar Ragnarsson Fæddur 1. febrúar 1944 Dáinn 8. janúar 1993 Mig langar í fáum orðum að minnast móðurbróður míns og vin- ar, Sveinjóns I. Ragnarssonar, eða Denna eins og hann var kallaður. Hann lést í Landspítalanum 8. jan- úar síðastliðinn eftir löng og ströng veikindi. Ég og Sveinjón bróðir ólumst upp hjá ömmu svo að við ólumst upp sem við værum bræður hans. Denni hafði gaman af útiveru og ferðalögum og voru Þingvellir í miklu uppáhaldi hjá honum. Síðast- liðið sumar fór ég til Þingvalla og hitti þar Denna með fjölskyldu sinni. Við spjölluðum saman hressir og kátir og þá datt manni ekki í hug að svona stutt væri eftir. Það er svo margs að minnast á svona stundu og hugur minn er fullur af minningum um allar sam- verustundimar og ferðalögin sem ég fór með Denna og fjölskyldu hans. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Denna fyrir allar þær stund- ir sem ég fékk að vera með honum. Elsku amma, Dísa og börn. Megi Guð gefa ykkur þann styrk sem þið þurfið á þessari erfiðu stundu. Miss- irinn er mikill. Blessuð sé minning Sveinjóns I. Ragnarssonar. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hveiju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. (Magnús Ásgeirsson.) Arnþór Stefánsson. Að morgni föstudagsins 8. janúar síðastliðins lést í Landspítalanum Sveinjón Ingvar Ragnarsson eftir Sjötta janúar sl. bárust mér sorg- legar fréttir, afí minn, Elías M. Þórð- arson, var látinn. Harmi sleginn set ég þessi fátæk- legu orð á blað. Þegar ótal ljúfar minningar um samverustundir okkar afa birtast í huga mínum. Mér verð- ur hugsað til þeirra fjölmörgu stunda sem ég átti hjá afa og ömmu á Vall- arbrautinni, þar sem við sátum á spjalli. Þau virtust óþreytandi að heyra um hugarheima lítils drengs sem átti erfítt með að skilja lífið og tilveruna og spurði margra spum- inga sem gat oft verið erfítt að svara. Þegar ég varð eldri tók afi mig með sér á sjóinn, fyrst á togarann Harald Böðvarsson og síðar Sturlaug Böð- varsson. Þar steig ég mín fyrstu skref sem sjómaður. Þetta voru í senn góðir dagar og ómetanleg lífs- reynsla sem nýttist vel í sumar er ég reyndi fyrir mér sem háseti. Þá varð mér oft hugsað með hlýhug til afa og vissi að nú væri hann stoltur af þessum unga manni sem hann hafði leitt fyrstu sjóferðina. Þegar við kveðjum þennan góða og lífsglaða mann í hinsta sinn vil ég biðja drottin að styrkja ömmu Hrefnu og okkur öll sem eigum um sárt að binda í sorg okkar og missi. Elli afi mun lifa í minningum sem við varðveitum í hjörtum okkar um ókomna tíð. Einar Mar. í dag verður mágur minn, Elías M. Þórðarsson, kvaddur hinstu kveðju og til moldar borinn frá Akra- neskirkju. löng og erfið veikindi. Kynni okkar Sveinjóns hófust þegar hann var skipaður formaður prófnefndar í framreiðsluiðn. Hann var þá yfir- framreiðslumaður á Hótel Holti, en síðar varð hann þar aðstoðarhótel- stjóri. Prófnefndarformennskunni fylgdi á þeim tíma það að vera próf- dómari í framreiðslu í Hótel- og veitingaskólanum. Þau samskipti voru bæði ánægjuleg og lærdómsrík því að Sveinjón var afbragðs fag- maður og hafði gaman af að ræða málefni því viðkomandi. Hann hafði þann sið þegar leið að prófum að koma í heimsókn í skólann til að kynna sér hvort eitthvað nýtt væri á döfínni, eða efnistökum hefði ver- ið breytt, og ef um slíkt var að ræða fékk hann sér nýja efnið og kynnti sér það rækilega til að geta dæmt á sömu forsendum og gert var í skólanum. Þegar regluna um skipan skóla- nefnda var breytt var hann skipað- ur einn af fulltrúum Reykjavíkur- borgar í skólanefnd Hótel- og veit- ingaskólans. Þótt heilsan væri þá þegar orðin slæm var eldmóðurinn og áhuginn fyrir málefnum skólans enn hinn sami og áður. Hann var ákafamaður og eins og slíkum mönnum er títt fannst honum sá seinagangur, sem við þekkjum úr „kerfinu", bæði óþarfur og óþol- andi. Þótt kynni okkar Sveinjóns væru nær eingöngu í tengslum við skól- ann veit ég að hann var traustur vinur og góður félagi og það segir ef til vill meira um skaphöfn hans en mörg orð að ef sjúkdóm hans bar á góma kvartaði hann ekki, en beindi talinu gjarna að því frábæra fólki sem hann hafði notið umönn- unar hjá og hafði valið sér það erf- iða ævistarf að hjúkra sjúkum, hversu mikið væri lagt á aðstand- endur sjúkra og hve ómetanlegt það væri að eiga góða að. Hann varð bráðkvaddur við störf sín um borð í frystitogaranum Höfr- ungi III. frá Akranesi. Elías fæddist í Vestmannaeyjum 24. nóvember 1928. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Magnúsdóttir frá Iðunnarstöðum í Lundarreykja- dal í Borgarfírði, f. 1. október 1897, d. í Reykjavík 18. júlí 1977, og Þórð- ur Frímannsson, f. á Kvíslarhóli á Tjömesi 24. febrúar 1896, d. 18. mars 1931 á Akranesi. Þau gengu í hjónaband 11. febrúar 1928 í Vest- mannaeyjum. Elías var frumburður þeirra. Guðrún var dóttir Magnúsar Gunnlaugssonar og Elíasbetar Gísla- dóttur, en þau bjuggu að Iðunnar- stöðum í Lundarreykjadal. Þau eign- uðust níu böm, sjö dætur og tvo sonu. Magnús lést fyrir aldur fram en Elísabet hélt áfram búskap með bömum sínum, einkum mun eldri sonur hennar, Árni hafa verið stoð hennar og stytta. Þau hjónin voru bæði af grónum borgfirskum ættum. Þórður heitinn var þingeyskrar ættar úr Fjörðum norður. Hann missti ungur móður sína og ólst upp á Húsavík. Hann fór snemma að vinna fyrir sér á ýmsum stöðum í Þingeyjarsýslu, m.a. á Langanesi austur. Síðar fór hann ásamt bræðr- um sínum Þorgeiri og Má til Vest- mannaeyja og stundaði sjómennsku þaðan. Guðrún og Þórður undu sér ekki lengi í Eyjum, en fluttust með Elías komungan til Akraness og settust þar að. Þá höfðu þegar nokkrar af systrum Guðrúnar sest að á Akra- Ég þakka Sveinjóni samfylgdina og færi aðstandendum hans samúð- arkveðjur. Guðmundur Axelsson. í dag, föstudaginn 15. janúar, er kvaddur hinstu kveðju bemskuvin- ur, Sveinjón Ingvar Ragnarsson, sem lést aðfaranótt 8. janúar þessa mánaðar eftir erfíða sjúkralegu. Á fögm júlíkvöldi síðastliði sum- ar komum við saman nokkrir æsku- félagar. Tilefnið var að einn úr gamla „genginu", sem búsettur var erlendis, var í heimsókn. Það er af sem áður var þegar við félagamir vomm saman hveija stund sem gafst. Nú líða mánuðir og jafnvel ár án þess að við hittumst nokkuð sem heitið getur. Á stundu sem þessari saknar maður þess að hafa ekki notað tímann betur til sam- vera. Það var ekki að því að spyija, áður en löng stund var liðin var eins og við félagarnir hefðum hist síðast í gær. Minningamar frá æskuámm, ljúfar sem ljúfsárar, ógleymanleg uppátæki, atvik, sprell og saklaus prakkarastrik vom aðal- umræðuefnið. Eitthvað vom menn einnig að tala um gamlar „kær- ustur“ og það var ekki laust við trega í röddinni. Já, umræðuefnin vora óteljandi. En kvöldstundin sem við áttum leið hratt. Kannski hrað- ast fyrir Denna. Sumar minningar og atburðir þessara liðnu ára em þess eðlis að það er ekki til neins að setja þær á blað, sumpart vegna þess að þær era svo persónulegar, en umfram allt vegna þess, að sá sem var ekki þátttakandi í atburðunum gæti ekki skynjað innihald minninganna. í hæsta lagi misskilið allt saman. Þegar samvem okkar lauk þetta kvöld og kveðjustundin rann upp var okkur enn betur ljóst en áður að hreysti, gáski og áhyggjuleysi æsku og unglingsáranna verður ekki hlutskipti okkar aftur nema í minningunni. Þessi kvöldstund verður okkur þó væntanlega dýr- mætust vegna þess að þrátt fyrir að leiðir okkar hefðu ekki legið saman í mörg ár og stundum slest upp á vinskapinn þegar við vomm strákar, þá var traust vinátta æsku- áranna enn til staðar. Það fór ekki á milli mála. Denni naut þess í ríkum mæli nesi og stofnað heimili. Trúlega hef- ur það átt sinn þátt í búferlaflutn- ingi þeirra Guðrúnar og Þórðar. Síð- ar fluttust öll Iðunnarstaðasystkinin til Akraness og þar andaðist Elísa- bet móðir þeirra í hárri elli. Guðrún og Þórður eignuðust annan son 9. maí 1930. Guðrún naut skamm- vinnra samvista við mann sinn, en hann lést af slysföram 18. mars 1931. Hún stóð því ein uppi með synina unga og bar þriðja bam þeirra hjóna undir belti. Yngri bróð- irinn var skírður við kistu föður síns og hlaut nafn hans. 19. júlí 1931 fæddi Guðrún stúlkubarn, heilbrigt og þroskavæn- legt. Telpan var skírð Gunnþóra í höfuð foreldra sinna og er sú gift þeim er þessar línur ritar. 9. janúar 1932 lést Þórður litli á sóttarsæng. Með skömmu millibili var því tvisvar höggvið í sama kné- mnn. Guðrún lét samt ekki bugast. Með æðmleysi, þrautseigju og ein- stökum dugnaði tókst henni að búa bömum sínum gott heimili. Hún keypti Bmnnastaði, lítið hús, sem enn stendur við Laugarbraut á Akra- nesi. Þar bjó hún vel að bömum sín- um. Guðrún lagði fyrir sig pijóna- skap, enda mjög vel verki farin, vandvirk og smekkvís. Þannig gat hún aflað sér tekna meðan bömin vom ennþá ung og þurftu hennar mest með. Þess utan vann hún mik- ið í físki og önnur tilfallandi störf utan heimilis. Hún komst jafnan bærilega af, þó að ekki væri hún kröfuhörð fyrir sjálfa sig, en gerði þeim mun meira fyrir bömin sín. Þama komu mannkostir Guðrúnar glöggt í ljós, þótt hún léti ekki mik- ið yfir sér. Systkinin nutu því góðrar bemsku miðað við þeirra tíma kröf- ur. Þau vora jafnan hraust og táp- mikil. Milli þeirra systkina hefur ætíð ríkt ást og eindrægni, sem aldr- ei hefur borið skugga á. að hitta „strákana“. Það var hlegið og gantast með spaugileg atvik löngu liðinna daga. Skömmu síðar sagði hann mér og öðmm félaga að þrátt fyrir að vera þjáður þetta kvöld þá vildi hann ekki fyrir nok- um mun hafa misst af því. Ljósmyndir og myndbönd þau sem tekin vora þetta kvöld verða okkur dýrmæt minning um ánægju- lega stund og góðan félaga. Denni var yngstur fjögurra barna þeirra hjóna, Önnu H. Guðmunds- dóttur húsmóður og Ragnars Þ. Guðmundssonar skipstjóra. Þau höfðu slitið samvistir þegar við kynntumst Denna en þá bjó hann með móður sinni og Hafliða Jónssyni, stjúpa sínum. Anna og Hafliði höfðu alveg sér- stakt umburðarlyndi gagnvart okk- ur strákunum og alltaf stóðu þeirra dyr okkur opnar, auk þess sem þau gáfu sér tíma til að ræða og leysa vandamálin sem upp komu. Anna dvelst nú á Hrafnistu en Hafliði lést fyrir nokkmm ámm. Á þessum árum kynntumst við líka vel systur Denna, Kiddu, og hennar fjölskyldu en hún hafði líka sérstakt lag á að gera gott úr öllum vandamálum. Við æskufélagarnir, sem áttum Denna að vini, minnumst hversu hann var einstaklega ljúfur félagi og glaðlyndur. Ekki skorti hann skapfestu og áræðni þegar þess Elías var móður sinni góður sonur og einkar nærgætinn við systur sína. Strax og kraftar leyfðu tók hann að leggja heimilinu Iið. Hann fór ungur í sveit á sumrin og stundaði skyldunám sitt á veturna. Um leið og aldur leyfði, hóf hann akstur bif- reiða og starfaði við það hjá Kaupfé- laginu á Akranesi. Fljótlega tóku við verslunarstörf, lengst af í matarbúð Kaupfélagsins. Á þeim ámm voru slík störf erilsöm og vinnudagurinn ekki alltaf frá kl. níu til sex. Oft var þörf afgreiðslu utan þess tíma eins og nærri má geta í verstöð eins og Akranes var á þeim ámm. Mágur minn var ekki sporlatur og vildi, ef hann var þess megnugur, hvers manns vanda leysa, hvemig sem á stóð. Elías kvæntist 14. apríl 1952 Hrefnu Daníelsdóttur, dóttur Daní- els Vigfússonar og Sigrúnar Sigurð- ardóttur, kunnra hjóna á Akranesi. Þau Hrefna reistu sér hús við þurfti með. Þessi einkenni hans skipuðu honum strax í sess sem foringja í „hópnum". Því fór heim- ili hans ekki varhluta af því að vera „miðstöð“ hópsins. Hlutskipti okkar sem unglinga var dæmigert fyrir þá tíma sem vom og mundu kallast forréttindi í dag. Að vera tekinn fullgildur vinnukraftur 12 ára gamall í sumar- vinnu og ekki bara það heldur geng- ið eftir því við mann að mæta strax til vinnu þegar skólanum lauk á vorin. Ég man að Denni byijaði mjög ungur að vinna í fískvinnu á sumr- in hjá ísbiminum úti á Seltjarnar- nesi og síðar í byggingarvinnu. Um tíma var hann til sjós með föður sínum en þó lengst af með bróður sínum, honum Didda. Á þessum ámm var vinnutíminn langur og þegar vinnunni lauk þá var oft far- ið í fótbolta. Nú spyr maður sjálfan sig: „Hvernig gat ég þetta?“ Svona liðu unglingsárin, ekki alltaf áfalla- laust og ásamt mörgu sem ekki verður rakið hér. Svo tók alvara lífsins við. Sam- verastundimar urðu strjálli, „strák- arnir“ fóru að stofna heimili með „stelpunum" og árin liðu. Allt í einu spyr maður sjálfan sig: „Hvenær hófst þetta allt saman? Hvenær kynntumst við?“ Jú, fyrir 35-40 ámm. í minningunni eru árin ekki svona mörg að manni fínnst. Denni lærði til þjóns hjá bróður sínum, Ragnari, og gerði þjóns- starfíð að ævistarfí. Mestallan starfstímann hefur hann starfað fyrir þá feðga, Þorvald Guðmunds- son og Skúla á Hótel Holti. Fjölda- mörg ár var hann yfirþjónn á Hótel Holti og síðust árin gegndi hann starfí aðstoðarhótelstjóra. Ég held að það sé ekki ofsagt eða fullyrt um of að hann hafí sinnt þessum störfum af trúmennsku og kost- gæfni. í starfí sínu sem veitingamaður tel ég að allir bestu kostir Denna hafí notið sín. Hressilegt og vina- legt viðmót, góðlegt bros og vilji til að gera öllum til hæfís. Á tímamótum sem þessum, þegar æskuvinur og góður félagi er kvaddur um aldur fram, er ekki laust við það að maður hugsi til þess hvað það er sem skapar mönn- um örlög. Og maður á engin svör sem geta svarað áleitnum spurning- um sem kom upp í huga manns. Laugarbraut, skammt frá gömlu Bmnnastöðum. Þar ólust börn þeirra upp. Þau em: Þórður, f. 31. okt. ’51, prentsmiðjustjóri á Akranesi, kvæntist Sólveigu Éinarsdóttur, þau slitu samvistir. Barn þeirra: Einar Már, f. 4. jan. ’74. Seinni kona hans er Hrönn Ríkharðsdóttir, f. 5. jan. ’54 kennari, dóttir þeirra Ragnheið- ur, f. 12. des. ’84. Sigrún, f. 7. júní ’53, bankafulltrúi á Akranesi, maki: Jón Atli Sigurðsson, f. 19. des. ’54, verkstjóri. Börn: Ella Þóra, f. 28. ágúst ’75, Sigurður Mikael, f. 15. júní ’83. Frímann Smári, f. 18. febr. ’56, sjómaður á Akranesi, kona Guðný Tómasdóttir, f. 28. sept. ’62, húsfreyja. Börn þeirra eru: Sigur- þór, f. 12. nóv. ’82, Linda Sif, f. 1. apríl ’87, og Eydís, f. ’91. Hrafn Elvar, f. 27. des. ’58, sjómaður á Akranesi, kona Brynhildur, f. 29. jan. ’79. Elías Frímann, f. 26. febr. ’80. Seinni kona Hrafns er Ágústa Friðriksdóttir, f. 27. apríl ’67, ljós- myndanemi, barn: Karitas 16. maí. ’88. Daníel Rúnar, f. 13. júní ’61, deildarstjóri, Akranesi. Kona: Halla Ingólfsdóttir, f. 23. júní ’62, hús- freyja. Börn þeirra: Hrefna, f. 16. apríl ’82, Kári, f. 23. júlí ’85. Aron, f. 11. sept. ’88. Elías eignaðist barn með Önnu Þorleifsdóttur: Elías Rún- ar, f. 9. febr. ’49, málarameistari, kona: Kolbrún J. Sigurðardóttir, f. 12. des. ’49. Börn þeirra: Guðmund- ur Arnar, f. 31. des. ’68, hann á einn son með Sigríði Geirsdóttur. Anna María, f. 11. jan. ’70, Daníel Viðar, f. 17. jan. ’75. Á þessum árum, eins og jafnan, vann Elías mikið. Þegar hann lét af störfum hjá Kaupfélaginu, hóf hann að vinna hjá Sláturfélagi Suðurlands á Akranesi. Alltaf jafn verkfús og vinnuglaður. Fyrir 25 ámm sneri Elías við blað- inu, hvað atvinnu áhrærði. Hann hvarf alfarið til sjós. Gerðist mat- Elías Magnús Þórð- arson — Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.