Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 21 Loftárás bandamanna á eldflaugaskotpalla, loftvarnastöðvar og ratsjárstöðvar í suðurhluta fraks Arabaþjóðir saka Vesturveldin um tvöfalt siðgæði Vilja að ísraelum og Serbum verði einnig refsað fyrir brot á samþykktum SÞ Nikosiu, Bagdad, Washington, London, New York, Moskvu, Amman. Reuter. TALSMENN bandamanna segja að flugfvélar þeirra hafi varpað sprengjum á átta fasta eldflaugaskotpalla, nokkrar færanlegar loft- varnastöðvar og ratsjárstöðvar í suðurhluta íraks á miðvikudag og segja Bandaríkjamenn að 50% búnaðarins hafi að líkindum verið eyði- lögð. Ekki er fyllilega búið að meta árangur aðgerðanna. írakar segja að 19 manns hafi fallið og 15 særst en ekki er vitað til að bandamenn hafi orðið fyrir nokkru tjóni. Flugmennirnir sögðu að lítið hefði ver- ið um varnir, eitthvað var þó skotið af loftvarnabyssum í Basra. Sljórn- völd í Bagdad fullyrða að fjöldi húsa óbreyttra borgara hafi skaddast í árásinni sem beinst hafi að úthverfum hafnarborgarinnar Basra auk hernaðarmannvirkja. Flest ríki heims styðja aðgerðir bandamanna en í mörgum arabaríkjum er þeim þó mótmælt og Vesturveldin sökuð um tvöfalt siðgæði; Serbum og ísraelum sé leyft að brjóta gegn sam- þykktum SÞ en írökum ekki. Blöð stjórnar Saddams Husseins fögnuðu miklum vamarsigri, óvinirn- ir hefðu ekki náð takmarki sínu. Heitið var að árásanna yrði hefnt og mótmælt sem fyrr ákvörðun ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem banna írökum flug yfir syðstu og nyrstu héruðum landsins. Lawrence Eagleburger, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, spáði því í gær að Saddam Hussein myndi reyn- ast verðandi Bandaríkjaforseta, Bill Clinton, erfiður ljár í þúfu eins og George Bush forseta. Er spurt var hvort írakar mættu gera ráð fyrir fleiri árásum svaraði ráðherrann að það færi eftir framferði Saddams þar til stjómarskiptin verða í Bandaríkj- unum 20. janúar. Dick Cheney varn- armálaráðherra tók í sama streng. í viðtali sem stórblaðið The New York Times tók við Clinton og birtist í gær sagði hann að ekki mætti gefa Sadd- am í skyn að stjórn demókrata myndi taka vægar á ögrunum íraka en repúblikanar. Sagðist hann ekki vera gagntekinn af íraska forsetanum og gæti ímyndað séð betri samskipti við Saddam ef írakar hlíttu samþykktum SÞ. Clinton bætti jafnframt við að hann útilokaði ekki að hefja á ný landhemað gegn Saddam ef það reyndist nauðsynlegt til að knýja fram hlýðni við SÞ. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Dana sem nú em í forsvari fyrir Evrópubandalagið, sagði bandalagið styðja stefnu Vesturveld- anna þriggja á Persaflóa eindregið; íraksstjórn hefði beinlínis beðið sjálf um refsingu með framferði sínu. Þjóðveijar og Japanar sögðu aðgerð- imar eðlilegar vegna brota íraka á vopnahléssamningnum. Boutros Bo- utros Ghali, framkvæmdastjóri SÞ, lýsti einnig stuðningi við aðgerðir bandamanna og slíkt hið sama gerði stjórn Rússlands en harðlínumenn á þingi í Moskvu hyggjast ræða álykt- un þar sem árásin er fordæmd og lagt til að Rússar dragi herskip sín á brott frá Persaflóa. Fimmta ríkið sem á fast sæti í öryggisráðinu auk Vesturveldanna og Rússlands, Kína, harmaði að ástandið hefði versnað á svæðinu og hvatti stjórnvöld í Bagdad til að fara að fyrirmælum SÞ. Vesturveldin sökuð um tvöfeldni Viðbrögð í arabaheiminum og meðal annarra múslimaþjóða voru misjöfn. Kúveitar sögðu að hættan væri ekki úr sögunni fyrr en Saddam hefði verið steypt en Saudi-Arabar, sem lögðu til flugvelli fyrir flestar árásarvélanna, tjáðu sig ekki um málið og sama var að segja um Tyrki. Sýrlendingar og Egyptar, sem börð- ust með bandamönnum 1991, lýstu áhyggjum sínum vegna framvindu mála. Hinir fyrrnefndu lýstu and- stöðu við aðgerðirnar þótt þeir for- dæmdu sem fyrr stefnu Saddams. Stjórnvöld í Jórdaníu gagnrýndu Saddam en sögðu jafnframt að Irak- ar hefðu fullnægt langflestum vopna- hlésskilmálum SÞ. Þess vegna væri óskiljanlegt að írakar væru beittir slíkum þrýstingi en ísraelar og Serb- ar, sem hundsuðu ákvarðanir SÞ, fengju að komast upp með það. Jórd- aníumenn veittu Irak hlutleysisst- uðning í átökunum 1991. Margir óbreyttir borgarar í arabalöndum tóku undir þessar ásakanir í garí vestrænna þjóða um tvöfalt siðgæði. íranar fordæmdu árásina en sögðu jafnframt að Saddam ætti sjálfur sök á þrengingum fraka. Pakistanar fóru fram á fund í öryggisráði SÞ til að ræða málefni íraka, einkum með til- liti til þess að aðildarþjóðum samtak- anna mætti ekki mismuna og öllum væri gert að hlíta samþykktum ör- yggisráðsins. Honecker fagnar sigri Erich Honecker, fyrrverandi leið- togi Austur-Þýskalands, kom í gær til Chile. Hann fékk frekar kaldar kveðjur í þýskum fjölmiðl- um í gær. „Ömurlegur maður kveðinn," sagði til að mynda blað- ið Bild í fyrirsögn. Skýrðu nokkur blöð frá því að í ferðasjóð Honec- kers væru um 700 þúsund mörk er hann hefði fengið að gjöf frá ýmsum velunnurum, þar á meðal Yasser Arafat, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínu, PLO. Honec- ker var sleppt úr fangelsi á mið- vikudag eftir að kærur á hendur honum um manndráp og spillingu höfðu verið felldar niður. Hann þjáist af krabbameini og er dauð- vona. í Chile biðu hans eiginkonan Margot og dóttirin Sonja. Reuter Eric Honecker skoðar fjöl- skyldumyndir í flugvél á leið til Chile. UTSAl SKOTMORKIN I IRAK Vélamar réðust á ratsjárstöðvar og tasta eld- flaugapalla I Tallil, Amara, Najal og al-Samawah, einnighreylanlega palla við Tallil og Basra EGLA bréfabindi SÖLUAÐILAR Reykjavík Bókabúðin Grafarvogi, Hverqfold 1-3. Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla 7 - 9. Bókabúð Æskunnar Laugavegi 56. Bókahomið Laugavegi 100. Penninn, AusturstrœtL Penninn, Hallarmúla. Prentsmiðjan Oddi, söludeild, Hpfðabakka 3 - 7. Skólavörubúðin, Laugavegi 166. Versl. Björn Kristjánsson, Vesturgötu 4. Akranes Bókaskemman, Stekkjarholti 8 -10. Bókaverslunin Andrés Nielsson. Bíldudalur Verslunin Edinborg hf. Grindavík Bókabúð Grindavíkur, Víkurbraut 62. Egilsstaðir Bókabúðin Hlöðum, Fellabæ. Eskifjörður Pöntunarfélag Eskfirðinga, Strandgötu 50. Múlalundur Vinnustofa SÍBS Slmar: 628450 688420 688459 Fax 28819 Grundarfjörður Hrannarbúð, Hrannarstíg 5. Hcllissandur Verslunin Gimli, Sncpfellsási 1. Húsavík Örk, offsetstofa Héðinsgötu 13. ísaijörður Bókaverslun Jónasar Tómassonar, Hgfharstræti 2. Keflavík Bókabúð Keflavlkur, Sólvallagötu 2. Nesbók, bóka og ritfangaverslunin Hafnargötu 36. Neskaupstaður Nesprent, Nesgötu 7a. Raufarhöfn. Bókabúðin Urð, Tjarnarholti 9. Sauðárkrókur Bókabúð Brynjars, Skagfirðingabraut. Sigluíjörður Verslim Sig. Fanndal, Eyrargötu 2. Stöðvarfjörður Bókaverslun Guðmundar Bjömssonar, Vengi. Kópavogur Hvellur hf. Smiðjuvegi 4c.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.