Morgunblaðið - 15.01.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 15.01.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 Matvæli og neysluskattar eftir Jóhannes Gunnarsson Talsverð umræða hefur orðið að undanförnu um þá ákvörðun stjóm- valda að lækka endurgreiðslur virð- isaukaskatts á nauta-, svína-, hrossa- og kjúklingakjöti, auk eggja. Neytendasamtökin mótmæltu þess- um fyrirætlunum stjómvalda harð- lega þegar í byijun desember, eink- um af eftirfarandi ástæðum: 1. Samtökin telja að stilla beri skattlagningu á matvæli og aðrar nauðsynjar mjög í hóf. Samtökin hafa mælt með því að komið verði á tveggja þrepa virðisaukaskatti, og telja að matvömr ættu þá umfram allt annað heima í lægra þrepinu. 2. Ákvörðun stjómvalda ógnar því jafnvægi sem ríkt hefur í verðlags- málum og hefur gert neytendum kleift að veita seijendum vöm og þjónustu nauðsynlegt aðhald. 3. í ákvörðuninni felst grófleg mismunun samkeppnisgreina, þar eð lambakjöt á áfram að búa við sömu styrki og niðurgreiðslur. Það er ekki hlutverk stjómvalda að stjóma því hvað lendir á matardisk- um landsmanna. Villandi upplýsingar Skiljanlegt er að margir eigi erf- itt með að átta sig á hvaða áhrif ákvörðun stjómvalda hefur á ofan- greindar vörategundir. Framleiðend- ur hafa haldið því fram að þörf sé á 10-15% hækkun, fjármálaráðu- neytið taldi hækkunarþörfina mun minni. Þegar farið var að skoða málið nánar kom í ljós að báðir aðil- ar höfðu nokkuð til síns máls. Hér var ekki eingöngu um að ræða hækkun vegna lægri endurgreiðslu virðisaukaskatts eins og skilja mátti á framleiðendum í upphafi umræð- unnar. Einnig var um að ræða áhrif gengisfellingar í desembermánuði, en framleiðendur svína, kjúklinga og eggja nota innflutt fóður að mestu leyti í framleiðslunni. Þess ber þó að geta að hækkun nauta- kjöts um rúm 13% stafar eingöngu af lækkun á endurgreiðslu virðis- aukaskatts. V erðbólgndraugurinn Ekki er að undra þótt almenning- ur hrökkvi í kút þegar rætt er um allt að 10-15% hækkun á nokkmm mikilvægum matvörum. Með þeim stöðugleika sem ríkt hefur um tals- vert skeið hefur neytendum verið gert kleift í fyrsta sinn í mörg ár að fylgjast með verðlagi og að veita það aðhald sem nauðsynlegt er. Því er það ekkert undranarefni að hækk- unartölur sem þessar skapi umræðu. Raunar má segja að gengisfelling- in í desember hafi verið fyrsta skref- ið í burt frá stöðugleikanum, enda ekki enn fyrirséð hvaða afleiðingar hún mun hafa á verðlag í landinu. I þessari umræðu hafa Neytenda- samtökin lagt áherslu á að framleið- endur og seljendur fari sér hægt í verðákvörðunum. Við höfum bent á að verið sé að létta sköttum af fyrir- tækjum og að taka verði tillit til þess. Á sama tíma er skattbyrði heimilanna aukin og ráðstöfunar- tekjur þeirra skertar. Því má búast við að neytendur muni í auknum mæli sniðganga þær vörar sem hækka mikið. Þetta verða menn að hafa í huga við verðákvarðanir sín- ar. Að mati Neytendasamtakanna er það afleit ákvörðun hjá stjórnvöld- um að hækka skattaálögur á nauð- synjavörur á sama tíma og kaup- máttur heimilanna dregst saman. Raunar er enn ekki að öllu leyti fyrirséð hvaða áhrif aðgerðir stjórn- valda muni hafa til verðhækkunar á viðkomandi vöram. Framleiðendur kjúklinga, svína og eggja hafa ekki treystsér til þess vegna samkeppnis- stöðunnar að taka umrædda hækkun inn nema að hluta. Og Neytenda- samtökunum er kunnugt um eggja- framleiðanda sem ekki ætlar að hækka. Neytendasamtökin hafa í mál- flutningi sínum að undanförnu hvatt framleiðendur og seljendur til að fara sér hægt í verðhækkunum. Jafnframt teljum við að nú sé enn mikilvægara en áður að neytendur veiti þessum aðilum nauðsynlegt aðhald. Enn fremur höfum við mót- mælt því þegar stjórnvöld hafa með aðgerðum sínum staðið fyrir aukn- um skattaálögum á nauðsynjavörar. Yfirlýsing verðlagsstjóra í Morgun- blaðinu 7. janúar síðastliðinn um að Neytendasamtökin séu að ógna stöð- ugleikanum í verðlagsrhálum með málflutningi sínum er með öllu óskiljanleg. Hækkar nautakjöt enn meir? Af þeim vörum sem nefndar hafa verið hér, hefur nautakjöt hækkað mest. Þó er engan veginn ljóst hvort þessi hækkun verði látin nægja. í desembermánuði gerðu kúabændur og sláturleyfishafar með sér sam- komulag um að flytja út á mjög lágu verði 350 tonn nautakjöts, en nú er offramboð á þessu kjöti. Að auki gerir samkomulagið ráð fyrir að kjöt úr verðminnl flokkum verði urðað. Til að fjármagna þetta á að safna í verðmiðlunarsjóð sem nemur 5% af heildsöluverði og jafnframt er hvatt til að afslættir sem gengið hafa til kjötvinnslna og verslana verði að mestu aflagðir. Talsverð umræða varð um þessa afslætti í nóvembermánuði, eftir að könnun Verðlagsstofnunar leiddi í ljós að þessir afslættir skiluðu sér í mjög takmörkuðum mæli í verði til neytenda. Neytendasamtökin og kúabændur mótmæltu þessu harð- lega og kröfðust þess að afslættirnir kæmu fram í lækkuðu verði til neyt- enda. Árangurinn varð sá að í des- ember skiluðu afslættirnir sér til neytenda. Nú vilja kúabændur og sláturleyf- ishafar hins vegar taka þá af eins og mögulegt er, svo íslenskir neyt- endur geti greitt niður útflutning og urðun nautakjöts. Ljóst er að ef þetta verður að veruleika er ástæða til að óttast enn meiri hækkun nau- takjöts til neytenda. Kúabændur verða eins og aðrir framleiðendur að gera sér grein fyr- ir að takmörk eru fyrir því hvað við neytendur getum látið bjóða okkur. Ég minni á að kjötneysla hér innan- lands hefur dregist mikið saman undanfarin ár. Og það er margt fleira en kjöt og fiskur sem borða má. Vilji kjötframleiðendur draga enn úr neyslu á framleiðsluvöru sinni, þá hlýtur leiðin að vera sú að hækka verðið ótæpilega. Útflutningsbætur löglegar? Það er huggun harmi gegn, að landbúnaðarráðherra setti það skil- yrði, að ríkja yrði algert samkomulag allra framleiðenda og sláturleyfis- hafa til þess að innheimta verðmiðl- unargjalds á nautakjöt yrði heimil- uð. Við skulum vona að einhver verði til að hindra það að samkomulagið haldi, enda geta neytendur á engan hátt sætt sig við samkomulag eins og þetta. Raunar hljóta Neytendasamtökin að kanna, verði þessar útflutnings- bætur að veruleika, hvort þetta standist lagalega, enda kveðið á um það í búvörusamningi að útflutnings- bótum skuli hætt. Það getur vart skipt hér máli hvort peningarnir til að greiða útflutningsbæturnar komi frá almenningi í formi skatta eða úr matarbuddunni eins og kúabænd- ur hafa nú í huga. Við teljum ekki síst alvarlegt að með ákvörðunum sínum mismuna stjómvöld samkeppnisvörum gróf- lega. Þannig á að hækka nauta-, Jóhannes Gunnarsson „Full ástæða og rök eru fyrir því að matvælin, sem eins og áður sagði eru oftar en ekki á mjög háu verði hér, beri engan virðisauka- skatt. Samtökin eru fús til samstarfs við aðra hagsmunaaðila um þetta markmið.“ kjúklinga-, svína- og hrossakjöt, en lambakjötið á áfram að búa við sömu styrki og óbreytt verð. Stjórnvöld ætla enn að reyna að ráðskast með það hvað lendir á matardiskum okk- ar. Blessað lambið skal ofan í okk- ur, með illu ef ekki næst árangur á annan hátt. Framleiðendur annarra kjötteg- unda hljóta að velta því fyrir sér hvort mismunun af þessu tagi stand- ist jafnræðisreglu stjórnarskrárinn- ar. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.