Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 5 Heilsustofnun NLFI í Hveragerði Þjónustugjöld innheimt fyrir 130 af 160 rúmum HEILSUSTOFNUN Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði hef- ur fengið heimild heilbrigðisráðuneytisins til að taka daggjöld af 130 rúmum af þeim 160 rúmum sem eru á stofnuninni. Að sögn Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Heilsustofnunarinnar, þarf um 50 milljónir króna á þessu ári til að brúa bilið milli framlags ríkisins og áætlaðs rekstrarkostnaðar. Gjaidið sem tekið hefur verið upp er 1.300 til 1.500 kr. á sólarhring fyrir 80 rúm, en 1.000 til 1.200 kr. fyrir 50 rúm. A fjárlögum er gert ráð fyrir að Heilsustofnun NLFI fái 191 milljón króna til rekstrarins á þessu ári og 12,5 milljónir til framkvæmda, eða samtals 203,5 milljónir. Að sögn Árna Gunnarssonar er þetta um 50 milljónum króna lægri upphæð en reksturinn kostaði á síðasta ári. Nýtt dómhús Hæstaréttar Ríkíð leitar til borgar- yfirvalda BORGARRÁÐI hefur borist bréf frá fjármálaráðuneyti og dóms- málaráðuneyti, þar sem óskað er eftir viðbrögðum og viðhorfi borgaryfirvalda til nýtingar á lóðinni við Lindargötu 2, undir dómhús Hæstaréttar. Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar formanns skipulagsnefndar, er gert ráð fyrir að dómhúsið verði milli 1.800 til 2.000 fermetrar að stærð. Erindinu var vísað til um- sagnar skipulagsnefndar, sem mun taka það fyrir á mánudag. „Við urðum því að leita einhverra leiða til að reka hér þessi 160 rúm, og varð niðurstaðan sú að okkur er heimilað að taka daggjöld fyrir 130 rúm. Gjaldið fer nokkuð eftir því hvar viðkomandi rúm eru í þess- ari stóru stofnun, og þannig verða dýrustu gjöldin 1.500 kr. á sólar- hring, en þau ódýrustu 1.000 kr. Hæsta gjaldið er þó hundrað krón- um lægra en það gjald sem tekið var fyrir 60 endurhæfingarrúm á síðasta ári,“ sagði Árni. Hann sagði að þau 30 rúm sem verða án gjaldtöku væru svokölluð endurhæfingarrúm, sem einkum væru ætluð því fólki sem þyrfti á mikilli endurhæfingu að halda eftir aðgerðir eða vist á sjúkrahúsum. Árni sagði að miklar breytingar hefðu verið gerðar að undanförnu á ýmsu í rekstri Heilsustofnunar NLFÍ án þess að horfið hefði verið frá upprunalegum markmiðum náttúrulækninga um hverskonar forvarnir með réttu mataræði, góðri hreyfingu og skynsamlegu lífemi. „Það sem kannski er nýmæli í þessum samningi sem gerður er við ráðuneytið er að hann gildir í raun og veru til fimm ára. Við erum þannig búin að fá ágætiseinkunn hjá heilbrigðisyfírvöldum vegna þeirra breytinga sem hér hafa verið gerðar, og það er gefið undir fótinn með að þetta samstarf geti varað í að minnsta kosti fímm ár,“ sagði Árni. hjá H.K. þjónustunni, Smiðjuvegi 4B, Kópavogi (bak við Bónus), laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. janúarfrá kl. 10-17. Komið og sjáið frábæra sleða á frábæru verði. POLARIS EINKAUMBOÐ A ISLANDI: Hjólbarðaþjónustan, Undirhlíð 2, Akureyri. Umboð á Suðurlandi: H.K. þjónustan, Smiðjuvegi 4B, Kópavogi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.