Morgunblaðið - 15.01.1993, Side 7

Morgunblaðið - 15.01.1993, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANUAR 1993 Álagi á sængurkvenna- deildum verður mætt með rýmkun á kvennadeild ÁÆTLAÐ er að daglega verði 10-12 fæðingar á kvennadeild Land- spítalans fram að næstu mánaðamótum. Kristín Tómasdóttir, yfirljós- móðir, segir það þýða að mikið verði að gera en ólíklegt sé að jafn hár toppur verði í fjölda fæðinga eins og í byrjun janúar. Ohætt er að segja að þá hafi verið þröng á þingi á báðum sængurkvennadeild- um spítalans. Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, segir að sótt hafi verið um heimild til að reka aðra sængurkvennadeildina á fæðingarheimilinu en því hafi verið synjað af fjárlaganefnd. Hann segir að sjálfsagt verði eina færa leiðin til frambúðar sú að rýma til á kvennadeildinni. Kristín segir að þessi toppur í fæðingum hafi staðið yfir í 4 daga, 4., 5., 6. og 7. janúar, og hafi 59 konur fætt á deildinni á þeim tíma. Flestar voru fæðingarnar, 19 tals- ins, 5. janúar. Áðspurð um framhaldið þennan mánuð sagði Kristín að samkvæmt upplýsingum frá mæðraskoðun mætti búast við að 254 fæðingar yrðu á deildinni í janúar. Við þá tölu væri svo óhætt að bæta 30-40 fæðingum. Af þeim væru 110 búnar (þ.e. á þriðjudag) og því mætti bú- ast við 170-180 fæðingum fram að mánaðamótum. Kristín sagði að um þessar mund- ir færu um 10-12 fæðingar fram á spítalanum á dag og mætti búast við að fjöldi fæðinga yrði svipaður út mánuðinn. Hún sagði að þetta þýddi að mikið væri að gera en ólík- legt væri að jafn hár toppur yrði í fjölda fæðinga eins og í byrjun mán- aðarins. Slíkt væri þó aldrei hægt að útiloka. Næst besti kosturinn Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri ríkisspítalanna, segir að stjórnar- nefndin hafi farið þess á leit við fjár- laganefnd Alþingis að henni yrði heimilt að reka aðra sængurkvenna- deild spítalans í húsnæði fæðingar- heimilisins til að rýmka um en það hefði ekki verið samþykkt. „Sjálf- sagt verður eina færa leiðin til fram- búðar sú að reyna að rýmka aðeins um á kvennadeildinni þannig að úr því húsi verði flutt öll önnur starf- semi en fæðingar og kvensjúkdóm- ar. Nú er hluti af göngudeild krabba- meinsdeildarinnar í húsinu og senni- lega verður niðurstaðan sú að reynt verður að finna þeirri starfsemi ann- an stað,“ sagði Davíð og bætti við að reynt yrði að hafa þjónustuna eins fjölbreytta og hægt væri þó svo hún yrði í sama húsinu. Hann sagði að auðvitað hefði ver- ið auðveldara að gera slíkt að veru- leika í tveimur húsum. Hins vegar væri fæðingarheimilið miðað við núverand stærð of lítið til þess að hagkvæmt væri að reka sjúkradeild þar, á heimilinu væru 9-10 rúm en þau þyrftu að vera álíka mörg og áður en fæðingarheimilið hefði verið minnkað eða um 20 sjúkrarúm. Davíð sagði að stjórnarnefndinni hefði þótt betri kostur að reka 20 rúma sjúkradeild í fæðingarheimil- inu en úr því fjárlaganefnd hefði ekki fallist á að hægt yrði að færa aðra sængurkvennadeild Landspítal- ans yfir á fæðingarheimilið væri verið að velja næstbesta kostinn með því að rýma til á kvennadeildinni. Erlendum laxveiðimönnum fjölgar á nýjan leik Eftirspurn fer vaxandi Bifreiðaskoðun íslands Horfur á 10-20 milljóna króna taprekstri í fyrra HORFUR eru á að 10-20 milljóna króna tap hafi orðið á rekstri Bif- reiðaskoðunar íslands hf. i fyrra, að sögn Karls Ragnars, forsljóra fyrirtækisins, en endanlegt uppgjör ársins liggur þó enn ekki fyrir. Þetta er í fyrsta sinn sem tap hefur orðið á rekstri Bifreiðaskoðunar íslands frá því starfsemi fyrirtækisins hófst fyrir fjórum árum síðan. „Ástæðan fyrir þessu er sú að við byijuðum starfsemina með því að erfa starfshætti Bifreiðaeftirlitsins þar sem tilkostnaður var allur mjög lítill. Við höfum svo haldið óbreyttri gjaldskrá, en þetta hefur orðið dýr- ari rekstur vegna byggingar skoðun- arstöðva og umfangsmeiri skoðana og núna erum við sem sagt komnir á þennan punkt. Við hyggjumst þó ekki snúa dæminu við með gjald- skrárhækkunum, heldur ætlum við að hagræða í rekstrinum," sagði Karl. Einn skoðunarstað í hverju kjördæmi Hann sagði að hagræðingunni ætti að ná með því að draga úr þeirri dreifðu þjónustu fyrirtækisins sem veitt hefði verið á landsbyggðinni, en þar hefði verið um arf frá Bifreiðaeftirlitinu að ræða. Þetta yrði gert með því að nálgast þau áform sem í upphafi hefðu verið sett um að skoða því sem næst á einum stað í hverju kjördæmi. Skoðunarstöðvar eru nú komnar í öll kjördæmi nema Norðurland vestra og á Reykjanes, en þar eru framkvæmdir hafnar við skoðunarstöð í Njarðvíkum sem áætl- að er að taka í notkun í vor. Áætlað- ur kostnaður við byggingu þeirrar stöðvar er 32,5 milljónir króna að sögn Karls. Einkaleyfi í ár Bifreiðaskoðun íslands hefur einkaleyfi á lögbundinni skoðun öku- tækja til 1. janúar 1994, en þá geta aðrir aðilar hafið þá starfsemi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem kveðið er á um í reglugerð um starfs- hætti þeirra sem annast lögbundna skoðun ökutækja. INNLEND eftirspurn eftir laxveiðileyfum virðist vera mikil eftir því sem Stefán Á. Magnússon stjórnarmaður hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur sagði í samtali við Morgunblaðið í vikunni, en stjórn og árnefndarmenn SVFR hafa verið að vinna úr umsóknum félagsmanna um veiðileyfi að undanförnu. „Þetta er mjög gott og við erum virkilega hressir,“ sagði Stefán. Stefán sagði ljóst að nokkur svæði myndu seljast upp þegar í fyrstu úthlutun, t.d. Elliðaárnar, Sogið fyrir löndum Alviðru og Syðri Brúar og aðalsvæðið í Hítará sem félagið býður nú í fyrsta sinn. Mikil sala er á ýmsum öðrum svæðum, svo sem i Norðurá, Ásgarðssvæðinu í Sogi og víðar. Þá væri ásókn útlend- inga í aðalveiðitímann í Norðurá mjög vaxandi. „Bestu fréttirnar eru kannski tengdar Norðurá. Þar var slæm nýting veiðileyfa í fyrra og erfiður rekstur, en nú er nær allur júlí farinn og aðeins örfáar stangir eru óseldar í júní og fyrstu daga ágúst,“ sagði Stefán. Fjölgun útlendinga Árni Baldursson leigutaki Laxár í Kjós tók í sama streng og sagði að fleiri erlendir veiðimenn yrðu á Morgunblaðið/gg A uppleið Eftirspurn eftir laxveiðileyfum fer vaxandi á ný, en veruieg verðlækkun hefur orðið. bökkum Laxár á komandi sumri en nokkru sinni fyrr. „Hreyfing á innanlandsmarkaðinum hefur verið lítil, en hefur þó tekið vel við sér að undanförnu," sagði Árni. Stefán sagði ljóst að veiðimenn virtu vel þá stefnu stjórnar SVFR að lækka verð veiðileyfa og í versta falli að halda verði óbreyttu. Eftirspurnin bæri vott um að slík þróun hafi verið nauðsynleg því mikill samdráttur hefði orðið á sölu veiðiieyfa á síðasta ári. Árni sagði það mikla framsýni landeigenda að semja við leigutaka um lægri verð en áður. 80% HýH 9te' STAÐGBElÐSLUftFSU GREIÐSLUKORTAWU A1IKLIG4RDUR MARKAÐUR VIÐ SUND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.