Morgunblaðið - 15.01.1993, Síða 9

Morgunblaðið - 15.01.1993, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15- JANÚAR 1993 9 TIL SÖLU EÐA LEIGU verslunar- og skrifstofuhúsnæði við Grensásveg 11. Upplýsingar í símum 78673 og 36164. SALA L E I G A 1» TIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, símar 19800 og 13072. Sófasett í áklæði, sófasett í leðri, hornsófar í leðri og fleira. • • VALHUSGOGN Ármúla 8, símar 812275 - 685375. HÍISGAGNA- ÚTSALA Ekkiloka- punktur í leiðara Tímans segir: „EES-samningurinn hef- ur verið staðfestur sem lög frá Alþingi. Undir ölium veiyulegum kring- umstæðum hefði hér ver- ið um lokapunkt í málinu að ræða en í þessu til- felli er ekki svo. Löng leið er eftir í þessu mál- efni hver sem þróunin verður. Þetta mál er við- kvæmt deilumál í þjóðfé- laginu eins og komið hef- ur fram í þjóðfélagsum- ræðu síðustu daga, bæði á Alþingi og meðal fólks- ins í landinu. Þrátt fyrir þessar deil- ur er eitt atriði sem nýtur nokkuð breiðrar sam- stöðu meðal þjóðarinnar. Það er að semja þurfi við Evrópubandalagið um viðskipti og flestir geta hugsað sér að gerður sé tvíhliða samningur við bandalagið. Það er allt eins vist að málin muni þróast svo. Það er ekki eftir neinu að bíða nú að leita eftir slíkum samningum. Því hefur verið lýst yfir af hálfu stjórnarliða í um- ræðum á Alþingi, m.a. af forsætisráðherra, að umsókn um aðild að EB sé ekki á dagskrá. Form- leg beiðni nú um tvíhliða viðræður um stöðu Is- lands í ljósi aðildarum- sókna annarra EFTA- ríkja mundi vega þungt til þess áð taka af skarið um að innganga í Evr- ópubandalagið komi ekki tÚ greina.“ Einnig segir leiðara- höfundur Tímans: „Það má benda á að Sjálfstæð- isflokkurinn vildi tvíhliða viðræður við EB þegar EES-samningamir hóf- ust. Alþýðubandalagið markaði stefnu um tví- hliða viðræður á mið- stjórnarfundi síðastliðið vor. Fyrir liggur tillaga til þingsályktunar frá formanni og varafor- manni Framsóknar- flokksins inn tvíhliða við- ræður. I ljósi þessa alls er það undarlegt að stjórnvöld skuli ekki nú Flokkslínurnar og EES í Staksteinum er litið í leiðara Tímans, Al- þýðublaðsins og DV um úrslit atkvæða- greiðslunnar um EES á Alþingi. Tíminn lætur ekki í Ijós álit á úrslitunum, en í tveim- ur síðarnefndu blöðunum er rætt um sinna- skipti flokksformanns Framsóknarmanna og hvernig flokkarnir greiddu atkvæði. þegar taka af skarið í þessu máli. Þannig væri hægt að draga úr ótta þjóðarinnar við að skref- ið sem stigið hefur verið með samþykkt EES- samningsins leiði okkur að endingu inn í Evrópu- bandalagið." Pólitískt holundarsár Steingríms 1 forystugrein Alþýðu- blaðsins á miðvikudag, undir fyrirsögninni „Sag- an og strandaglóparnir", er samþykkt EES á Al- þingi fagnað. Síðan segir þar: „Þrír flokkar klofn- uðu í málinu sem aðeins Alþýðuflokkurinn stóð heill og óskiptur að. Hlut- skipti framsóknarmanna er harla raunalegt. Stein- grímur Hermannsson lék þami stórpólitíska afleik að leggjast gegn samn- ingi sem hann ber einna mesta ábyrgð á. Það var í tíð ríkisstjómar Stein- gríms Hermannssonar sem þær samningaum- ræður hófust sem voru innsiglaðar af Alþingi í gær. Hann kaus að skipa sér í sveit nátttrölla og barðist með oddi og egg gegn EES. Það virðist löngum vera hlutskipti Framsóknarflokksins að vera á móti framtíðinni. Framsókn var á móti ál- samningunum á símun tima og flokkurinn lagð- ist gegn aðild íslands að EFTA. Steingrímur Her- mannsson, sem til skamms tima var óum- deildur foringi Fram- sóknar, er nú særður pólitisku holundarsári — sem hann veitti sér sjálf- ur.“ Síðar segir í Alþýðu- blaðinu: „Ólafur Ragnar Grímsson náði söguleg- um sáttum í EES-málinu við gamla flokkseigenda- arminn í Alþýðubanda- laginu. Þær sættir keypti hann að vísu því verði að leggjast gegn samn- ingi sem hann, sem fjár- málaráðherra síðustu ríkisstjórnar, átti mikinn þátt í. Og þótt tíma- bundnar sættir hafi nú tekizt með Ólafi Ragnari og andstæðingum hans í flokknum, mun hann sjálfsagt hugsa sig tvisv- ar um áður en hann býr sér náttstað undir sverði Svavars eða Hjörleifs. En EES-málið varð líka til þess að endanlega skildu leiðir Ólafs Ragnars Grímssonar og Birtingar, þess hóps innan Alþýðu- bandalagsins, sem hefur sýnt mest langlundargeð þessum helzta tækifæris- sinna íslenzkra stjóm mála.“ Framsókn með og á móti I leiðara DV á mið- vikudaginn stendun „Andstaðan gegn EES sýnist einkum hafa verið byggð á þjóðemislegum granni. Hér hafa togazt á þau öfl sem áður hafa háð marga hildi um tengsl okkar við erlendar þjóðir og alþjóðasam- skipti. Annars vegar þeir sem vilja tengjast nánari böndum við útlönd í við- skiptalegum, stjómsýslu- legmn og utanríkispóli- tískum málum. Hins veg- ar þeir sem óttast um örlög íslands út frá sjálf- stæði, menningu og for- ræði í einu og öllu. Er þar skemmst að minnast átakanna um aðildina að Nató og Efta, svo eitthvað • sé nefnt. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa jafnan verið í forystu fyr- ir hin fyrri öfl meðan Alþýðubandalagið hefur haft forystu um málstað hinna síðari. I umræðunni og afgreiðslunni á EES hafa aðeins tveir flokkar gengið óskiptir til leiks, Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag. Hjá Kvennalista og Sjálfstæð- isflokki hafa örfáir þing- menn skorizt úr leik, án þess þó að efazt verði um flokkspólitíska afstöðu þessara tveggja þing- flokka. Það er aðeins Framsóknarflokkur sem enn og aftur hefur hvorki getað haldið né sleppt og er bæði með og móti eftir þvi hvemig vindur blæs.“ Seinna segir leiðara- höfundur DV: „Mest mun- ar þar um afstöðu for- manns flokksins, Stein- gríms Hermannssonar, sem greiðir atkvæði gegn samningnum. Sú afstaða er því undarlegri og óskiljanlegri að Stein- grímur var forsætisráð- herra þegar viðræður við Evrópubandalagið hófust um EES. Það hefur og komið fram í umræðum á þingi að undanfömu að Steingrímur var ábyrgur fyrir þvi að taka upp við- ræður um gagnkvæmar veiðiheimildir en aftur þar er Steingrímur Her- mamisson með andóf gegn því samkomulagi sem tengist EES og kveð- ur á um skiptí á loðnu og karfa. Loks segir í leiðara DV: ,T>að er sá snúningur sem situr eftir þegar umræð- um um EES er lokið; póli- tískur hringlandi Stein- gríms Hermannssonar; tilraun hans til að fiska í gruggugu vatni. Stein- grimur ríður ekki feitum hestí frá þessari orrahrið. Framsóknarflokkurinn hefur veikt stöðu sína og enn einu sinni vakið at- hygli á þeim veikleika sín- um að geta hvorki haldið né sleppt." [ Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 Innlausnardagur 15. janúar 1993. 1. flokkur 1991 Nafnverð: 10.000 100.000 1.000.000 Innlausnarverð: 12.284 122.843 1.228.429 3. flokkur 1991 Nafnverð: Innlausnarverð: 10.000 10.931 100.000 109.306 500.000 546.532 1.000.000 1.093.065 Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. < HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS j Ui HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 ■ 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900 SfMINN ER 689400 BYGGT & BÚIÐ KRINGLUNNI FÖSTUDAGUR TIL FIÁR FRÍSTANDANDI ÞURRKGRIND í DAG Á KOSTNAÐARVERÐI BYGGTÖBDltí | I KR INGLUNNI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.