Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 27 Stórhljóm- sveit frá Boston SJÖTÍU manna hljómsveit nem- enda í MIT-háskólanum í Boston í Bandaríkjunum heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri í næstu viku. Hljómsveitin heldur fimm aðra tónleika í íslandsför sinni, á Sauðár- króki, Blönduósi, í Stykkishólmi, á Akranesi og í Reykjavík. MIT Concert Band var stofnuð árið 1948 og eru flytjendur flestir nemendur í framhaldsnámi í vísinda- eða verkfræðigreinum við háskól- ann. Hljómsveitin leikur þekkt verk eftir tónskáld 20. aldarinnar, s.s. Hindemith, Copland og Schönberg. ---♦.■♦--- Rennsli eykst í Laxá Framleiðsla rafmagns íllMW Stokkið í skaflana Morgunblaðið/Rúnar Þór Mikið vetrarríki er á Akureyri þessa dagana. Skólahald féll niður í tvo daga í vikubyijun, en bömin virtust kunna vel að meta að fá frí í skólanum og geta þess í stað leikið sér úti í snjónum. Mörg börn gera sér að leik að prfla upp á þök húsanna og láta sig falla ofan í snjóskaf- lana, eins og þessi hópur sem var við þá iðju í Rimasíðu er ljósmyndar- inn átti leið hjá. Mikil fjölgun fjárdráttarmála Fleiri nauðganir kærðar en áður til Rannsóknarlögreglunnar á Akureyri FJÁRDRÁTTARMÁLUM fjölgaði mjög á Akureyri á síðasta ári miðað við ári þar á undan, en á liðnu ári hafði rannsóknarlögregl- an afskipti af 25 fjárdráttarmálum á móti 4 árið þar á undan. Alls komu til kasta rannsóknarlögreglunnar á Akureyri 1.697 mál árið 1992, en þau voru 1.806 árið á undan. Fjögur nauðgunarmál voru kærð til rannsóknarlögreglu á liðnu ár, en engin árið 1991. Eitt þeirra var hið alvarlegasta sem upp hefur komið á undanförnum árum, þegar grímuklæddur maður ógnaði konu og hótaði að gera bömum hennar mein léti hún ekki að vilja hans. Það mál er nú talið upplýst, eftir svokallaða DNA- rannsókn á blóðsýni úr manninum sem talinn var sekur. Þá vora 5 kynferðisafbrot önnur en nauðgun kærð til rannsóknar- lögreglu á móti 9 slíkum málum árið 1991. Á síðasta ári vora 100 þjófnað- armál kærð til rannsóknarlög- reglu, sem er fækkun um 26 frá fyrra ári. Nokkur aukning varð hvað smáþjófnaði varðar, en slík mál vora 68 á liðnu ári á móti 39 árið á undan. Þá voru 79 innbrot kærð á liðnu ári, sem er nokkur fækkun frá árinu á undan þegar þau vora 106. Ávísanasvik vora 22 á liðnu ári, sem er svipað og árið á und- an, en nokkur fækkun varð á brot- um varðandi tékkafals, en þau vora 33 á síðasta ári á móti 44 árið á undan. Minniháttar líkamsárásir sem kærðar vora til rannsóknarlög- reglunnar urðu 69 á síðasta ári og hafði fækkað milli ára, en árið 1991 vora þær 80 talsins. Aftur á móti fjölgaði meiriháttar lík- amsárásum milli ára, voru 13 í fyrra á móti 7 árið á undan. Yfir 30 manns tengdust einu fíkniefnamáli Til kasta rannsóknarlögreglu komu 9 fíkniefnamál á liðnu ári á móti 12 árið á undan, en eitt málanna sem upp kom í fyrra var jafnstórt og mál sem upp hafa komið mörg undanfarin ár, að sögn Gunnars Jóhannssonar lög- reglufulltrúa hjá rannsóknarlög- reglunni á Akureyri. Á milli 30 til 40 manns tengdust því máli. Alls voru 104 skemmdarverk kærð til rannsóknarlögreglu í fyrra, en vora 82 árið á undan, en rúðubrot vora 97 á móti 107 árið 1991. Þó að fækkun hafi orðið á þeim málum sem rannsóknarlögregla hafði afskipti af milli ára vegur upp á móti að frá 1. júlí síðastliðn- um fékk hún það hlutverk að birta ákærar, fyrirköll og dóma fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra og urðu slík mál 144 talsins á tímabilinu fram til áramóta. -----»■-»-♦--- Tónleikar í Dynheimum Tónleikar verða haldnir í Dyn- heimum annað kvöld, laugardags- kvöldið 16. janúar, og hefjast þeir kl. 21.00. Fram koma þrjár hljóm- sveitir, Hún andar, Briminnstunga, sem er litli bróðir Hún andar og Dos Pilas, en í þeirri sveit eru tveir úr Bootlegs og tveir úr Sérsveit- inni. LAXÁRVIRKJUN var farin að framleiða um 11 megavött af raf- mangi í gær og var rennsli Laxár heldur að aukast. Starfsmenn Landsvirkjunar voru við Mývatn í gær og unnu m.a. að þvi að opna fyrir iokur f Geirastaðakvísl, en þaðan var ekkert rennsli óveðurs- dagana fyrr í vikunni. Jóel Sverrisson, vélfræðingur við Laxárvirkjun, sagði að svo virtist sem eitthvað væri að losna um frost- stíflur við Mývatnsósa. Kráká út um víðan völl Hann sagði að Kráká hefði séð fyrir meginrennslinu út í Laxá, en nú brygði svo við að hana væri hvergi að finna. „Kráká virðist vera farin út um víðan völl, það er al- gengt að hún renni úr farvegi sínum, þegar hún stíflast flæðir hún gjaman yfír engi og ofan í Grænavatn, en nú sjá menn ekki hvert hún hefur farið,“ sagði Jóel. Hann sagði að ástandið væri þannig nú, að Grænilækur sem renn- ur í Mývatn væri farinn að skila ein- hveiju vatni til Mývatns og yfírborð þess hefði eitthvÉið hækkað. Reynt var í gær að opna fyrir lokur í Geira- staðakvísl, sem er ein þriggja kvísla úr Mývatni sem skilar vatni í Laxá. Ekkert rennsli var úr Geirastaða- kvísl óveðursdagana og sáralítið úr hinum tveimur, Syðri- og Miðkvísl. Framleiðsla rafmagns var komin upp í um 11 megavött síðdegis í gær, en venjulega framleiðir virkjun- in 18-19 megavött. Jóel sagði þó óvíst hvenær framleiðslan kæmist í eðlilegt horf. 40 ár frá því að teknar voru upp fastar vaktir hjá Slökkviliðinu Flutt í nýtt húsnæði síðar í ár FJÖRUTÍU ár eru í dag, 15. janúar, frá þvf að fastar vaktir voru teknar upp hjá Slökkviliði Akureyrar. Á þessu afmælisári horfa slökkviliðs- menn fram á betri tíð í húsnæðismálum, en síðar á árinu verður starfsemi þess flutt í rúmgott húsnæði við Árstíg. Fyrst kom til tals að stofna slökkvilið á Akureyri árið 1892, en eftir stórbruna árið 1901 þegar 12 hús brunnu til kaldra kola kom málið aftur til umræðu, en það var svo þremur árum síðar að heimild fékkst til kaupa á fyrstu slökkvitækjunum. Aftur varð stór- bruni árið 1906 þegar brunnu sjö hús við Strandgötu. Bjöllur við heimili slökkviliðsmanna Fyrsti slökkvibíllinn var keyptur árið 1930 og fimm árum síðar voru settir upp brunaboðar á nokkrum stöðum í bænum ásamt bjöllum við heimili slökkviliðs- manna, en áður höfðu tveir menn haft þann starfa að hlaupa um bæinn og blása í branalúðra. Fyrsti slökkvibíllinn með vatnstank kom árið 1947. Ári eftir að fastar vaktir voru teknar upp kom nýr slökkvibíll ásamt nýjum tækjum, en bíllinn var með háþrýstibyssum, þeim fyrstu hér á landi. Þessi bfll er enn, 39 árum síðar, einn af aðalbílum slökkviliðs- ins. Ný tæki og tól hafa bæst við í áranna rás og hefur liðið nú yfir að ráða fimm slökkvibílum, þremur dælubílum, körfubíl og tækjabíl. Nýr sjúkrabíll væntanlegur Fastráðnir starfsmenn í Slökkviliði Akureyrar eru 14 talsins og hefur sá fjöldi verið óbreyttur frá árinu 1976, þó umsvifin hafi aukist. Slökkviliðið sér um sjúkraflutninga á svæðinu og eru þeir að jafnaði í kringum 1.100 á ári og þá er í gildi samningur við Brunavarnir Eyjafjarðar, en slökkviliðið sinnir því svæði auk Akureyrar. Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, verður með viðtalstíma á Akureyri þriðjudaginn 19. janúar nk. í skrifstofu sjálf- stæðisfélaganna, Kaupangi við Mýrarveg, kl. 16.00 til 19.00. Upplýsingar í símum 96-21500 og 21504. Eftir skrifstofutíma hjá Óla D. Friðbjörnssyni í síma 96-23557.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.