Morgunblaðið - 15.01.1993, Side 33

Morgunblaðið - 15.01.1993, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDÁGUR 15. JANÚAR 1993 33 Minning AmþórJensen fyrrv. pöntunarfélagsstjóri Ástkærum föður þökkum við ómetanlega handleiðslu, hvatningu, fræðslu og kærleik. Brautryðjandi, eldhugi, faðir, - fram á síðustu stund hugsandi um hagsmuni heild- arinnar, heill fjölskyldu, lands og lýðs. Slíkur maður var hann og slík- an mann hljóta þeir að harma, er honum kynntust. Sannarlega er harmur sár að okkur kveðinn nú og undarlegt að hugsa sér tilveruna eftir svo af- drifaríkar breytingar. Hans, sem alltaf gladdi, gaf og huggaði, munum við minnast með gleði, þakklæti virðingu og stolti. Veri elskulegur faðir okkar kært kvaddur og guði falinn. Guðný Anna, Gauti og Hlíf. Nú í upphafí árs er látinn í Reykjavík einn af heiðursborgurum Eskiflarðarbæjar, Arnþór Jensen, fyrrverandi pöntunarfélagsstjóri. Arnþór Jensen fæddist að Siglu- nesi við Manitobavatn í Kanada 22. maí árið 1906. Foreldrar hans voru Þórunn Markúsdóttir og Pétur Wil- helm Jensen frá Eskifirði, en þau höfðu flust til Vesturheims. Fæð- ingarár Arnþórs fluttu foreldrar hans aftur til íslands og til Eski- fjarðar fluttust þau þegar Arnþór var þriggja ára gamall. Frá þessum tíma bjó Amþór á Eskifirði til árs- ins 1984 að hann fluttist héðan ásamt konu sinni, fyrst til Akur- eyrar og síðan til Reykjavíkur. Þrátt fyrir að þau hjón flyttust héðan á efri árum þá var Arnþór meiri Esk- firðingur í sér en flestir aðrir og duldist engum að hér átti hann djúpar rætur. Amþór Jensen lauk gagnfræða- prófi vorið 1923, verslunarstörf hóf hann á Eskifirði árið 1925 hjá Frið- geiri Fr. Hallgrímssyni í Framkaup- stað og við skyld störf vann hann hér næstu hálfu öldina. í lok þriðja áratugarins réðust Eskfirðingar í það stórvirki að stofna togara- útgerð, Andrafélagið, sem gerði út togarann Andra og var með fisk- verkun á Eskifirði. Arnþór réðst sem verkstjóri til félagsins árið 1928. Saga Andrafélagsins var stutt árið 1931 fór að halla undan hjá félaginu og um áramótin 1932/33 var félagið leyst upp. Þessi blóðtaka úr atvinnulífí fámenns sjávarþorps hefur sjálfsagt verið íbúunum mjög erfið á þessum tíma. Ekkert þýddi að leggja árar í bát og Arnþór ásamt fleirum beittu sér fyrir stofnun nýs félags, Fiskverk- unarfélagsins Hugins, og starfaði hann við það næstu árin. Nú var komið að tímamörkum í verslunarsögu Eskifjarðar og tíma- mörkum í lífi Arnþórs Jensen. í desember 1933 var Pöntunarfélag Eskifjarðar stofnað. í ársbytjun 1934 er Arnþór Jensen síðan ráðinn fýrsti framkvæmdastjóri félagsins og gegndi hann því starfí í rúm fjör- tíu ár eða fram á áttunda áratug- inn. Á þessum árum dafnaði Pönt- unarfélagið frá því að það rak eina verslun í Sundförshúsi, en í því bjó pöntunarfélagsstjórinn einnig, í það að verða verslunarfyrirtæki sem yfírtók helsta keppinautinn, Kaup- félagið Björk, árið 1969. Segja má því að fýrirtækið hafí staðið á há- punktinum um það leyti sem Arn- þór lét af störfum eftir að hafa unnið því vel í rúm 40 ár. Arnþór Jensen átti einnig láni að fagna í einkalífi, eiginkona hans var Guðný Anna Pétursdóttir hús- freyja, dóttir Péturs Þorsteinssonar prests í Heydölum og Hlífar Boga- dóttur Smith. Guðný Anna lést árið 1988. Þau hófu búskap í Sundförs- húsi hér á Eskifirði árið 1931 og bjuggu þar til ársins 1984 að þau fluttust héðan til Akureyrar og síð- ar til Reykjavíkur, en síðustu árin dvöldust þau á Hrafnistu. Börn þeirra Guðnýjar og Arnþórs voru fjögur, Gauti, fæddur 1933, læknir í Noregi, kvæntur Sólrúnar Sveins- dóttur; Valur fæddur 1935, kaupfé- lagsstjóri og síðan bankastjóri, en hann lést af slysförum fyrir aldur fram árið 1990, ekkja Vals er Sig- ríður Ólafsdóttir húsfreyja; Hlíf, fædd 1940, skjalaþýðandi í Dan- mörku, gift Bent Christensen menntaskólakennara; Guðný Anna, fædd 1951, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, gift Hjálmari Kjart- anssyni viðskiptafræðingi. Þau hjón voru þakklát fyrir vel- ferð barna sinna og árið 1985 sýndu í verki þann hlýhug sem þau báru’ til þeirrar stofnunar sem börn þeirra höfðu fengið sína fyrstu menntun í, en þá færðu þau Grunnskóla Eski- fjarðar tölvubúnað að gjöf. í gjafa- bréfinu segir meðal annars: „Með gjöf þessari viljum við láta í ljós þakklæti okkar til Barnaskóla Eski- fjarðar, fyrir nám það er börn okk- ar hlutu við skólann og reyndist þeim svo gott veganesti til fram- haldsnáms." Árið 1986 átti Eskifjörður 200 ára afmæli sem verslunarstaður. í tilefni þess ákvað bæjarstjóm Eski- fjarðar að gera þrjá valinkunna menn að heiðursborgurum bæjar- ins. Það var engin tilviljun að nafn Arnþórs Jensen kæmi einna fyrst upp þegar velja átti heiðursborgara, svo mikil og farsæl voru störf hans að verslunarmálum staðarins. Þann 18. ágúst 1986 var Arnþór Jensen síðan gerður að heiðursborgara Eskifjarðar á hátíðarfundi í bæjar- stjórn, ásamt þeim Einari Braga rithöfundi og Jóhanni Klausen fyrr- verandi bæjarstjóra. Fyrir var heið- ursborgari Friðrik Árnason fyrrver- andi hreppstjóri og á síðasta ári bættist Áðalsteinn Jónsson fram- kvæmdastjóri í hóp þessara heiðurs- manna. Ég undirritaður vil fyrir hönd bæjarstjórnar Eskifjarðar þakka Arnþóri Jensen unnin störf í þágu byggðarlagsins. Um leið sendi ég börnum hans, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur Eskifjarðarbæjar. Jón Ingi Einarsson, forseti bæjarstjórnar. t Bróðir okkar, ÞORSTEINN GUÐBERG ÁSMUNDSSON, Kverná, Grundarfirði, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík að kvöldi 11. janúar. Jarðarförin fer fram frá Setbergskirkju, Grundarfirði, laugardaginn 16. janúar kl. 14.00. Sætaferðir verða frá B.S.Í kl. 08.30 sama dag. Ásta Ásmundsdóttir, Hallfrfður Ásmundsdóttir og aðrir aðstandendur. Vesturgötu 4 Blóm, kransar, skreytingar sími 622707. Sérliwðingar í blónmskn'ylingiim við öli tækilæri Bblómaverkstæði I iNNÁ'ri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastraetis, sími 19090 t Innilegustu þakkir fyrir alla auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU Þ. KRISTJÁNSDÓTTUR frá Reykjadal, Vestmannaeyjum, siðast til heimilis á Kleppsvegi 32, Reykjavik. Sérstakt þakklæti til starfsfólks Sjúkrahúss Vestmannaeyja fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Guðfinnur Sigurjónsson, Helga Bachmann, Jón Ármann Sigurjónsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, barnabörn og langömmubörn. t Þökkum hlýhug og vináttu við fráfall móður okkar og tengdamóður, KRISTJÖNU PÉTURSDÓTTUR, Skúlagötu 40. Pétur Lúðvigsson, Nina Kristfn Birgisdóttir, Erna María Lúðvigsdóttir, Haraldur Sch. Haraldsson. t Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ELÍAS MAGNÚS ÞÓRÐARSON, Vallarbraut 5, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, föstudaginn 15. janú- ar 1993, kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hans, vinsamelgast láti Sjúkrahús Akra- ness njóta þess. Elfas Rúnar Elfasson, Þórður Elfasson, Sigrún Elfasdóttir, Frímann Smári Elíasson, Hrafn Elvar Elfasson, Danfel Rúnar Elfasson, Hrefna Daníelsdóttir, Gunnþóra Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Kolbrún Sigurðardóttir, Hrönn Rfkharðsdóttir, Jón Atli Sigurðsson, Guðný Tómasdóttir, Ágústa H. Friðriksdóttir, Kristrún Halla Ingólfsdóttir, t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMAR EYDAL, Byggðavegi 101B, Akureyri, er lést 10. janúarsl., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 18. janúar kl. 13.30. Ásta Sigurðardóttir, Guðný Björk Eydal, Tómas Bjarnason, Inga Dagný Eydal, Davíð Valsson, Ingimar Eydal, Anna Sigrún Rafnsdóttir, Ásdfs Eydal, Ingimar Björn, Bjarni Gautur, Sigurður Jökull. t Ástkær eiginmaður minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐURJÓHANNSSON, Bakka, Melasveit, verður jarðsunginn frá Leirárkirkju laugardaginn 16. janúar kl. 14.15. Rósa Marfa Sigurgeirsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför JÓHANNESAR SVEINBJÖRNSSONAR, Heiðarbæ, Þingvallasveit. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks C-deildar Reykjalundar. Þórdís Jóhannesdóttir, Magnús Jónasson, Sigrún Jóhannesdóttir, Gunnar Guttormsson, Sveinbjörn Jóhannesson, Steinunn Guðmundsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Gestur Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, systur og ömmu, LAUFEYJAR S. INGIMUNDARDÓTTUR, Hæðargerði 39, Reyðarfirði. Jón Ingi Ingvarsson, Ingimundur Ingimundarson, Vilhelm Jónsson, Sofffa Pétursdóttir, Ingvar Jónsson, Gunnar Borg Jónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu, sem styrktu okkur, hjálpuðu og auðsýndu okkur samúð við andlát og útför hjartkærs sonar míns, bróður okkar og mágs, KRISTJÁNS H. ÓSKARSSONAR, Reynihvammi 10, Kópavogi, og sýndu honum einstaka vináttu og umönnun í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Gunnlaug Kristjánsdóttir, Brynhildur Stella, Gunnar Már, Margrét Hauksdóttir, Óskar Elvar, Charlotte Vest Pedersen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.