Morgunblaðið - 21.04.1998, Side 2

Morgunblaðið - 21.04.1998, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekki umsögn um Keiko fyrr en nið- urstöður liggja fyrir HALLDÓR Runólfsson yfirdýra- læknir kveðst ekki geta gefið út umsögn til landbúnaðarráðherra um hvort hann meti háhyrninginn Keiko hæfan til innflutnings fyrr en lokaniðurstöður veiru- og sníkjudýrarannsókna, sem hann bað um fyrir rúmum mánuði, liggja fyrir. Hann segir niðurstöðurnar væntanlegar frá Bandaríkjunum á næstu dögum. Yfirdýralæknir er nýkominn heim frá Bandaríkjunum, en leið hans lá m.a. til Newport í Oregon, þar sem hann skoðaði Keiko og ræddi við yfirdýralækni hans og fleiri sem að rannsóknum og um- mönnun hans hafa komið. Halldór segir umræddar veirurannsóknir beinast að veirusjúkdómum sem þekktir séu í laxfiskum við vestur- strönd Bandaríkjanna, en laxfiskar hér við land séu lausir við. „Við viljum fá á hreint að þessir sjúk- dómar geti ekki borist með hon- um,“ segir hann. Hugsandi skepna „Það er merkilegt að sjá svona stórt dýr, sem er þjálfað eins og hundur, ef svo má segja. Það er vel hugsað um hann og hann lítur vel út. Hann horfði þannig á mann og spekúleraði í manni að það var al- veg ljóst að þama var hugsandi skepna á ferðinni," segir Halldór. Auk þess sem yfirdýralæknir heilsaði upp á Keiko átti hann fund með fulltrúum í landbúnaðarráðu- neytinu í Washington, þar sem hann gerði grein fyrir stöðu mála varðandi hitasótt í hrossum hér á landi og ræddi um útflutning ís- lenskra hesta vestur um haf. Morgunblaðið/Valdimar hálum ís son með Prins frá Hörgshóli og Ásgeir Svan Herbertsson með Safír frá Viðvík, sér á sveliið í þeim tilgangi að reyna færnina á svellinu. Fóru þeir nokkra hringi á vellinum og tóku sig vel út. Meint brot hesta- eigenda HALLDÓR Runólfsson yfirdýra- læknir hefur beðið sýslumennina í Borgamesi og Stykkishólmi að rann- saka hvað hæft sé í því að hestaeig- endur hafi vísvitandi flutt hross af sýktum svæðum yfir á ósýkt eða með öðrum hætti reynt að bera hitasótt- arsmit milli varnarsvæða, en óstað- festar fregnir herma að það hafi ver- ið gert á Vesturlandi um helgina. Yfirdýralæknir segir málið litið mjög alvarlegum augum, því ef rétt reynist sé um að ræða skýrt brot á reglugerð um varnir gegn útbreiðslu á smitandi hitasótt í hrossum. Því verði tekið hart á brotum, en þau varði sektum og jafnvel fangelsisvist. Hitasóttin breiðist nú út í Borgar- firði og Borgarnesi, en þar drapst hestur um helgina. Hann var krufinn í gærmorgun og var þá að sögn Hall- dórs staðfest að hitasóttin hefði orðið honum að aldurtila. Morgunblaðið/Sigurgeir HJALTNESKA skipið Antares kemur til hafnar í Vestmannaeyjum með um 1.700 tonn af kolmunna. Skip með sama nafni er gert út frá Eyjum, en það var keypt af útgerðarfyrirtækinu í Hjaltlandi. Sjö skip hafa leyfí til kolmunnaveiða 2.400 tonn bárust til Vestmannaevja í gær KI gagnrýnir framgöngu sveitarfélaga í máli drengs KENNARASAMBAND íslands hef- ur sent frá sér ályktun vegna skóla- vistarvanda átta ára drengs á Suður- landi í vetur, þar sem sagt er „alger- lega óviðunandi að nemendur skuli vera án lögbundinnar skólagöngu á meðan sveitarfélög deila um pen- ingamál". Eftir að drengurinn hafði verið án skólavistar í vetur sam- þykkti bæjarstjóm Selfoss nýlega að bjóða honum skólavist. í ályktun KÍ segir meðal annars að hafi sveitarfélag einu sinni sam- þykkt skólavist nemanda úr öðru sveitarfélagi sé óeðliiegt að sækja þurfi um endumýjun skólavistar á hverju ári, enda sé það sveitarstjórn- armanna að semja sín á milli um greiðslur. Böm og unglingar eiga ekki að vera bitbein í þeim tilvikum sem þau eru vistuð utan þess sveitarfélags sem þau eiga lögheimOi í fyrir atbeina op- inberra aðila. Þá er minnt á að menntamálaráð- herra fer með yfirstjóm þeirra mál- efna sem lög um gmnnskóla taka til og hefur eftirlit með því að sveitarfé- lög uppfylli þær skyldur sem lögin, reglugerðir við þau og aðalnámskrá grunnskóla kveða á um. Deilt á menntamálaráðherra ,Ábyrgð menntamálaráðherra er því mikil og með eindæmum að ráð- herra geti skotið sér undan henni í svona málum," segir í ályktun Kenn- arasambands íslands. Hestar á HESTARNIR heíja innreið sína á skautasvellið í Laugardal á laugardagskvöldið næstkomandi er hestavöruverslunin Reiðsport gengst fyrir töltkeppni. Á sunnudagskvöldið brugðu tveir knapar, þeir Sigurður Sigurðar- ÍSLENSK skip em nú byrjuð að landa kolmunna í Vestmannaeyj- um. Kap VE landaði t.d. 700 tonn- um í gær og von var á skipinu Ant- ares frá Hjaltlandi með 1.700 tonn. Stefán Friðriksson, útgerðarstjóri hjá Vinnslustöðinni, sagði í samtali við Morgunblaðið að fimm íslensk skip væru þegar byrjuð á kolmunnaveiðum og væri veiði- skapurinn nokkurs konar „upphit- un“ áður en skipin kæmust í mokveiði í færeysku landhelginni eftir um það bil tíu daga. Kolmunn- inn fer nær allur í bræðslu, en til- raun verður gerð til að flaka um borð í einu skipi. „Þessi afli fékkst syðst í Rósa- garðinum þannig að skipin em ekki að sækja þetta neitt langt,“ sagði Stefán. Auk Kaps VE em á miðun- um Huginn VE, Bjarni Ólafsson AK, Sighvatur Bjamason VE og Beitir NK, en tvö skip til viðbótar hafa fengið leyfi til kolmunnaveið- anna, Börkur NK og Antares VE. Aflinn í Antares er hins vegar af Skotlandsmiðum. „Það má segja að við séum að hita okkur upp, prófa trollin og gera okkur klára, enda er þetta engin veiði miðað við það sem í vændum er, þegar skipin geta ver- ið að fá upp í 2.000 tonn á sólar- hring,“ bætti Stefán við. Á norðurleið í ætisleit Mikið er af kolmunna í skosku landhelginni um þessar mundir og er hann á norðurleið í ætisleit. Eftir um það bil tíu daga er áætlað að hann komi inn í færeysku landhelg- ina og þá mega nokkur íslensk skip halda þangað til veiða samkvæmt samningum Islendinga og Færey- inga um gagnkvæmar kolmunna- veiðar. „Við emm ekki að gera okkur há- ar hugmyndir um þennan veiði- skap, hann gefur lítið í aðra hönd miðað við t.d. hefðbundnar nóta- veiðar. En þetta er betra en ekki neitt og við ætlum að reyna að ná einum til tveimur túmm áður en sfldveiðar hefjast," sagði Stefán að lokum. A Isiendingar á HM í Frakklandi ÍSLENSKIR krakkar á aldrin- um 13-15 ára geta tekið þátt í leik sem Morgunblaðið og Vífil- fell, umboðsaðili Coca Cola á Islandi, standa fyrir. Markmið leiksins er að finna út hvaða fjórir krakkar fara sem fánaberar eða boltakrakk- ar á HM í Frakklandi í sumar. Þátttakendur eiga að svara þremur spumingum tengdum HM í knattspyrnu. Dregið verður úr réttum lausnum og 50 heppnir krakkar eiga kost á að taka þátt í úr- slitakeppni á vegum KSÍ 27. apríl. Fjórir úr þeim hópi verða einu íslensku þátttakend- urnir í HM ‘98 í Frakklandi. Þátttökuseðla er að finna í Morgunblaðinu laugardaginn 18. apríl á síðu 43 og á síðu 33 í Morgunblaðinu í dag, þriðju- daginn 21. apríl. Senda þarf þátttökuseðlana fyrir 25. aprfl merkta „HM-ævintýrið“ til Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík eða til Vífilfells, Stuðlahálsi 1,110 Reykjavík. Valsmenn Islandsmeistarar í hand- bolta og Njarðvíkingar í körfubolta Sérblöð í dag Töluverð eftirspurn ► Eftirspurn eftir fasteignum í Mosfells- bæ er ávallt töluverð. í fasteignablaði Morg- unblaðsins f dag er fjallað um deiliskipu- lag að þremur nýjum byggingarsvæðums , sem öll eru skipulögð af Gylfa Guðjónssyni arkitekt. www.mbl.is Fylgstu með nýjustu fréttum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.