Morgunblaðið - 21.04.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 21.04.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 27 LISTIR PHILIPS Aloris PHILIPS - hvergi ódýrara • 900 Mhz. • Þyngd símtóls 170 g. • Dregur allt að 100 metra innanhúss. • Dregur allt að 300 metra utanhúss. • (slenskur leiðarvísir. Staðgreitt: 14.900,- PHILIPS Xalio Þrjár gerðir: Xalio 6200 • Stafrænn sími • Þyngd símtóls 170 g. • Dregur 100 metra innanhúss. • Dregur 300 metra utanhúss. • Ekkert suð, kristaltær hljómur. • íslenskur leiðarvísir. Staðgreitt: 19.900,- Xalio 6400 • Eins og 6200 + handfrjálst símtól. Staðgreitt: 24.900,- ennt gæðaginseng 23,50 Rautt „Eöal“ Ginseng 47,00 Vortónleik- ar Samkórs Kópavogs SAMKÓR Kópavogs heldur vortón- leika sína í Digraneskirkju í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Þetta verða fyrstu tónleikar kórsins und- ir stjórn Dagrúnar Hjartardóttur, en hún tók við stjórnendastarfinu sl. haust. Efnisskráin er fjölbreytt. Sungin verða erlend lög úr ýmsum áttum, m.a. lög úr West Side Story og Carmina Burana. Einnig mun kór- inn syngja Iög eftir íslenska höf- unda, t.d. Jón Ásgeirsson. Flutt verður lag hans við texta Halldórs Laxness „Vor hinsti dagur“, í nýrri kórútsetningu, sem Jón gerði fyrir kórinn. Einsöngvari með kórnum verður Auður Gunnarsdóttir sópran, sem starfar í Stuttgart í Þýskalandi. Hún mun syngja aríuna Casta Diva úr óperunni Normu. Píanóleikari á tónleikunum verð- ur Claudio Rizzi. Morgunblaðið/Kristinn Við skálum, við skálum ... afKóreskum yfirvöldum Heimskringlan - Rvík Póllinn - ísafirði TÖJVLIST Hafnarborg KÓRTÓNLEIKAR Verk eftir ýmsa innlenda og erlenda höfunda. Karlakórinn Stefnir undir stjórn Lárusar Sveinssonar. Sigurður Marteinsson, pfanó. Hafnarborg, sunnudaginn 19. aprfl kl. 20:30. KARLAKÓRINN Stefnir úr Kjós- arsýslu er einn af þessum dæmigerðu kraftmiklu íslenzku karlakórum sem manni fínnst stundum mættu stefna hærra. Vissulega ber ekki að vanmeta gleðskap og góðan félagsanda, og ef- laust er varla hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðafélaga heima og heiman en karlakór, sbr. kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur sællar minningar, en eftir dagskrá eins og þessa í menningarmiðstöðinni Hafn- arborg á sunnudagskvöldið var, er manni óneitanlega spum: á svona efni ekki betur heima á þorrablóti en í tónleikasal? Til sanns vegar má færa, að innan um voru nokkur ágæt lög og m.a.s. ekki öll laus við depurð, eins og Sjá þann mikla flokk (Grieg) og íslenskt vögguljóð á hörpu (Jón Þórarinsson), en að mestu leyti einkenndist efn- isvalið af lögum sem ónærgætnir yngri hlustendur myndu ekki hika við að kalla „gamlar lummur" - að ekki sé minnzt á drykkjusöngva - og, líkt og til að hnykkja enn frekar á hinu síðartalda, var klykkt út með syrpu af þýzkum stúdentabjórsálmum. Tekið skal fram, að undirritaður er hvorki í stúku né sérstaklega uppsig- að við þessa tilteknu tóngrein. En - hvert á sinn stað, eins og kellingin sagði. Það var synd að horfa upp á þetta metnaðarleysi, því kórinn skipa margir ágætir söngmenn, og er hann á sinn hátt öfundsverður af þeim krafti og þeirri sönggleði sem flæddi um velhljómandi Hafnarborgarsal- inn, ekki sízt eftir hlé. Og ekki má SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is Umboðsmenn um land allt Xalio 6600 með stafrænum símsvara • Stafrænn sími. • Handfrjálst símtól. • 20 númeranafnavalsminni. • Möguleiki á 5 aukasímtólum • íslenskur leiðarvísir. Staðgreitt: 26.900,- Xalio 6850 handfrjálst aukasímtól • Hleðslutæki fylgir með. Staðgreitt: 14.900,- heldur gleyma ljósasta punktinum, einsöng Stefáns Jónssonar í Drykkju- söng Falstaffs eftir Nicolai og öðru léttu lagi eftir Verdi, sem afhjúpaði sannkallaðan boldangs-bassabarýton, þótt lítt skólaður væri og vantaði ögn fyllingu á neðstu og hæstu tónum. En í breidd og lengd var megnið af dag- krárefninu þess eðlis að höfða fremur til áheyrenda á gleðistund í góðra vina hópi en á almennum tónleikum. Mætti manni hér með leyfast að skála íyrir vonandi forvitnilegri dag- skrá við næsta tækifæri. Ríkarður Ö. Pálsson Dreifing: Logaland ehf. ♦Verðsamanburðurinn var geröur í Nóatúni 27.01.98. Borin voru saman verö á 500mg af ginsengi í 50 hylkja pakkningum ofangreindra vörutegunda. Hljómsýn - Akranesi Tölvutæki - Akureyri Heimilistæki hf í Kóreu er þaö ginseng eðalvara, sem hlotið hefur sérstakt gæðainnsig li yfirvalda. Að öðru leiti er óþarfi að taka fram að varan sé „eðal“. Það segir sig sjálft. Það er ekki að ástæðulausu að 11 Hwa er stærsti framleiðandi ginsengs í Kóreu. Gæði ræktunar og framleiðslu uþþfylla ýtrustu kröfur yfirvalda. Líttu eftir gœöainnsiglinu nœst þegar þú kauþir ginseng. Verðsamanbur&ur á 500mg af IL HWA ginsengi og Rauðu „Eðal“ Ginsengi Vörutegund VerO á 500 mg* Vorvaka Emblu HIN árlega Vorvaka Emblu- kvenna verður haldin í Stykkis- hólmskirkju miðvikudaginn 22. apríl, síðasta vetrardag kl. 20.30. Vökunni verður fylgt eft- ir með listsýningum í Norska húsinu 23. apríl, sumardaginn fyrsta kl. 16-18 og verður hún opin dagana 23.-26. aprfl. Dagskrá Á miðvikudag syngur Auður Gunnarsdóttir sópransöngkona við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar í Stykkishólms- kirkju kl. 20.30. Anna Dís Rudólfsdóttir fé- lagsfræðingur flytur erindi sem byggir á rannsóknum hennar á því hvernig fjallað er með ólík- um hætti um konur og karla í minningargreinum. Nemendur Tónlistarskóla Stykkishólms leika á hljóðfæri. Tískusýning verður á vegum módelsamtakanna Ismódel og sýna stúlkur fatahönnun frá Spakmannsspjörum. Á fímmtudag kl. 16 í Norska húsinu sýna átta listakonur frá Kirsuberjatrénu listmuni unna úr margvíslegu efni, s.s. grísa- blöðrum, hrosshári, kopar, fisk- roði, ullarflóka o.fl. Ingibjörg H. Ágústsdóttir fatahönnuður sýnir brúðarkjóla sem hún hefur hannað og saumað. Bernt H. Sigurðsson sýnir listgripi sína, stein- og smíða- járnsskúlptúra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.