Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 55

Morgunblaðið - 21.04.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 55 > BREF TIL BLAÐSINS Kristileg útvarps- og sjónvarpsstöð á Islandi Frá Konráði Friðfinnssyni: VIÐA í heiminum fara fjölmiðlar mikinn. Og vissulega skipa þeir veglegan sess í lífi manna. Fjöl- miðlar samtímans hamast enda við að flytja mönnum „merkilegustu" fréttir dagsins og aðra frétta- tengda hluti. Þegar Ríkisútvarp/hljóðvarp var stofnað 1930 voru samhliða sett lög á hinu háa Alþingi Islendinga sem bönnuðu öðrum en ríkinu að stunda svona rekstur. Sama gilti um Sjónvarpið, er það hóf rekstur á haustmánuðum 1966. Undan- tekningin frá reglunni var útsend- ingar hersins á Keflavíkurflugvelli á sinni tíð. 1986 verða svo straumhvörf. Al- þingi afnam einokunarlögin sem vernduðu útsendingar miðlanna sem fyrir voru. Það er, út- varp/sjónvarp. Gera lögin ráð fyrir því að einstaklingar úti í bæ geti eignast og rekið slíkar stöðvar. Bylgjan og Stöð 2 riðu strax á vað- ið og hafa verið í loftinu frá laga- breytingunni. Fleiri fylgdu síðar í kjöifarið. En þrátt fyrir allt kraðakið á þessum markaði fóru hinir kristnu á Islandi lengi vel halloka. Og gekk þeim erfiðlega að komast að með sitt kristilega efni og er þannig ennþá í pottinn búið. Ríkisútvarpið hefur að vísu haft í gegnum tíðina á sinni könnu kristilegt efni. En duttlungar stjórnenda hafa ráðið hvað birt er og hvenær, fremur en skipuleg vinnubrögð. Ef undan eru skilin sunnudagsmessan, orð kvöldsins og morgunbænin, sem líkast til enginn heyrir vegna þess hve snemma morguns hún er. í dag er landslagið þama sem sagt nokkuð breytt og hafa kristnir nú fengið sinn fasta bás í allri þess- ari flóm með tilkomu Lindarinnar og sjónvarpsstöðvarinnar Omega. Forsvarsmenn Lindarinnar em hjón ættuð frá Bandaríkjunum Mi- ke og Sheila Fitzgerald. Lindin sendir út allan sólarhringinn kristi- lega tónlist, Guðs orð, ásamt öðru efni er tengist beint umfjölluninni um Jesú Krist krossfestan og upp- risinn. Mikil blessun hefur fylgt út- sendingum Lindarinnar. Jafnframt er stórkostlegt að hafa aðgang að henni í erli daganna á vinnustað sínum. Um þessa blessun get ég sjálfur vitnað. Og geri það hér með. Nú gætu menn spurt sig hví í ósköpunum Guð hafi ekki byrjað fyrr á þessu starfi. Sem er að flytja mönnum gleðilegan boðskap um BMW 3 línan FRAMUR- SKARANPI BMW 3 línan með spólvöm / læstu drifl ' @ (Q B8.L Suðurlandsbraut 14, sími 575 1210 Son sinn, góðu fréttimar á móti ótíðindum heimsins. Þessu er til að svara að þótt Guð sé almáttugur og hafi allt vald á jörðu sem og á himni og enginn hlutur honum um megn, virðir hann orð sín sem hann hefur sagt og stendur við þau. Guð gefur manninum ákveðið vald. Felst þetta vald meðal annars í að þeir setja sjálfir lög sem landslýður þarf vitaskuld að gangast undir. Eins og segir hér: „Verið Drottins vegna undir- gefnir allri mannlegri skipan, bæði keisara hinum æðsta, og landshöfð- ingjum, sem hann sendir til að refsa illgjörðarmönnum og þeim til lofs er breyta vel.“ (1 Pét: 2,13-14) Lög sem alþingismenn og ráð- herrar setja, sem forseti lýðveldis- ins síðan staðfestir, virðir að fullu Jesú Kristur. Jafnvel þótt þau hindri hans fólk í starfi og reisi skorður við verkum hans. Að minnsta kosti um stund. Einokun- arlögin, sem vernduðu Ríkisút- varp/Sjónvarp eru skorðumar sem hér er rætt um. Og auðvitað hlaut þann tíma að bera að að Drottinn breytti ástand- inu. Lindin er einmitt svar Jesú. Og akkúrat fyrir þær sakir ber kristnu fólki á Islandi að vera þakklátt fyrir fi-amtak Mike og Shelu fyrir það að vilja koma til ís- lands til að flytja Islendingum fagnaðarerindið. Þau gátu vita- skuld neitað að fara. En Guði sé lof að hjónin samþykktu ráðsályktun Guðs sem Hann hafði í hyggju með þau. Og hlutu blessun Guðs að launum. Höfum það einnig hugfast að það er ekki sjálfgefið að þessi stöð haldi áfram að senda út. Fyrir þær sakir er ekki óeðlilegt að vel- unnarar frelsarans styrki svona starf með fjárframlögum, miklum eða litlum. KONRÁÐ FRIÐFINNSSON, Dalshrauni 13, Hafnarfu-ði. 10-30% AFSLÁTTUR Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is KFUM ^yKFUK Sumarbúðir KFUM og KFUK Skráning í sumarbúðirnar Hólavatni, Vindáshlíð, Ölveri og Kaldárseli hefst miðvikudaginn 22. apríl kl. 8:00 í húsi KFUM og KFUK á mótum Holtavegar og Sunnuvegar. Opið kl. 8-16, sími 588 8899. Vikuflokkar fyrir 7-15 ára börn og unglinga. Spennandi og fjölbreytt dagskrá við allra hæfi. Verð kr. 15.300-16.100. Flokkaskrá sumarsins er að finna í textavarpi sjónvarpsins og á heimasíðu KFUM og KFUK, www.kfum.is. Frísk félög fyrir hressa krakka! Skráning í sumarbúðirnar Vatnaskógi er þegar hafin Þér stendur til boða ráðgjöf sérfræðinga um garða-og gróðurrækt Vönduð gróðurhús Jurtalyf gegn plöntusjúkdómum, skordýrum Hvar og hvernig á að nota áburð og fræ? Garðverkfæri og óþrifum á trjám Er mosi í grasflötinni þinni? FtÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT Gosbrunnar, dælur, vatnsheldir dúkar, stútar og fleira sem til þarf f GROÐURVORUR VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Smiöjuvegi 5, Kópavogi, sími: 554 321 1 I / ÓRKIN /SÍA GV027

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.