Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 21.04.1998, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ BMW M5 Til sölu BMW M5 árgerð 1990, ekinn 83 þús km. 315 hestöfl, beinskipt- ur, ABS, leðursportsæti, rafm í rúðum, 17" BBS álfelgur, aksturstölva, skriðstillir, líknarbelgur o.fl. Einn sprækasti bílinn á götunni í dag. Verð 1.980.000 Notaðir bílar Suðurlandsbraut 14 s. 575 1230 - 575 1200 trésxníðavélar • Tifsagir, 2 gerðir • Sambyggðar trésmiðavélar • Bandsagir • Hjólsagir • Spónsugur • Fræsarar Laugavegi 29, sími 5524320. Dilbert® daglega á Netinu www.mbl.is Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vettvangur fólks f fasteignaleit www.mbl.is/fasteignir VELVAKAJVPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Skattaafsláttur vegna meðlaga? HVAÐA rök eru fyrir því að karlmaður sem er skil- inn við konu sína og farinn frá börnum sínum, skött- um og skyldum, eigi nú að fá skattaafslátt vegna meðlagsgreiðslna sem hann og hin nýja kona hans eru að kikna undan. Eiga þetta að verða verð- launin fyrir að fara frá fjöl- skyldunni? Ég bara spyr. En ef hann guggnar í annarri tilraun á hann þá að fá tvöfalda umbun? Hvað með karlmanninn sem er í hjúskap og stend- ur eins og klettur í brúnni, vinnur alla daga, (kvöld og helgar), hugsar vel um konu sína og börn, á hann ekki að fá nein verðlaun fyrir dugnaðinn sem fælist í skattaafslætti fyrir hvert barn? Það væri nær að hlúa að fjölskyldunni held- ur en verðlauna þessa menn sem standast ekki álagið að hugsa um fjöl- skyldu sína og skilja kon- una eftir eina í storminum með börnin þeirra og alla ábyrgðina. Ásrún Karlsdóttir. Eftir hvem er kvæðið? LJÓÐELSK kona hafði samband við Velvakanda og hafði hún áhuga á því að vita hver væri höfundur kvæðisins „Kata litla í Koti“. Gróa á Leiti VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Nú þegar umræður um Landsbankamálið spinnast upp í þjóðfélaginu þá er Gróa á Leiti fljót að taka við sér. Ég harma örlög Sverris Hermannssonar. Við skulum ekki gleyma þvi að Sverrir Hermanns- son hefur hjálpað mörgum ógæfumönnum og verið vinur litla mannsins. Sverrir hefur hjálpað mönnum sem hafa átt erfitt og útvegað þeim vinnu á sjó. Albert Guð- mundsson átti á sínum tíma líka þátt í að hjálpa mönnum og koma þeim í vinnu. Við skulum gæta að því að þessir menn hafa sína kosti. Við getum ekki sett okkur í stöðu annars, hvað vitum við hvað við mundum gera ef við vær- um með þessi fríðindi? Sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus er.“ Jónas Bjarki Gunnarsson. Tapað/fundið Næla týndist NÆLA, módelsmíði úr kopar, týndist 1. apríl lík- lega í Nóatúni í Mosfells- bæ, Grafarvogi eða Mos- fellsbæ. Skilvis finnandi hafi samband í síma 566 6044. Fundarlaun. Gleraugu týndust GLERAUGU í Etienne Aigner hulstri týndust sunnudaginn 5. apríl á göngustíg frá Seltjarnar- nesi að Reykjavíkurvegi og Shell-stöðinni í Skerja- firði. Finnandi vinsamlega hringi í síma 561 7013. Ljósmynd JIM. Börn að borða ís. Víkveiji skrifar... TÓNLEIKAHÚS rís nú í Kópa- vogi. Sjónvarpið sýndi síðastlið- ið sunnudagskveld þátt um þessa merku framkvæmd og menningar- lífið í bæjarfélaginu. Tónleikahúsið rís í grennd tveggja fagurra bygg- inga, Gerðarsafns og Kópavogs- kirkju, og verður hluti af fyrirhug- aðri menningarmiðstöð þeirra Kópavogsbúa. Það hefur verið mikið talað um tónleikahús lengi undanfarið, bæði í höfuðborginni, Reykjavík, og víðar um landið. Þeir í Kópavoginum skera sig á hinn bóginn úr í þessari umræðu allri: Þeir tala í verkum! Kópavogur er að verða fyrirmynd- arsveitarfélag. Hann er, að mati Víkverja dagsins, tákn framtaks og framsýni í sveitarstjómarmálum. XXX FÓLK og fyrirtæki hafa flykkzt til Kópavogs síðustu árin. A fyrsta fjórðungi líðandi árs hafa fleiri nýir íbúar sezt að í Kópavogi einum en samanlagt í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, að því er lesa má út úr tölum Hagstofu íslands, Þjóðskrár, sem Morgunblaðið tíund- ar í fréttum á sunnudaginn. „Skoð- anakönnun“ sjálfs veruleikans færir okkur þannig heim sanninn um vin- sældir þessa sveitarfélags, sem um margt hefur skákað sjálfri höfuð- borginni á líðandi kjörtímabili. Á þessu tímabili fluttust 379 ein- staklingar til höfuðborgarsvæðisins. Þar af langflestir til Kópavogs eða 252. Þessar tölur tala skýru máli. Reykjavík virðist ekki lengur vin- sælasti kostur þeirra sem huga á búsetubreytingu - heldur Kópavog- ur. xxx ISLAND er ekki lengur einangr- að land, yzt í veraldarútsæ. Fjar- skipta- og samgöngubyltinginn hefur „eytt“ fjarlægðum og fært þjóðir heims hverja í túnfót ann- arrar. Nýjasta dæmið þessu til staðfestingar er útrás íslenzks at- vinnu- og viðskiptalífs. Frjáls verzlun kemst þannig að orði um þetta efni: „Marz var öflugur mánuður í út- rás íslenzks viðskiptalífs. Þrjá daga í röð voru fréttir um afar eftirtekt- arverðar fjárfestingar íslenzkra fyr- irtækja á erlendri grund. Þessi þriggja daga hrina góðra tíðinda hófst miðvikudaginn 11. marz þegar Samskip héldu óvænt fréttamanna- fund og tilkynntu að félagið hefði samið um kaup á þýzka flutninga- fyrirtækinu Bischoff Group. Daginn eftir, fímmtudaginn 12. marz, var svo greint frá því að hlutafélagið Úthafssjávarfang, sem er í eigu SR- mjöls, Samherja og Síldarvinnsl- unnar, hefðu keypt ráðandi hlut í bandaríska fyrirtækinu Atlantic Co- ast Fisheries. Á þriðja degi hrin- unnar, föstudaginn 13. marz, kom síðan stórfréttin um að SÍF hefði keypt franska fyrirtækið J.B. Delpi- erre.“ íslendingar eiga greinilega fleiri erindi utan en sækja heim verzlun- arborgir og sólarstrendur! xxx AÞREMUR mánuðum (janúar- febrúar- og marzmánuðum) flytja 12.200 íslendingar í nýtt lög- heimili. Það er ekki svo lítill hópur. Þar af flytja rúmlega 7 þúsund inn- an sama sveitarfélags. 3.560 fluttu á hinn bóginn í nýtt sveitarfélag. Tæplega 900 fluttu til landsins en 750 frá því. Fólksstreymið frá landsbyggð- inni á suðvesturhomið heldur áfram. Fólki fækkar í öllum öðrum landshlutum en Reykjaness- og Reykjavíkurkjördæmum. Það er samt sem áður trú Víkverja að sú þróun sem nú gengur yfir, fækkun og stækkun sveitarfélaga á lands- byggðinni, muni draga verulega úr þessum „fólksflótta“. Stærri og sterkari sveitarfélög verða betur í stakk búin til að bjóða og rísa undir þeim búsetuskilyrðum og þeirri þjónustu, sem mest áhrif hafa þegar fólk tekur ákvörðun um framtíðar- búsetu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.