Morgunblaðið - 02.06.1999, Side 15

Morgunblaðið - 02.06.1999, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 1999 15 AKUREYRI Atvinnuþróunarfé- lag EyjaQarðar Starfsemin kynnt Atvinnuþróunnarfélag Eyja- fjarðar b.s. er að hefja funda- ferð um starfssvæði sitt til að kynna starfsemi félagsins. Alls em 12 sveitarfélög á Eyja- fjarðarsvæðinu í byggðasam- laginu. Félagið var stofnað 15. októ- ber á síðasta ári og er því ætl- að að taka við starfsemi Iðn- þróunarfélags Eyjafjarðar, Ferðamálamiðstöðvar Eyja- fjarðar sem og að þjóna þeim atvinnumálanefndum sem starfræktar eru á starfssvæði félagsins. Hólmar Svansson er fram- kvæmdastjóri þess, Benedikt Guðmundsson forstöðumaður þróunarsviðs og Ómar Rachid Banine forstöðumaður ferða- málasviðs, en enn er óráðið í stöðu forstöðumanns nýsköp- unarsviðs, vonir standa þó til að það muni gerast innan tíðar. Fyrsti fundurinn verður í dag, miðvikudaginn 2. júní, kl. 10 til 11.30 á hótehnu í Ólafs- firði. Þá verður fundur á Kaffi Menningu á Dalvík sama dag frá kl. 14 til 16. Fundur verður í Gistiheimilinu Miðgörðum á Grenivík fímmtudaginn 3. júní frá kl. 10 til 11.30 og lokafund- urinn verður á Fiðlaranum á Akureyri á föstudag, 4. júní, frá kl. 16 til 18. Allir íbúar sveitarfélaganna sem láta sig íbúaþróun og upp- byggingu atvinnulífs á Eyja- fjarðarsvæðinu varða eru hvattir til að mæta á fundina, kynna sér starfsemi félagsins og koma sínum skoðunum á framfæri. Deildarstjóri skóladeildar Þrjár um- sóknir ÞRJÁR umsóknir bárust um stöðu deildarstjóra skóla- deildar Akureyrarbæjar, en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Þeir sem sóttu um eru Karl Erlendsson, skólastjóri Þela- merkurskóla, Sturla Krist- jánsson, ráðgjafi, Akureyri, og Gunnar Gíslason, skóla- stjóri Valsárskóla. I starfinu felst m.a. yfirum- sjón með skólahaldi leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla sem reknir eru af Akureyrar- bæ. Forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri Þrír sækja um ÞRJÁR umsóknir bárust um starf forstöðumanns Listasafns- ins á Akureyri, en frestur til að sækja um rann út á mánudag. Þeir sem sækja um stöðuna eru Gerður Róbertsdóttir, Reykjavík, Ólöf K. Sigurðar- dóttir, Reykjavík og Hannes Sigurðsson, Reykjavík. 200 tonna þorskkvóti Tboði Þrefaldur 1. vinningur fyrir klukkan 16:00 í dag. Nú ber vel í veiði því 1. vinningur í Víkingalottóinu er þrefaldur og getur farið yfir 150 milljónir króna! Fyrir þær má kaupa 200 tonna þorskkvóta. [Viðmiðunarverð á kíló: 750 kr.) Ekki missa af þessu einstaka tækifæri - þeir fiska sem róa! ( ATH! Aðeins^^jkr. röðin } í þégu íþrótta, ungmonna og öryrkla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.