Morgunblaðið - 31.08.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 31.08.1999, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 ________________________________________ MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Upphaf kristnihátfðarhalda á Austurlandi Frá hátíðarguðsþjónustu í Djúpavogskirkju við upphaf kristnitökuhátíðarhalda á Austurlandi. murg uii uiauio/j l Síðu-Hallur var lykillinn að kristnitökunni Fjöldi manna tók þátt í upphafí krístnlhátíð- ar á Austurlandi síðastliðna helgi í blíðu- veðri. Hún var skipulögð af þremur prófasts- dæmum hins foma Austfirðingafjórðungs. Prófastarnir þrír báru hitann og þungann af skipulagningu hátíðar- mnar. Frá vinstri: Séra Haraldur M. Kristjánsson, séra Sigfús J. Árna- son og séra Davíð Baldursson. UPPHAF hátíðarhalda vegna þús- und ára kristnitökuafmælis á Aust- urlandi var afhjúpun á minnisvarða um Síðu-Hall við Þvottá í Álftafirði og hátíðarmessa í Djúpavogskirkju síðastliðinn sunnudag. Hátíðin var skipulögð af þremur prófastsdæm- um Austfirðingafjórðungs hins forna, sem nær frá Langanesi að Jökulsá á Sólheimasandi. Sigurður Bjömsson á Kvískerj- um, sem afhjúpaði minnisvarðann ásamt Elísi P. Sigurðssyni frá Breiðdalsvík, sagði í samtali við Morgunblaðið að Síðu-Hallur hefði lengi verið sér hugstæður. „Ég átt- aði mig á hlut Síðu-Halls í því sem Ari fróði segir um kristnitökuna og fannst ástæða til að minnast þess. Ég setti fyrst fram hugmynd á hér- aðsfundi árið 1990 um að ástæða væri til að setja upp minnismerki í nánd við Þvottá þar sem minnt væri á þennan hlut hans,“ segir Sigurð- ur. Hann sagði tillöguna hafa fengið góðar undirtektir þá en ekkert meira hefði gerst fyrr en hann setti síðar fram teikningu að slíku minn- ismerki og ákveðið var að hrinda verkinu af stað í tengslum við kristnitökuafmælið. „Frumkvæði Síðu-Halls er lykill- inn að kristnitökunni því Þorgeir Ljósvetningagoði hefði ekki getað flutt ræðu sína nema vera búinn að tala við Síðu-Hall sem átti upptökin að samtali þeirra.“ Steinar frá Kvískeijum Minnismerkið eru tveir steinar sem Sigurður valdi við Kvísker og var þeim valinn staður við Þvottá, örstutt frá þjóðveginum á jörðinni þar sem Síðu-Hallur var skírður til hins nýja siðar og allt hans fólk eftir kristniboð Þangbrands. „Þetta eru dálítið myndarlegir steinar enda við hæfi að hafa minnismerkið nokkuð áberandi. Þannig fannst mér vera hægt að koma þessu til skila um Síðu-Hall. Mér finnst við geta sagt núna að bæði menn og máttarvöld hafi hjálpast að við að koma þessu til leiðar," sagði Sigurður og nefndi Sigurður Björnsson og Elís P. Sigurðsson afhjúpa minnisvarðann við Þvottá. hann sérstaklega stuðning séra Sig- urjóns Einarssonar, fyrrverandi prófasts á Kirkjubæjarklaustri. Steinsmiðja Sigurðar Helgasonar sá um að grafa á steininn og Vega- gerðin gekk frá bílastæði og göngu- stíg við minnisvarðann. Prófasts- dæmin þrjú, þ.e. Múla-, Austfjarða- og Skaftafellsprófastsdæmi stóðu straum af kostnaði við verkið. Við athöfnina voru flutt atriði úr Þiðrandavígi, ófullgerðu leikriti eft- ir séra Jakob Jónsson, en Þiðrandi var sonur Síðu-Halls. Einnig söng Snælandskórinn. Biskup íslands, Karl Sigur- bjömsson, flutti ávarp og lýsti blessun. Hann sagði Síðu-Hall vera einn mestan hamingjumann í ís- lenskri sögu. „Hamingjumaður í hefðbundinni merkingu þess orðs. Það er ekki umfram allt sá sem hamingju nýtur, heldur sá sem hamingju veldur, gæfuvaldur, heillagjafi, slíkur maður var Síðu- Hallur,“ sagði biskup og bætti við að það væri oft haft á orði að kristni hefði verið knúin í gegn með ofbeldi og offorsi. „Ég tel það fjarri sanni. Ég hygg að áhrif þess kyrrláta fólks sem í rósemi og trausti bar kristni vitni með lífi, orðum og verkum hafi skipt sköpum. Og atbeini Síðu- Halls, á ögurstund þjóðarsögunnar verður til þeirra heilla sem varðað hafa veg vorrar þjóðar í þúsund ár. Hann er maður birtu og friðar, sátt- ar og einingar, sem með einbeitni og stillingu leggur hemil á ofstopa þeirra er mest vilja í gegn gangast. Og þannig greiðir hann veg þeim anda sem var að nema land með vorri þjóð og kenndur er við Hvíta- Krist,“ sagði biskup ennfremur og minnti á að Þvottá bæri nafn af skírn Síðu-Halls og heimafólks hans. Séra Davíð Baldursson prófastur, sem setti hátíðina, kvaðst afskap- lega ánægður með daginn enda blíðuveður og um 200 manns við- staddir athöfnina við Þvottá, heima- menn og gestir. Verkefni stjórnmálamanna Prófastsdæmin þrjú héldu jafn- framt héraðsfundi sína á Djúpavogi um helgina. „Við afgreiddum þar hefðbundin mál, svo sem uppgjör reikninga og starfsskýrslur og ræddum ýmis málefni er snerta hjálparstarf kirkjunnar, leikmanna- stefnu og kirkjuþing," sagði sr. Haraldur M. Kristjánsson, prófast- ur Skaftafellsprófastsdæmis, og kvað hann menn einnig hafa fjallað um ýmis verkefni vegna kristnihá- tíðarinnar sem næði hápunkti á næsta ári. Á héraðsfundi Múlaprófastsdæm- is kom fram tillaga sem hneig meðal annars að því að snupra biskup vegna ummæla hans í fjölmiðlum þess efnis að hjarta hans segði að þyrma bæri Eyjabökkum. Séra Sig- fús J. Amason, prófastur Múlapró- fastsdæmis, sagði tillöguna hafa verið dregna til baka og lagði áherslu á að þetta umfjöllunarefni yrði ekki afgreitt nema á vettvangi stjómmálanna. Biskupi væri heimilt að hafa sína persónulega skoðun og það væri ekld verkefni héraðsfunda að álykta um það. Sr. Davíð Baldursson, prófastm' Austfjarðaprófastsdæmis, sagði fræðslumál helsta verkefni héraðs- fundarins. Margir væra virkjaðir til undirbúnings og þátttöku í margs konar námskeiðum íyrir bama- og unglingastarf. Hann sagði mikla samvinnu vera við Múlaprófasts- dæmi m.a. vegna kirkjumiðstövar- innar á Eiðum og kvað árangur hennar hafa verið góðan og íræðslu- starf prófastsdæmanna öflugt. Aldrei fleiri sótt um skólavist við Samvinnuháskólann á Bifröst ALDREI hafa jafn margir sótt um skólavist við Samvinnuháskólann á Bifröst og nú í ár og varð að visa mörgum góðum umsækjend- um frá. Þetta kom m.a. fram í ræðu Runólfs Ágústssonar rekt- ors Samvinnuháskólans á Bifröst við setningu 82. starfsárs skólans á sunnudag. AIIs munu um 170 nemendur stunda nám við skól- ann í vetur og eru þar af tæplega 30 í íjarnámi, sem fer að mestu fram á Netinu. Stöndum jafnfætis bestu við- skiptaháskólum erlendis Nýtt upplýsinga- og fjar- skiptakerfi var formlega tekið í notkun á Bifröst á setningardag og segir Runólfur það fullkomn- asta tölvu-, samskipta- og upp- lýsingakerfi sem nokkur háskóli ráði yfir hér á landi. „Með þessu stöndum við jafnfætis því sem best gerist í erlendum viðskipta- háskólum en það er sú mælistika sem við eigum tvimælalaust að nota,“ sagði Runólfur ennfremur í setningarræðu sinni. í samtali við Morgunblaðið sagði Runólf- Nýtt upplýsinga- og fjar- skiptakerfi tekið í notkun Bjorn Bjarnason menntamalaráðherra svaraði fyrsta símtalinu sem fór í gegnum GSM-sendinn á Bifröst, er hann hnngdi Sturla Boðvarsson samgönguráðherra, sem stóð fyrir ofan Björn á sviðinu. Á myndinni má s eiginkonu Bjorns, Rut Ingólfsdóttur. Fyrir aftan hana er Guðjón Guðmundsson alþingismaður og honu næst er Ingibjörg Pálmadottir heilbrigðis- og tryggingaráðherra. ur, að nemendur geti með því komist í þráðlaust samband við bæði innra net háskólans sem og Netið hvar sem er á háskóla- svæðinu hafi þeir til þess viðeig- andi búnað, þ.e. tölvu og net- kort. „Við erum með átta senda hérna út um allt háskólasvæðið þannig að nemendur geta setið einhvers staðar inni í hópavinnu- herberginu eða þess vegna úti á flöt með fartölvuna og alls staðar geta þeir komist í samband bæði við innra net háskólans og Netið.“ Runólfur bætir því við að fyrir ut- an háskólasvæðið geti nemendur tengst kerfinu í gegnum farsíma eða venjulegan sima. Öllum nem- endum skólans býðst nú að eign- ast fartölvu af nýjustu gerð, á vægu verði, og gefur skólinn þann hugbúnað sem í tölvuna þarf til þess að tengjast upplýs- ingabrunni háskólans. Samhliða opnun nýs upplýsinga- og fjar- skiptakerfis á Bifröst var á setn- ingardag tekinn i notkun nýr GSM-sendir frá Tali hf., sem tengjast mun umræddu kerfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.