Morgunblaðið - 31.08.1999, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 31.08.1999, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 Pro/iee Hljómtæki og bíltæki OLYMPUS LOEWL Myndavélar Sjónvarpstæki AEG 3' -Sú I to fr z ® Heimilistæki NINTENDO.64 Leikjatölvur og leikir ÆlasCopco Rafmagnsverkfæri El (i)mDesiT Heimilistæki ____rí^i____ Geislagötu 14 • Sími 462 1300 Blaðbera vantar í eftirtalin hverfi: Furulundur/Hrísalundur Akurgerði Munkaþverárstræti Melasíða/Múlasíða Huldugil Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. ► Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. AKUREYRI Morgunblaðið/Guðmundur Pðr Frá fundi fulltrúa Verkalýðsfélagsins Einingar - Iðju með bæjarráði Olafsfjarðar, þingmönnum Norður- lands eystra og fulltrúa Sæunnar Axels ehf. í Ólafsfirði í gær. Fundur um atvinnuástandið í Olafsfirði Menn eru ekki búnir að finna ljósið VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Eining - Iðja í Eyjafirði stóð íyrir fundi í Olafsflrði í gær með bæjarráði Olafsfjarðar, þingmönnum Norður- landskjördæmis eystra og fulltrúa frá Sæunni Axels ehf. Bjöm Snæbjömsson, formaður Einingar - Iðju, sagði að atvinnuá- standið í Ólafsfirði hefði verið til umræðu á fundinum og þá ekki síst vegna uppsagna um 70 starfsmanna í fiskvinnslu Sæunnar Axels, sem taka gildi eftir einn mánuð. Tengist úthlutun byggðakvóta „Við vildum kalla þessa aðila saman og heyra hver staðan er og þá hvort eitthvað léttara er yfir ástandinu. Þetta var fyrst og fremst upplýsingafundur og þótt menn séu auðvitað að vinna í málum, kom ekkert nýtt fram. Staðan er því sú sama og fyrir mánuði en engu að síður var fundurinn góður og upp- lýsandi. En menn era ekki búnir að finna ljósið,“ sagði Bjöm. Tómas Ingi Olrich alþingismaður sagði margt í óvissu í Ölafsfirði og að staðan væri ekki góð. „Að sjálf- sögðu tengjast þessar umræður út- hlutun á byggðakvóta og afskiptum opinbema aðila af sjávarútvegi á Vestfjörðum. Þar er búið að leggja 100 milljónir í gegnum Byggða- stofnun inn í fyrirtæki á Þingeyri, sem auk þess fær kvótaúthlutun. Það, sem gerir þessa stöðu flókna og erfiða, er að kvótalausir fiskverk- endur víða um land, þar á meðal á Norðurlandi eystra, hafa verið að reka starfsemi í fiskvinnslu með því að kaupa hráefni á frjálsum markaði og selja afurðir á fijálsum markaði og þeim hefur tekist að standa að arðsömum atvinnurekstri með þess- um hætti og leikið samkvæmt regl- um fiskveiðistjómarkerfisins.“ Samkeppni við ríkisstyrkt fyrirtæki Tómas Ingi sagði að nú stæðu þessir atvinnurekendur frammi fyr- ir því að vera í samkeppni um hrá- efnið við ríkisstyrkt fyrirtæki sem auk þess fengju sérstaka kvótaút- hlutun. „Það er óhjákvæmilegt að horfast í augu við afleiðingar þess sem opinber inngrip í sjávarútveg- inn hafa á stöðu þeirra sem engra styrkja njóta. Það er ljóst að físk- verkendur eins og á Húsavík hafa verið að kaupa hráefni á Vestfjörð- um en það kann að þrengjast um þann markað nú,“ sagði Tómas Ingi. Hræðsla í Hrísey Fulltrúar Hríseyjarhrepps áttu einnig fund með þingmönnum kjör- dæmisins í gær en eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag er urgur og hræðsla í starfsfólki Snæ- fells, vegna hugsanlegrar uppstokk- unar á rekstrinum þar. Bjöm Snæ- bjömsson sagðist hafa heyrt af hræðslu starfsfólks Snæfells í Hrís- ey en að ekki hefði verið tilkynnt um neinar breytingar á rekstrinum tO félagsins. Boðað hefur verið til starfsmannafundar hjá Snæfelli í Hrísey í vikunni. UI»SJÁVi WUDtve, Með blaðinu á morgun í tilefni af íslensku sjávarútvegs- sýningunni verður sérstök umfjöllun um sýninguna í sérblaðinu Úr verinu á morgun. Kort af sýningarsvæðinu er í blaðinu. Taktu blaðið með á sýninguna! Morgunblaðið/Hörður Geirsson Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirð- inga, sýnir áhugasömum gesti eitt af trjánum í garðinum. Garðveisla Minj asafnsgarðsins GARÐVEISLA var í Minjasafns- garðinum á Akureyri í tilefni af hundrað ára afmæli hans, en hann er fyrsta trjáræktarstöð landsins. Fjölmenni var í garð- veislunni en Tómas Ingi Olrich, alþingismaður, rakti sögn garðs- ins og bæjarstjórinn á Akureyri og sýslumaður Eyfirðinga fluttu ávörp. Einnig voru afhentar við- urkenningar fyrir garða og um- hverfi á Akureyri. Viðurkenningar hlutu að þessu sinni: Hamragerði 10, eigendur ísak Guðmann og Auður Þórhallsdóttir, Háilundur 3, eigendur Ólafur Karlsson og Auður Jóhannesdóttir, Dverga- gil 2-30, eigandi Húsfélagið Dvergagili 2-30,_ Dugguljara 6, eigendur Skúli Ágústsson og Fjóla Stefánsdóttir, og að lokum fjölbýlishúsin Lindarsíðu 2 og 4, eigendur Húsfélögin Lindarsíðu 2 og 4. Þess má geta að nefndin sem. stóð að verðlaunaafhendingunni sá sér ekki fært að veita neinu fyrirtæki í bænum viðurkenn- ingu að þessu sinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.