Morgunblaðið - 31.08.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 31.08.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 29 AP Dagestanskur sjálfboðaliði, sem berst með Rússum, í varðstöð við Ansal- ty. Sér til halds og trausts er hann með sprengjuvörpu og köttinn sinn. Jeltsín segir Dagestan verða „hreinsað“ Harðar árásir á skæruliða Moskvu. Reuters. RÚSSNESKIR hermenn héldu í gær uppi hörðum árásum á múslim- ska skæruliða í Dagestan en þeir hafa haft þar tvö þorp á valdi sínu í eitt ár. Er ekki um að ræða sama hópinn og lagði undir sig sex þorp í landinu fyrir skömmu og hefur nú verið hrakinn burt. Skæruliðarnir lögðu undir sig þorpin Karamakhi og Chabanmak- hi og létu yfirvöld þá óáreitta af ótta við, að árás á þá gæti kynt undir meiri ólgu í landinu. Eftir blóðug átök við skæruliða frá Tsjet- sjníju í þessum mánuði var hins vegar ákveðið að líða ekki neina skæruliðastarfsemi af þessu tagi. Skæruliðarnir eru svokallaðir wa- habbistar og fylgja strangtrúar- stefnu innan íslams. Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, sagði hins vegar á laugardag, að þeir væru ekkert annað en hryðju- verkamenn. í árásunum á skæruliða í gær var beitt fallbyssuþyrlum, oirustuflug- vélum og stórskotavopnum en óstaðfestar fréttir voru um, að Rússar hefðu misst fjóra fallna og 15 hefðu særst. Slæmt veður haml- aði nokkuð aðgerðunum en talið er, að um 500 skæruliðar hafi verið til varnar í þorpunum. Borís Jeltsín, forseti Rússiands, minntist í gær í Kreml þeirra her- manna, sem fallið hafa í átökunum í Dagestan, og sæmdi þá og aðra ýmsum heiðursmerkjum. Sagði hann, að Dagestan yrði „hreinsað" af öllum hryðjuverkamönnum. ERLENT Mo Mowlam kennt um líflátshótanir IRA Belfast. Reuters, The Daily Telegfraph. MIKILL þrýstingur er nú á Mo Mowlam, Norður-írlandsmálaráð- heiTa bresku ríkisstjórnarinnar, eftir að írski lýðveldisherinn (IRA) skipaði sex ungum mönnum að hafa sig á brott frá Norður-írlandi um helgina en ekki eru nema örfáir dagar síðan Mowlam úrskurðaði að vopnahlé IRA héldi enn. David Trimble, leiðtogi stærsta flokks sambandssinna (UUP), kenndi Mowlam alfarið um líflátshótanir IRA þegar hann sagði að þær væru án nokkurs vafa afleiðing hins um- deilda úrskurðar hennar og kröfur um afsögn Mowlam gerast nú æ há- værari. IRA hótaði mönnunum sex, sem allir eru kaþólikkar, að hafa sig á brott frá N-írlandi eða eiga yfir höfði sér að verða teknir af lífí ella. Þessar aðgerðir hersins vekja spurningar um framhald friðarferl- isins á N-írlandi en gert hefur ver- ið ráð fyrir að lögformleg endur- skoðun á friðarsamkomulaginu frá því í fyrra hæfist á mánudag í næstu viku. Gagnrýna menn að IRA komist upp með misindisverk þegar svo á að heita að herinn sé í vopnahléi. Leiðtogar UUP funda í dag um hvort þeir mæta til boðaðra funda í tengslum við endurskoðunina, sem Banda- ríkjamaðurinn George Mitchell á að stýra, en hann var sáttasemjari í friðarvið- ræðunum í fyrra. Trimble sagði á sunnudag að í kjölfar aðgerða IRA yrði „ómögu- legt“ að líta á fulltrúa Sinn Féin, stjórnmálaarms IRA. sem eðlilegan þátttakanda í viðræðunum og frétta- skýrendur hafa spáð því að UÚP gæti tekið þann kostinn að hunsa endurskoðunina. Ljóst er því að friðarum- leitanir eru í miklum ógöng- um og ekki bætti úr skák að breskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að George Mitchell hefði sakað írsku og bresku stjórnina um að hafa ítrek- að lekið viðkvæmum upplýsingum í fjölmiðla til að reyna að hafa áhril á almenningsálit. Bandarískir þingmenn í írak Bagdad. Reuters. BANDARÍSK þingmannanefnd hélt í gær til Irak í fyrsta skipti frá því Flóabardagi braust út árið 1991 og er tilgangur ferðarinnar að meta ástandið eftir níu ára viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna á landið. Þingmannanefndin, sem í sitja fimm manns, heimsótti í gær barnasjúkrahús í Bagdad og sagð- ist talsmaður nefndarinnar, Phyllis Bennis, vona að mál gætu breyst í þá veru að unnt verði að hjúkra bömum þeim er standa nú frammi íyrir afleiðingum stríðsins. Irösk stjórnvöld halda því fram að þúsundir bama látist á hverjum mánuði vegna skoits á lyfjum og lé- legs aðbúnaðar á sjúkrahúsum í kjölfar viðskiptabanns SÞ. Nýleg rannsókn Barnahjálpar SÞ (UNICEF) hefur sýnt fram á að barnadauði hefur nær tvöfaldast í Suður- og Mið-írak síðan við- skiptabanninu var komið á. STAR ALLIANCE ■■ msmy , Kaupmannahöfn 22.340 Qsló 25.640 Árósar 22.130 Bergen 25.640 Álaborg 22.550 Stavanger 25.640 Malmö 22.340 Amsterdam 29.820 Stokkhólmur 23.570 Ziirich 29.470 Gautaborg 23.540 París 30.060 ■SsSSð- t f Lágmarksfyrirvari er 7 dagar. Slðasta heimflug 30. október. Flugvallarskattar eru innifaldir í veröi. litaferðir SAS ■'áoær tilboó á fargjöldum Haustfargjöld SAS eru ótrúlega hagstæð. Þau gilda fyrir ferðatímabilið frá 18. september til 30. október og er flogið með SAS á laugardögum. Hámarksdvöl er einn mánuður. Allar nánari upplýsingar fást á næstu ferðaskrifstofu eða hjá SAS. SAS Söluskrifstofa SAS Laugavegi 172 Sími 562 2211 Netfang: sasis@sas.dk Scandinavian Airlines

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.