Morgunblaðið - 31.08.1999, Side 36

Morgunblaðið - 31.08.1999, Side 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁBYRGÐ OG YELFERÐ BARNA OFBELDI er alltaf hörmulegt, en fátt er verra en ofbeldi gegn börnum. Þau geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Það er sorgleg staðreynd, að börn hafa búið við misjafnar að- stæður frá upphafi vega, en í siðuðu nútímaþjóðfélagi ber börnunum allt það bezta sem foreldrar, ættingjar og samfé- lagið sjálft getur búið þeim. Við berum öll ábyrgð á börnum þessa lands og hún felur m.a. í sér að gera félagsmálayfirvöld- um viðvart leiki grunur á að barn sé beitt andlegu eða líkam- legu ofbeldi. Fyrirmæli íslenzkra laga í þessum efnum eru skýr og upphefja m.a. þagnarskyldu heilbrigðisstétta. Samkvæmt almennri skilgreiningu er ill meðferð „þegar börn verða fyrir áverka af hendi foreldris eða forráðamanns, eða vegna vanrækslu þeirra, og framferði foreldris eða for- ráðamanns stríðir gegn viðurkenndri hegðun eða brýtur í bága við lög um vernd barna og ungmenna nema um slys hafi verið að ræða.“ Rauði kross Islands efndi til ráðstefnu fyrir síðustu helgi um börn og áföll og í fyrirlestri, sem Gestur Pálsson, barna- læknir á Barnaspítala Hringsins, flutti, sagði hann, að ofbeldi gegn börnum fæli m.a. í sér líkamlega áverka, svo sem bein- brot, bruna, mar, sár eða áverka á innri líffærum. Kynferðis- leg misbeiting falli þó ekki undir þessa skilgreingu. Gestur kvað rétt barna viðurkenndan með ýmsum hætti, m.a. með yf- irlýsingu Sameinuðu þjóðanna og með lögum og reglugerðum hér á landi. Hann kvað réttindi barna í góðum farvegi á ís- landi, en hins vegar væri spurningin sú, hvernig gengi að framfylgja lögunum. í því sambandi lagði hann áherzlu á þá lagaskyldu, að tilkynna félagsmálayfírvöldum um slæma með- ferð á barni jafnvel þótt aðeins lægi fyrir grunur um slíkt en ekki vissa. I máli Gests kom fram, að frá árinu 1980 hafi 308 börn ver- ið rannsökuð á barnadeild Landspítalans vegna gruns um illa meðferð, þar af 43 vegna líkamsmeiðinga. I helmingi tilfella hafi verið hægt að staðfesta áverkann, sem barnið var sent út af á barnadeildina. Hann taldi trúlegt, að líkamlegt ofbeldi gegn börnum væri vangreint hér á landi. Miðað við tölur frá Bretlandi um tíðni slíks ofbeldis jafngilti það 10-20 tilvikum alvarlegra áverka hér á landi árlega og einu til tveimur and- látum. Þessar upplýsingar eru ógnvekjandi og virðist tíðni alvar- legs ofbeldis gegn börnum sennilega meira en flestir íslend- ingar hafa gert sér í hugarlund. Við því þarf að bregðast og það verður varla gert öðruvísi en að hafa vakandi auga á börnum í nánasta umhverfi. Við berum öll ábyrgð á velferð þeirra. LÍFRÆNT LAMBAKJÖT FORVITNILEG umræða á sér nú stað í íslenskum land- búnaði um möguleika þess að íslenskt lambakjöt fái vott- un sem lífrænt ræktuð afurð á Evrópumarkaði, líkt og rakið var í grein í Morgunblaðinu um helgina. Það leikur enginn vafí á því að íslenskt lambakjöt er fram- leitt við mun náttúrulegri aðstæður en gengur og gerist við kjötframleiðslu víðast hvar í heiminum. Þar sem ærnar hafa verið aldar á ólífrænu fóðri yfir veturinn uppfyllir lambakjötið hins vegar ekki reglur ESB um lífrænar afurðir þó svo að lömbin gangi sjálfala um heiðar fram að slátrun. Áhugi hefur verið á því að reyna að fá undanþágu frá þessu en það telja framleiðendur lífrænna afurða hér á landi fráleitt. Rök þeirra eru sterk. Lífræn framleiðsla á landbúnaðarafurð- um byggist á ákveðnum forsendum og hugmyndafræði, hún er ekki markaðssetningarbragð. Sé áhugi á því að auka veg ís- lensks lambakjöts á erlendum mörkuðum með því að bjóða upp á lífrænt vottaðar afurðir væri nær að hvetja þá bændur er vilja taka skrefið til fulls og uppfylla nauðsynleg skilyrði fyrir vottun. Lífrænar afurðir njóta vaxandi vinsælda í flestum iðnríkj- um og benda allar spár til að sú þróun muni halda áfram. Neytendur verða sér stöðugt betur meðvitandi um innihald matvæla og með hverju díoxín- eða hormónahneyksli vex tor- tryggni þeirra í garð iðnaðarframleiðslu á matvælum. Neytendur eiga að geta valið á milli þess að kaupa hefð- bundna framleiðslu eða þá lífræna, sem yfírleitt þarf að greiða meira fyrir. Þeim er enginn greiði gerður með því að íslensk sauðfjárrækt í heild sinni reyni að verða sér úti um líf- rænan stimpil án þess að hin nauðsynlega hugarfarsbreyting er slíkri vottun fylgir eigi sér stað. Austfirðingar stofna félag til stuðningi Morgunblaðið/jt Einar Rafn Haraldsson var kjörinn formaður samtakanna. Fóik Stjórnvöld standi fyrirætlanir um vir Með stuttum fyrirvara boðuðu nokkrir Aust- fírðingar til stofnfundar samtaka til að hvetja stjórnvöld til að hvika ekki frá áformum um virkjun fallvatna á Aust- urlandi og uppbyggingu stóriðju á Reyðarfírði. Jóhannes Tómasson sat fundinn, en hann sóttu yfír 600 Austfírðingar. Hann var þétt setinn bekkurinn í Valaskjálf á stofnfundi samtake YFIR 600 manns sátu stofn- fund samtakanna Afl fyrir Austurland á Egilsstöðum síðastliðinn laugardag. Um 1.200 manns höfðu skráð sig í sam- tökin þegar fundur var úti og jafn- framt skrifað undir áskorun til stjómvalda um „að hvika hvergi frá áformum um virkjun fallvatna á Austurlandi og uppbyggingu stóriðju í Reyðarfírði, Austfirðingum og þjóð- inni allri til heilla", eins og segir í þriðju grein samþykktai- um mark- mið og tilgang samtakanna. Áfram verður safnað undirskriftum og liggja listar frammi víða á Austurlandi. Einar Rafn Haraldsson á Egils- stöðum, sem kjörinn var formaður samtakanna, segir markmið þeirra að standa fyrir söfnun undirskrifta til að sýna hver sé raunverulegur stuðning- ur við áform um virkjanir og stóriðju á Austurlandi. Einnig að standa fag- lega að umræðu um virkjanir og stór- iðju og taka virkan þátt í umræðum um málefnið. Eiríkur Ólafsson á Fáskrúðsfirði, einn forgöngumanna um stofnun samtakanna, kvaðst vona að fundar- dagsins yrði minnst fyrir þá sam- stöðu sem Austíu-ðingar sýndu með fundinum. „Núna sjá fjölmiðlamir hinn þögla meirihluta hér á Austur- landi,“ sagði hann. Hann sagði virkjun hafa verið lofað í tuttugu ár en með- an ekkert hefði gerst mættu Austfirðingar horfa á eftir fólki sínu sog- ast til suðvesturhorns landsins. „Eft- ir tuttugu ár eru margh- sem reyna að bregða fyrir okkur fæti. Sjónvarp allra landsmanna er með hreint ótrú- legan áróður gegn Austfirðingum og atvinnuuppbyggingu hér. Búið væri að reka marga úr starfi ef þeir mis- notuðu aðstöðu sína eins og sumir þar á bæ - og samt neyðumst við til að borga afnotagjöldin," sagði Eirík- ur meðal annars í ávarpi í upphafi fundarins. Hann sagði að það sama ætti við um aðra fjölmiðla án þess að nafngreina þá. Gæs friðuð til að skjóta hana sxðar „Félagar Skotveiðifelagsins vilja friða gæsina, það er nú gott, en ein- göngu til þess að geta skotið hana síðar.“ Eiríkur sagði að Austfirðingar vildu fara mjúkum höndum um land- ið. „Við eigum rétt á og reyndar krefjumst þess að fá að búa og starfa áfram í þessum fallega fjórðungi okkar, sem er samfélag mannlífs og náttúru, og geta lifað hér mannsæmandi lífi.“ Theodór Blöndal á Seyðisfirði flutti tölu á fundinum þar sem hann rifjaði upp sögu virkjunaráforma á Austur- landi. Hann sagði í upphafi máls síns að svo góð mæting á fundinn sýndi að þeir sem hefðu staðið fyrir virkjunar- áformum og þeir sem hefðu bundið vonir við þær hefðu haft rétt fyrir sér. Theodór minnti á að Fljótsdals- virkjun hefði verið boðin út árið 1991, mörg tilboð borist og þá hefði ríkt sæmileg sátt um málið. Hann sagði bylgju fólksflutninga frá Austurlandi hafa byrjað með tilkomu kvóta, flokk- un veiðiskipa og sameiningu fyrir- tækja, vélvæðingu í frystihúsum og bræðslu, kvóta í landbúnaði og fleiru. Theodór sagði margt hafa verið gert til að snúa þessari þróun við. Stofnað hefði verið Atvinnuþróunarfélag Austurlands, sveitarfélög verið sam- einuð svo og heilsugæslustöðvar, allt þetta væri til að undirbúa jarðveginn og bæta fyrir áframhaldandi byggð á Austurlandi. „En okkur er farið að vanta ný atvinnutækifæri og þess vegna kom það eins og ný von fyrir tveimur árum þegar fulltrúar frá Noregi fóru hér um og vildu skoða byggingu stóriðjuvers í Reyðarfirði." Hann sagði að þá hefði landið á Eyja- bökkum skyndilega verið talið mun verðmætara en áður, sem gæti vel verið, og vissulega væri fagurt á Eyjabökkum. „En það verður ekki bæði haldið og sleppt. Við getum ekki Höfum beðið eftir virkjun í tuttugu ár

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.