Morgunblaðið - 31.08.1999, Page 49

Morgunblaðið - 31.08.1999, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 49 MINNINGAR KIRKJUSTARF Nú kveð ég þig, elsku besta Sig- rún, með miklum söknuði. Þú sem varst alltaf svo glöð og hress og oft- ast líf og fjör í kringum þig. Það er erfitt að sjá á eftir þér, Sig- rún mín, því veröldin brosti til þín og þú brostir á móti. Eg minnist stundanna sem við átt- um saman og rifjast þá upp ýmislegt skemmtilegt, eins og t.d. þegar við sátum í bíl fyrir utan húsið þitt heila nótt og hlógum og töluðum alveg þangað til þú þurftir að mæta í vinn- una um morguninn. Já, svona er lífíð hverfult, eina stundina skln sól og svo á auga- bragði dregur fyrir hana. Sofðu nú rótt, elsku Sigrún Sól- björt. Guð blessi ykkur, Halldór, Guðrún, Jóhanna, Oskar og Omar. Þorsteinn Másson (Steini). í dag, 31. ágúst, verður gerð útför Sigrúnar Sólbjartar Halldórsdóttur, en hún andaðist skyndilega í ferð á Spáni hinn 19. ágúst sl. Sigrún var dóttir hjónanna Guð- rúnar Hönnu Oskarsdóttur og Hall- dórs Mikkaelssonar, fiskverkanda í Neðri-Breiðadal í Önundarfirði. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt þremur yngri systkinum. Gunn- skólanám stundaði hún við Holts- skóla og Flateyrarskóla.. Vorið 1996 lauk hún prófi upp úr 10. bekk grunnskólans á Flateyri með góðum vitnisburði, ekki síst í svonefndum samræmdum gi'einum. Haustið 1996 hóf Sigrún nám við Framhaldsskóla Vestfjarða á ísa- firði, og kom þessa síðustu þrjá vet- ur daglega til skólans í gegnum Vestfjarðagöngin eins og aðrir nem- endur skólans úr Dýrafirði, Önund- arfirði og Súgandafirði gera nú. Hún stundaði námið ætíð mjög samvisku- samlega og var með bestu náms- mönnum skólans. Hún var á mála- og samfélagsbraut, og skaraði þar sérstaklega fram úr í stærðfræði, líf- fræði og tungumálunum þýsku og frönsku. Hún vildi ætíð ná sem full- komnustu valdi yfir því sem hún var að sinna og fást við, og var þar af leiðandi treg til að láta nokkuð frá sér fara nema hún væri vel ánægð með það. Af þessu leiddi að hún var nákvæm í öllum vinnubrögðum og þannig fyrirmynd annarra í skóla- starfinu. Öll verkefni hennar voru unnin af sérstakri alúð, og þegar hún skilaði þeim til kennara sinna lét hún sér ekki nægja að skrifa nafn sitt undir, heldur teiknaði hún yfirleitt einnig mynd af bjartri sól og blóm- um. Kennarar hennar gátu fyrirfram verið vissir um að verkefni unnin af Sigrúnu Sólbjörtu yrðu þeim til upp- lyftingar í vetrarskammdeginu. Sigrún stundaði ýmis störf í skóla- leyfum, og má nefna að framan af þessu sumi'i vann hún við afgreiðslu í Gamla bakaríinu á Isafirði. Sigrún hafði mikinn áhuga á íþróttum. Hún var ein besta skíða- göngukona landsins, vann íslands- meistaratitil í skíðagöngu 1998 og vann einnig Fossavatnsgöngu í kvennaflokki sama ár. Hún hlaut til- nefningu sem íþróttamaður ársins í Isafjarðarbæ á sl. vetri, án þess þó að hljóta titilinn. Sigi-ún stundaði einnig hlaup og vann einu sinni Ós- hlíðarhlaup, 10 km, í kvennaflokki. I sambandi við íþróttirnar lagði hún einstaklega hart að sér og réði yfir geysilegum sjálfsaga. Sl. vetur vann hún að þjálfun barna fyrir Skíðafélag ísfn-ðinga og stóð sig frábærlega í því starfi, enda voru börnin mjög ánægð með hennar framlag. Sigrún Sólbjört var óvenju glæsi- leg stúlka, og mjög vel gefin bæði til sálar og líkama, eins og hér hefur komið fram. Það er ekki auðvelt að skilja, að henni skyldi ekki ætlað lengra líf en raun ber vitni. Nemend- ur og kennarar við Framhaldsskóla Vestfjai'ða eru harmi slegnir yfir hinu skyndilega fráfalli hennar. For- eldrar hennar, systkini og aðrir vandamenn eiga þó um sárast að binda. Þeim eru hér með sendar innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Sigi'únar Sól- bjartar Halldórsdóttur. Björn Teitsson, Brynjar og Viborg. • Fleiri minningargveinar um Sigrúnu Sólbjörtu Halldórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaöinu næstu daga. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRARINN INGI SIGURÐSSON skipstjóri, Melabraut 28, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum laugardaginn 28. ágúst síðastliðinn. Sjöfn Guðmundsdóttir, Theódóra Þórarinsdóttir, Árni Jóhannsson, Sigurður Þórarinsson, Elín María Hilmarsdóttir, Þorvaldur Þórarinsson Unnar Eli, Sara Sjöfn og Ingi Hilmar. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR MAGNÚS MAGNÚSSON, Lynghaga 26, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 26. ágúst. Borghildur Guðmundsdóttir, Arndís J. Gunnarsdóttir, Erlingur Leifsson, Guðmundur Örn Gunnarsson, Lena Hallbáck, Hidligunnur Gunnarsdóttir, Ásbjörn Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. Okkar kæra, SIGRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, áður Hvassaleiti 22, Reykjavík, sem lést mánudaginn 23. ágúst, verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 2. sept- ember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Hanna Karen Kristjánsdóttir, Þórir Georgsson, Gunnar Þórisson, Kristján Þórisson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR VIGFÚSSON, Sólvangsvegi 3, áður Mosabarði 11, Hafnarfirði, sem lést á Sólvangi í Hafnarfirði 23. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 31. ágúst, kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Sólvang í Hafnarfirði. Ævar Harðarson, Sonja Harðardóttir, Kristjana Harðardóttir, Þórður Harðarson, Kristín Harðardóttir, Ástþór Harðarson, Ómar H. Harðarson, Magnús Ólafsson, Björn Sigtryggsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Sigurður Runólfsson, Sigurvina Falsdóttir, Ásdís Vignisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SESSELJA GUÐFINNSDÓTTIR, Borg, Njarðvík, Borgarfirði eystra, verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju laug- ardaginn 4. september kl. 14.00. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu mið- vikudaginn 1. september kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð Landspítalans eða Slysavarnasveitina Sveinunga. Sigurður Bóasson, Jón Helgason, Kristjana Björnsdóttir, Björg Sigurðardóttir, Páll Haraldsson, Jakob Sigurðsson, Margrét B. Hjarðar, Jóhann Sigurðsson og barnabörn. Safnaðarstarf S Islenskur tíða- söngur og samtal í Hallgrímskirkju Á MORGUN, miðvikudaginn 1. sept- ember, hefst vikulegur tíðasöngur í Hallgrímskirkju. Sunginn verður náttsöngur (completorium) kl. 21 alla miðvikudaga. Tíðasöngurinn er hinn gamli hefðbundni tíðasöngur, sem sunginn hefur verið um aldir í kirkju Krists. Marteinn Lúther segir m.a. um tíðasönginn: „Slíkur var ki'istinna manna háttur á tímum postulanna, og svo ætti enn að vera, að menn kæmu saman að morgni... og eins að kvöldi til að lesa, lofa, syngja og biðja... því fyrir öllu er að orð Guðs berist víða og styrki og blessi sálirnar.“ I tengslum við náttsönginn verður „opið hús“ í safnaðarsal Hallgríms- kirkju kl. 20-21. Borið verður fram kaffi og te og á hverju kvöldi verður samtal um áhugaverð efni sem snerta lífið og líðandi stund skoðuð í samhengi kirkju og kristinnar trúar. Sr. Kristján Valur Ingólfsson mun leiða tíðagjörðina og fyrsta kvöldið mun hann svara spurningum um tíðagjörð og bænalíf. Samtalsstund- irnar í vetur verða skipulagðar í samvinnu við starfsfólk á biskups- stofu og einu sinni í mánuði að jafn- aði verða fyrirlestrar á vegum Hall- grímskirkju. Samtals- og fræðslu- stundirnar verða aldrei lengri en ein klukkustund því náttsöngurinn mun ávallt hefjast stundvíslega kl. 21. Hallgrímskirkja. Fyiirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyr- irbænir kl. 18.30. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu milli kl. 10 og 12. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.30. Krossinn. AJmenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. + Konan mín, dr SIGRÍÐUR HALFDÁNARDÓTTIR, Eskihlíð 6A, 7 W andaðist mánudaginn 30. ágúst á Land- spítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. isjL/ Ólafur Halldórsson. , ..'Js + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN JÓNA LÍKAFRÓNSDÓTTIR, sem lést á líknardeild Landspítalans sunnudag- inn 22. ágúst sl., verður jarðsungin frá Kópa- vogskirkju á morgun, miðvikudaginn 1. septem- ber, kl. 13.30. Sigurður Hlíðdal Haraldsson, Helena Heiðbrá Svavarsdóttir, Ægir Haraldsson, Katrín Hildur Sigurðardóttir, Tinna Sigurðardóttir, Alda Björk Sigurðardóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, INGVARS FRIÐRIKSSONAR bónda, Steinholti. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sambýlis aldraðra á Egilsstöðum og Sjúkrahússins á Egilsstöðum fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Karólína Sigurborg Ingvarsdóttir, Alfreð Steinar Rafnsson, Guðný Valgerður Ingvarsdóttir, Friðrik Ingvarsson, Sigurbjörg Ásta Guðmundsdóttir, Haukur Ingvarsson, Aðalheiður Sigurlín Óskarsdóttir, Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir, Þráinn Skarphéðinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug og samúð við andlát og útför BIRNU ÖNNU SIGVALDADÓTTUR, Snorrabraut 69, Reykjavík. Ragnar Karlsson, Björn Ragnarsson, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, Karl Ragnarsson, Jóhanna Þormóðsdóttir, Ásta Margrét Ragnarsdóttir, Ólafur M. Jósefsson barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.