Morgunblaðið - 31.08.1999, Síða 58

Morgunblaðið - 31.08.1999, Síða 58
/ 58 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf L/tTUM OKKUR SJA - 1. VELJA LIST/t 2. VELJA MYNDBANÖ 3. SLÁ INN LYKIL 4. VELJA RÁS 5. STADFESTA 6. FLUTTÁ MYNDBAND Smáfólk /eVEN THE NI6HT5 60 / W FA5T..MA'i'BE YOU I^HOVLt? 00 WHAT I 00 Það er rétt hjá þér... Túninn lfður hratt.. Jafnvel næturnar lfða hratt... Kannski ættur þú að gera það sem ég geri Sofa hægar. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sfmbréf 569 1329 Sammála Bryndísi Frá Elísabet Jónsdóttur: EG er svo hjartanlega sammála þér Bryndís, varðandi þetta mál í Kópavogi með hundinn sem beit drenginn. Ég bara spyr; hvað var drengurinn að gera á lóð þessa fólks, og hvers vegna kom hann svona nálægt hundinum sem var bundinn? Ég segi fyrir mitt leyti að hundurinn bítur ekki frá sér nema í vöm og að hann sé áreittur, auðvitað eru til vondir hundar eins og vont mannfólk. Mín skoðun er svo eftir að hafa átt tvo mjög ólíka hunda í tegund en ekki gæsku, annar var schaefer og hinn er lítil terrier- blanda, og svo hef ég umgengist mikið af hundum í fjölskyldunni, að hundurinn bítur ekki né glefsar nema í neyðarvörn, og bundinn hundur er algjörlega ósjálfbjarga og hefur ekkert nema tennur til að verja sig gagvart ógnvaldinum sem kemur að honum bundnum í sínum garði. Ég er fullkomlega sammmála þér að foreldrar eiga að kenna börnum sínum að umgangast hundinn betur sérstaklega að nálgast hundinn á réttan hátt. Ég hef nú kynnst því eftir að hafa átt svona ólíka hunda í stærð. Þegar ég var úti með schaeferinn var ég algjörlega annars flokks manneskja að labba með óargadýr að mati flestra, börnin hrópuðu „sjáðu konuna með stóra lögguhundinn, flýtum okkur í burtu áðu en hún kemur“. Margir fullorðnir fóru yfír götuna hinum megin til að þurfa ekki að mæta mér með hundinn, og ein frúin í götunni sem ég bjó tók alltaf sveig framhjá húsinu mínu. Ég skildi þetta aldrei því hún (hundurinn) hafði aldrei, og þá segi ég ALDREI sýnt neinum ástæðu til að vera hrædd við hana. Ég efast um að fólkið sem bjó í götunni minni hafí nokkurn tíma heyrt hana gelta í þau 11 ár sem hún bjó í götunni. Þegar að því kom að fá sér annan hund, því að án þeirra held ég að ég geti ekki verið, þeir eru frábærir félagar, trygg dýr og yndislegir vinir, og besti þjálfarinn í göngutúrinn og útiverunni, þá þorðum við ekki að fá okkur schaefer aftur þó að okkur hafi langað það mjög því það eru frábærir hundar, bara mikið misskildir, svo að úr varð að fá sér eitthvað minna sem væri betur viðurkennt af mannfólkinu og börnunum, þó að svona hundur (terrier sem og annar) sé alls eins líklegur til að bíta og hver annar hundur. Þetta er bara spuraing um að verja sig og sitt svæði ef hundinum er ógnað, hefur ekkert með stærð né tegund að gera. Ég auðvitað veit ekki nákvæmlega út á hvað málið gengur í Kópavoginum, frekar en að við vissum ekki hvers vegna hundurinn blíði og góði til margra ára beit bamið, en það kom skýring og hún frekar ógeðfelld að mínu mati. Hver myndi ekki berja frá sér sem fengi blýant inn í eyrað? Ég vona bara að ekki verði tekin fljótfæmisleg ákvörðun í þessu máli. Það eru margir sem koma að því tilfinningalega, ég tel að málleys- inginn eigi að hafa sinn rétt, það verður bara einhver að tala hans máli. ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, Þrastargötu 11. Fjórðungur - eða 25% Er allt í lagi með borgarstjórann okkar? Frá Þorbirni Magnússyni: EFTIRFARANDI tilvitnanir eru allar teknar úr einni og sömu yfirlýs- ingu borgarstjórans í Reykjavík, (Morgunblaðið 26. ágúst sl.), sem var svar við fréttatilkynningu samtak- anna „Verndum Laugardalinn". Borgarstjóri segir: „Það er mikill misskilningur að ég hafi látið svo um mælt að „borgaryf- irvöld komi til með að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu um fyrir- huguð byggingaráform Landssímans og Jóns Ólafssonar í Laugardal ef 25% atkvæðisbærra borgarbúa fara skriflega fram á það“.“ Nokkrum línum seinna segir borg- arstjóri: „Énnfremur hef ég bent á það að í samþykktum okkar (þ.e. borgaryfir- valda. Innskot Þ.M.) sé gert ráð fyrir að ef um fjórðungur atkvæðisbærra Reykvíkinga óski eftir því að að til- tekin framkvæmd sé borin undir at- kvæði borgarbúa, skuli það gert“. Nú er ég alveg hættur að skilja borgarstjórann. Er ekki fjórðungur jafnt og 25%? Hvar er þá þessi mikli misskilningur sem borgarstjórinn talar um? Auðvitað kemur engum á óvart að atvinnupólitíkusar skuli segja eitt í dag og annað á morgun, við eigum ekki öðru að venjast. Stjórnmálamenn verða þó að kunna að hagræða staðreyndunum á sann- færandi hátt, ef við eigum ekki að missa allt álit á þeim. Vonandi er það bara flumbrugangur en ekki dóm- greindarleysi hjá borgarstjóranum að andmæla sjálfum sér svona aug- ljóslega í einni og sömu blaðagrein- inni. Það væri sannarlega áhyggju- efni ef rökhugsun yfirvalda er komin út í Ragnar Reykás. Borgarstjórinn klykkir út með að segja: „Ég harma að einstakir tals- menn samtakanna grípi til þess ráðs að rangtúlka orð mín og leggja mér í munn orð sem hafa aldrei frá mér komið.“ Af hverju slær svona út í fyrir borgarstjóranum? Gæti vandræða- gangurinn haft eitthvað með það að gera að bíóstjórinn Jón Ólafsson pungaði út fyrir R-listann í síðustu kosningum og nú sé komið að skuldadögum? Hvernig væri að gera nú hreint fyrir sínum dyrum og gefa upp hvaða framlög listi eða flokkur borgarstjórans þáði úr hendi bíóstjórans? Þótt ekki væri nema til að útskýra að hagsmunir en ekki heilabrestur hafi orsakað of- angreint dómgreindarleysi borgar- stjórans. Til þess að enda þessi skrif á já- kvæðum nótum vil ég gefa borgaryf- irvöldum prik fyrir að hafa ekki enn- þá hugkvæmst að staðsetja flugvöll- inn í Laugardal. ÞORBJÖRN MAGNÚSSON, Mjóstræti 2. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.