Morgunblaðið - 31.08.1999, Side 60

Morgunblaðið - 31.08.1999, Side 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 31. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ i s > 3 \ * Khalifman heimsmeistari SKAK Las Vegas HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ í SKÁK 22. - 29. ágúst ALEXANDER Khalifman sigraði Vladimir Akopian í heimsmeistara- einviginu í skák sem lauk í Las Ve- gas á laugardaginn. Khalifman fékk 3V2 vinning gegn 2'/2 vinningi Akopian. Khalifman er því 14. heimsmeistarinn í sögu FIDE. Sjötta og síðasta skákin í einvíg- inu var leidd til lykta á fjórum klukkustundum. Það sást strax í byrjun skákarinnar að Khalifman ætlaði sér ekki að ná jafnteflinu sem hann þurfti með því að tefla rólyndis- lega byrjun. Hann gaf svörtum kost á að tefla Benoni-vörn og upp kom flókin staða. Khalifman hélt áfram að tefla hvasst í stað þess að leita eftir ein- földun á stöðunni. Eftir rúma þrjátíu leiki taldi hann þó greinilega nóg komið, einfaldaði taflið og jafnteflið var í höfn. Stórmeistarinn Valery Salov benti á að þetta var í fyrsta skipti sem Benoni- vörn sést í heims- meistarakeppni síðan þeir Fischer og Spassky háðu einvígi sitt í Reykjavík 1972. Álexander Khalifman er 33 ára Rússi, fæddur 18. janúar 1966. Hann rekur skákskóla í Sankti Pétursborg ásamt ýmsum öðrum sterkum skákmönnum. Heimasíða skólans er www.gmchess.spb.ru. Rekstur skólans er tímafrekur, en þar sem skólastarfið hefst ekki aft- ur fyrr en í október gat Khalifman gefið sér tíma til að taka þátt í heimsmeistaramótinu. I viðtali að lokinni sjöttu skákinni kom fram að Khalifman hyggst einbeita sér að skákskólanum, þó hann ætli að taka þátt í skákmótum af og tO. Khalifman sagði að það hefði hjálpað sér að vera ekki í hópi þeirra sem taldir voru eiga sigur- möguleika á heimsmeistaramótinu. Hann telur að margir þeirra sem voru taldir hvað sigurstranglegast- ir hafi ekki staðist það gríðarlega taugaálag sem fylgir þessu keppn- isformi og því misst af lestinni. Landsliðsflokkur hefst í dag Skákþing íslands 1999 í lands- liðsflokki og kvennaflokki hefst í dag, þriðjudaginn 31. ágúst, í hús- næði Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Mótssetning fer fram kl. 17 og mun Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra setja mótið. Dagskrá mótsins er eftirfarandi: 1. umf. Þriðjud. 31.8. kl. 17 2. umf. Miðvikud. 1.9. kl. 17 3. umf. Fimmtud. 2.9. kl. 17 4. umf. Föstud. 3.9. kl. 17 5. umf. Laugard. 4.9. kl. 14 6. umf. Sunnud. 5.9. kl. 14 Frídagur Mánud. 6.9. 7. umf. Þriðjud. 7.9. kl. 17 8. umf. Miðvikud. 8.9. kl. 17 9. umf. Fimmtud. 9.9. kl. 17 10. umf. Föstud. 10.9. kl. 17 11. umf. Laugard. 11.9. kl. 14 Áhorfendur eru velkomnir og er 1. umferðin í boði VISA ísland. Sævar sigrar í Kópavogi Sævar Bjamason sigraði á Skák- þingi Kópavogs sem jafnframt var lokamótið á þessu ári í Bikar- keppninni í skák. Sævar sigraði af öryggi, hlaut 614 vinning í sjö um- ferðum. Hinn alþjóðlegi meistarinn sem tók þátt í mótinu, Jón Viktor Gunnarsson, varð í öðru sæti með 6 vinninga. Lokaúrslitin urðu þessi: 1. Sævar Bjamason 614 v. 2. Jón Viktor Gunnarsson 6 v. 3. Jóhann Ingvarsson 514 v. 4. Vigfús Ó. Vigfússon 5 v. 5. -8. Stefán Kristjánsson, Guðjón Heiðar Yalgarðsson, Þorvarður F. Ólafsson og Ólafur ísberg Hannesson 414 v. 9.-11. Harpa Ingólfsdóttir, Sigurbjörn Björasson og Sigurður Páll Steindórsson 4 v. 12.-17. Dagur Arngrímsson, Ólafur Kjartansson, Víðir Petersen, Emil H. Petersen, Haraldur Haraldsson og Andrés Kolbeinsson 314 v. o.s.frv. Alls tóku 29 keppendur þátt í mótinu, sem er mun meiri þátttaka en verið hefur í Skákþingi Kópa- vogs á undanfömum árum. Skák- stjóri var Gunnar Bjömsson. Bikarkeppnin sem nú fór fram í fyrsta skipti hefur svo sannarlega sannað tilverurétt sinn. Hún leiddi tU þess í flestum mótunum að fjöldi þátttakenda jókst mikið frá undan- fömum árum. Mánaðarmót T.R. Fimmtudaginn 2. september kl. 20 hefst fyrsta mánaðarmótið í nýrri mótaröð T.R. Tefldar verða 5 umferðir, alltaf á fimmtudögum, og er umhugsunartíminn D/2 klst. á 30 leiki og síðan hálftími til að klára skákina. Teflt er í lokuðum 6 manna flokki og svo opnum flokki. Raðað er í flokka eftir stigum. Mótinu lýkur 30. september. Þátt- tökugjald er kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri (kr. 1.200 fyrir utanfélags- menn), en kr. 600 fyrir 16 ára og yngri (kr. 800 fyrir utanfélags- menn). Teflt verður í félagsheimUi T.R. að Faxafeni 12. í lokaða flokknum era verðlaun kr. 12.000, kr. 8.000 og kr. 5.000 fyrir þrjú efstu sætin. í opnum flokki verða veittir verðlaunapen- ingar og skákbækur fyrir þrjú efstu sætin. Sigurvegari lokaða flokksins vinnur sér rétt til að tefla í úrslit- um mótaraðarinnar og sigurvegari opna flokksins vinnur sér rétt tU að tefla í lokaða flokki næsta móts. Bryddað verður upp á þeirri ný- ung að valin verður besta skák mótsins og fær sigurvegarinn að launum pizzaveislu hjá Sesars Pizzum. Þegar fímm mánaðarmótum verður lokið verður haldið úrslita- mót þar sem sigurvegararnir fimm tefla ásamt þeim sem átti faUeg- ustu skákina úr allri mótaröðinni. Veitt verða vegleg peningaverð- laun fyrir þrjú efstu sætin í úrslit- unum. Hægt er að skrá sig með tölvupósti (sds@rhi.hi.is) eða í síma 698 6201 (Sigurður Daði). Skákmót á næstunni 6.9. Hellir. Atkvöld kl. 20 12.9. Hellir. Kvennamót kl. 13 13.9. Heliir. Þemamót kl. 20 Daði Örn Jónsson í DAG VELVAKMDI Svarað í sfma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hildu leitað MÉR barst tölvupóstur frá manni að nafni Pau Taura og er hann að leita að ís- lenskri konu sem hann kynntist á Mallorka eitt- hvað í kringum 1965-1968. Eina sem hann veit er að hún heitir Hilda Davíðs- dóttir og er sennilega fædd 1950-1952. Þeir sem gætu gefið upplýsingar geta haft samband við hann á netinu: Netfangið hans er: jaumemontso@- arrakis.es og einnig má hafa samband við Auði í síma 862 1851. Keisarann burt ÉG VIL koma á framfæri kvörtun undan Keisaran- um. Ég þarf stundum að ganga þar framhjá á kvöldin á leiðinni heim en þá hefur oft safnast saman lið þarna fyrir utan sem ónáðar þá sem framhjá ganga. Éins leitar þetta fólk mikið í Hlemm og hangir þar fyrir utan. Finnst mér kominn tími til að loka þessum stað því það er óþolandi að hafa hann þama. Beta. Rakettur í Laugardal ÉG vil vekja athygli á því að það var verið að sprengja rakettur í Laug- ardalnum sl. sunnudag en þá var lokadagur þar. Var ég að velta því fyrir mér hvort einhverjar ráðstaf- anir hafi verið gerðar vegna dýranna. Dýrin heyra mjög vel þótt þau séu lokuð inni. Væri ekki hægt að sprengja þetta annars staðar en rétt við húsdýragarðinn? Dýravinur. Mótor er týndur MÓTOR er grábröndóttur, grannvaxinn fress með langa rófu. Hann hefur ekki komið heim í Reyr- engi síðan um verslunar- mannahelgi. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 695 8200 eða 586 1251. Fundarlaun. Fress í óskilum ÞESSI fallegi köttur sem er fress, ógeltur og ómerktur, fannst um mið- nætti 10. ágúst þ.m. Hann var á gatnamótum við brúna inn í Vatnsenda- hverfi. Hann gæti verið úr Breiðholti eða Árbæ, eins gæti hann verið kominn lengra frá. Hann er gul- bröndóttur eða rauðbrönd- óttur með hvítt í framan í kringum munn og út á kinnar. Eins er hann hvít- ur undir hálsi og aðeins niður á bringu með hvítt á vinstra fæti með ljóst fremst á rófunni og rauðri rönd hringinn. Hann er blíður og góður. Þeir sem sakna hans eða vita hvar hann á heima látið vita í Kattholt eða í síma 551 0539. Með morgunkaffinu Gott hjá þér Einar. í dag ertu bara tveimur mínútum of seinn í strætó. Viltu vera svo vænn að hella svolitlu vatni á hægri hluta yfirvara- skeggsins. Mér finnst þeir nú ganga aðeins of langt í sparnaðaraðgerðum. BRIDS Uinsjón Guðmundur Páll Arnarson AUSTUR opnar í fyrstu hendi á veikum tveimur í spaða, en síðan taka NS við og enda í sex hjörtum. Út- spil vesturs er spaðanía: Austur gefur; NS á hættu. Norður * KG4 V D832 « Á853 *D4 Austur II * D108532 ¥ 107 II ♦ G62 *ÁG Suður *Á7 VÁKG954 ♦ D10 *K62 Vestur Norður Austur Suður — — 2 spaðar 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 3 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 hjörtu Pass Pass Pass Sagnhafi var Bretinn Colin Porch. Hann tók fyrsta slaginn á spaðaás og lagði niður trompásinn í næsta slag. Spilaði svo laufi á drottninguna. Austur tók slaginn og spilaði aftur laufi. Porch ákvað að veðja á tígul- kónginn hjá vestri og gos- ann hjá austri, og spilaði því tíguldrottningunni næst. Vestur lagði kóng- inn á og Porch drap með ás. Fór svo heim á tromp til að stinga lauf og spilaði síðan trompunum til enda: Norður * KG ¥ — ♦ 8 * — Austur * D10 V — * G * — Suður * 7 ¥4 ♦ 10 * — Þegar hjartafjarkanum er spilað í þessari stöðu þvingast austur með tígul- gosann og D10 í spaða. Það er athyglisvert, að ekki má taka nema eitt tromp í byrjun, því annars skortir samgang. Vestur * 96 ¥6 * K974 * 1098753 Vestur * — ¥ — ♦ 97 *10 Víkverji skrifar... AÐ ríkti mikil gleði í vestur- bænum á sunnudagskvöldið eftir að KR-ingar unnu verðskuld- aðan sigur á Eyjamönnum í úrvals- deildinni í knattspymu. Er vestur- bæjarliðið komið með aðra höndina á Islandsmeistarabikarinn eftir 31 árs bið. Mikill munur var á liðunum í leiknum og má segja að dæmið hafi snúist algjörlega við frá leik lið- anna í Frostaskjóli í fyrra þar sem Eyjamenn höfðu töglin og hagld- irnar allan tímann. Leikmenn KR vora vel stemmdir í leiknum og ekki sama taugaveiklun í liðinu og áhorfendur upplifðu í fyrra. En þrjár umferðir era eftir af mótinu og geta KR-ingar ekki fagnað sigri fyrr en að þeim loknum. XXX ÍKVERJI var staddur á litlu kaffihúsi í miðbænum um helgina þar sem ekki er hægt að kaupa kók heldur bara pepsí. Hann spurði eiganda kaffihússins hverju þetta sætti og fékk þau svör að litl- um viðskiptavinum eins og þessu kaffihúsi stæði ekki til boða að fá gos frá Vífilfelli með bíl frá fyrir- tækinu heldur þyrfti hann að sækja gosið sjálfur upp í Vífilfell. Því hafi hann ákveðið að skipta ekki við Vífilfell heldur frekar við aðila sem veittu betri þjónustu. Þetta kom Víkverja mjög á óvart þar sem hann hélt að öll kaffihús, sama hve stór þau væra, sætu við sama borð hvað varðar þjónustu. Drakk hann pepsíið sitt með bestu lyst eftir að hafa heyrt þetta og mun gera svo áfram. xxx MJÖG margir íslendingar hafa lagt leið sína til útlanda í sum- ar og í mörgum tilvikum hafa sól- ríkir staðir orðið fyrir valinu. Vík- verji heyrði af tveimur ferðalöng- um sem lentu í talsverðum erfið- leikum við að útvega sér farareyri degi áður en leggja átti í ferðalagið. I öðra tilvikinu var viðkomandi á leið til Spánar og fór í bankastofn- un á höfuðborgarsvæðinu til þess að sækja sér spænska peseta. En það var ekki ferð til fjár þar sem engir pesetar voru til í útibúinu og var það ekki fyrr en í þriðja útibú- inu sem honum varð að ósk sinni. Var þetta mjög bagalegt fyrir við- komandi þar sem þetta var á þriðjudegi eftir verslunarmanna- helgi og mjög mikið að gera í öllum bönkum. Fór því ómældur tími í að keyra á milli banka og standa í bið- röðum eftir gjaldeyri. Hið sama kom fyrir eldri konu sem ætlaði að fá gjaldeyri í þýsk- um mörkum. Þurfti hún að leyta til fleiri en einnar bankastofnunar til þess að fá gjaldeyri fyrir ferða- lagið. Uppákomur sem þessar geta verið mjög bagalegar fyrir ferða- langa sem oft á tíðum hafa í nógu að snúast rétt áður en lagt er af stað í sumarfríið. Landsbankinn í Leifsstöð á hins vegar mikið hrós skilið fyrir góða þjónustu við aðila sem eru á síðustu stundu að útvega sér gjaldeyri. Er svo komið að Vík- verji dagsins er hættur að nýta sér gjaldeyrisþjónustu á höfuðborgar- svæðinu þar sem alltaf er hægt að fá gjaldeyri í Leifsstöð og á það ekki bara við um seðla heldur er einnig hægt að fá erlenda smá- mynt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.