Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 13

Skírnir - 01.04.1910, Page 13
Björnstjerne Björnson. 109 ritar aftur og aftur sína eigin sögu, þótt lesendur hans verði þess eigi varir í fljótu bragði. Sálarlíf hans er svo auðugt, svo margbreytt og fjölskrúðugt, að hann kemur fram sem nýr maður í hverju nýju riti, og er þó ættar- svipurinn undir niðri jafnan einn og hinn sami. Sjálfur er hann Sverrir, birkibeinahöfðingihn, í leikritinu »Milli bardaganna«, hataður og misskilinn, þóttthann vilji ekk- ert annað en heill lands og lýðs. Sjálfur er hann áfloga- garpurinn Þorbjörn í Grenihlíð, sem býður öllum byrginn. Og það er barátta hans sjálfs á æskuárunum í Kristjaníu sem speglast í þessum ritum. Sjálfur er hann Arni, skáld- ið unga, er finst þröngt um sig í dalnum heima og þráir með erninum upp yfir fjöllin háu. Og svo mætti halda áfram að rekja sporin í ritum hans. Hann vex og þroskast með hverju riti, nýjar hugsjónir birtast, nýjar útsjónir opnast, víðari, bjartari, fegurri, tignarlegri. Hann stígur fram smám saman sem full- trúi nýrra hugsjóna á öllum sviðum þjóðlífsins, fulltrúi frjálslyndis og drenglyndis í stjórnmálum (Redaktören, Kongen, Paul Lange og Tora Parsbjerg), uppeldismálum (Det flager) og trúmálum (Pá Guds Veje), fulltrúi jafnrétt- is og skírlífis í sambúð karla og kvenna (Leonarda, En Hanske). Hann er á nokkurskonar fjallgöngu svipaðri þeirri, er Matthías Jochumsson lýsir í kvæði sínu »Leiðslu«; hann leitar hærra og hærra, unz hann stendur á efsta tindinum og baðar sig í himintæru fjallaloftinu og svelg- ir »voðalegt þor«, þar til honum vex svo ásmegin, að hann leggur út í að ráða dýpstu og erfiðustu gátur og viðfangsefni sálarlífsins og þjóðfélagslífsins, eins og hann gerir í leikriti sínu »Over Evne I—11«, sem að öllu sam- anlögðu er hið lang áhrifamesta og stórfenglegasta af öllum ritum hans, og eitt af mestu snildarritum samtíðar- innar. En þótt Björnson að öllum jafnaði gerist fulltrúi og staðgengill nýrra hugsjóna í ritum sínum, þá rekur hann sig samt eigi á það skerið, sem mörgu skáldinu verður hált á, er fjallar um deilumál samtíðar sinnar.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.