Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 15

Skírnir - 01.04.1910, Page 15
Björnstjerne Björnson. 111 sem fleiru til uppáiialdsmánaðar síns, aprílmánaðar. Lagð- ist hann á stundum allþungt á móti þeim skoðunum, er hann áður hafði haldið fram af kappi, og taldi þær óal- andi og óferjandi. Mætti þar telja til nokkur dæmi. Þannig var hann um eitt skeið rammur kirkjutrúar- maður. gerðist síðan Grundtvígssinni, en hallaðist smám saman meir og meir á móti kenningum kirkjunnar, þýddi á norska tungu nokkur af ritum Ingersolls, er einna andvígastur hefir þótt kirkjutrúnni af samtímarit- höfundum, og hafnaði sig að lokum, eftir því sem næst verður komist, í skoðun þeirri, er hann heldur fram i niðurlagsorðum skáldsögunnar »Pá Guds Veje« (»vegir vandaðra manna eru vegir guðs«). Framan af æflnni hallast hann á sveif með málstreitumönnunum norsku, þeim Aasen og Vinje, en á síðustu árum æfinnar lagðist hann manna mest á móti því máli og leitaðist við að vinna því alt það ógagn, er hann mátti. Sú var tiðin, að honum þótti ekkert stjórnarfyrirkomulag samboðið frjálsbornum mönnum nema lýðveldið eitt. Hélt hann því fram af miklum móð bæði í leikriti sínu »Kongen« og erindum nokkrum, er hann flutti í almennings áheyrn og birti síðan á prenti. En svo fóru leikar, að hann hallaðist að konungsveldinu, er Norðmenn áttu um að kjósa eftir skilnaðinn við Svía. Þessar sífeldu stefnubreyt- ingar hans stafa eflaust mest af því, að sál hans er á sífeldu ólgu- og þroskaskeiði, svo fastar, ákveðnar grund- vallarskoðanir ná eigi að setjast hjá honum til fulls. Hann beinir öllu lífsafli sínu að kröfum hinnar líðandi stundar. Það er engu líkara en að málefnin og skoðan- irnar hafl hann á valdi sínu, en hann eigi þær. Hann er ekkert annað en þjónn og verkfæri þeirrar skoðunar, sem í þann og þann svipinn heflr yfirtökin í sálu hans. Sannleikurinn er í hans augum ekki algildur og ákveðinn, hann er það, sem í svipinn er efst í huga hans. Það er þetta, sem veitir honum um leið kjark og þrek til að brjóta hvað eftir annað bág við hinar fyrri skoðanir sín- ar og láta það uppi óhikað og afdráttarlaust, þótt skjal-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.