Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 16

Skírnir - 01.04.1910, Page 16
112 Björnstjerne Björnson. arar og skrumarar sprettu fingrum að honum með ópi og illum látum og nefndu hann liðhlaupa og landráðamann. Honum lét annað betur en að fara dult með skoðanir sín- ar, enda voru svik eigi fundin í hans hjarta. Hann hafði jafnan hátt um sig og horfði eigi í að »tefla lýðhylli sinni í hættu að minsta kosti einu sinni á ári«, eins og vinur hans Ernst Sars komst að orði. Hann sótti sig aftur jafn- harðan í áliti almennings, enda hlotnaðist honum einum manna tignarnafnið »hinn ókrýndi konungur Noregs«. En hins má eigi dyljast, að oft varð þunnskipað um hann í svipinn, er hann lagðist á móti þjóðarviljanum, og tók hann sér það allnærri, því hann var undir niðri afar viðkvæmur í lund, er vígamóðurinn var af honum runn- inn. Er vísa hans ein órækur vottur þess og um leið jhins, að eigi þvarr þrek hans né kjarkur, þótt öndvert folési. En vísan er þessi: Vær glad, nár faren vejer hver evne, som du ejer: Jo större sag, des tyngre tag, men desto större sejer! Gár stötterne i stykker, og vennerne fár nykker, sá sker det blot, fordi dn godt kan gá foruden krykker. — Enhver, gud sætter ene, han selv er mere nær. Björnstjerne Björnson var að sjálfsögðu allmjög við rið- inn stjórnmál Noregs. Hallaðist hann þar að öllum jafn- aði á sveif með hinum ákveðnustu sjálfstæðismönnum og barðist undir merki þeirra bæði í ræðum og riti. Fáir menn utan sjálfra blaðamanna munu hafa ritað fleiri greinar um stjórnmál en hann, bæði í heimablöðin og endur og sinn í stórblöð erlendis. Mælsku sinni hinni miklu og aðdáanlegu beitti hann aftur og aftur í þjónustu stjórnmálaflokks þess, er hann fylgdi, og leiddust menn

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.