Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 22

Skírnir - 01.04.1910, Page 22
118 Daði Níelsson „fróði“. Daði var fæddur að Kleifum í Gílsfirði 22. júlí 1809, laugardaginn í 14. viku sumars1). Foreldrar hans voru Níels Sveinsson bóndi á Kleifum og Sesselja Jónsdóttir Guð- mundssonar á Barmi í Dalasýslu. Níels var fæddur 1764 og andaðist snögglega í júnimánuði 1810. Sveinn Stur- laugsson faðir Níelsar var fæddur 1728 og andaðist skömmu eftir aldamótin 1800 fullra 72 ára. Hann var íturmenni hið mesta, fríður sýnum og karlmannlegur á velli, mikilleitur, ennimikill, nefstór, bláeygur og manna hárprúðastur á yngri árum; var hárið bleikt og féll í lokkum. Hann var manna hagastur bæði á tré og járn, silfur og kopar, og var svo að orði utn hann kveðið, að alt léki i höndum hans, sem hann tæki á. Hann hafði skarpar sálargáfur, næmi, greind og minni, og sá jafnan fljótt hvernig.í hverju máli lá, Auk þess var hann vel hagmæltur. Get eg Sveins hér svo ítarlega af því, að auðsætt er, að sonarsynir hans hafa sótt til hans bæði gáfur sinar og ýms ytri líkamseinkenni. En heldur þótti Sveinn geðstór og óþýður í lund, drykkjugjarn og óeirinn við öl2). Eftir að Daði misti föður sinn fór hann til frændfólks sins, því móðir hans var bláfátæk. Olst hann þar upp við bágindi og var hart haldinn; fekk því lítinn þroska. Hjá móður sinni og seinna manni hennar dvaidi hann frá 1818 til 1822 við skort og óþýtt atlæti, og átti hann jafnan litlu ástríki að fagna af móður sinni. Vorið 1822 var hann fermdur á hvítasunnudag í Garpsdalskirkju af síra Jóhanni Bergsveinssyni. Hrósaði prestur honum fyrir nærai og skilning og setti hann et'stan á kirkjugólfl af börnum þeim, er þá voru fermd. Hafði hann mest lært að lesa af eigin ástundan. Eftir ferminguna fór hann *) Svo segir kirkjubók Garpsdalskirkju (i Landsskjalasafninu). Sjálf- ur telur Daði sig fæddan 24. júli, en Jón Borgfirðingur í æfiágripi Daða (ísafold VIII, 1881, nr. 2) segir hann fæddan 27. júlí. *) Fjallkonan VII, 1890, nr. 16 og Jón Borgfirðingur i Rithöfunda- tali síuu hiuu meira II, 1, hndrs. J. Sig. nr. 104, 4to.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.