Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 41

Skírnir - 01.04.1910, Page 41
Daði Níelsson ,,fróði“. 137 sprottin af þessari meðvitund um hæfileika, er eigi fengu notið sín. Þetta er gömul saga, en því miður býsna al- geng hér á landi. Rit hans bera þess fullan vott, að fróðieiksfýsnin var óseðjandi, enda eru og áreiðanlegir menn til frásagnar um það. Fer og eigi tvennum sögum um hitt, að hann staríaði sýknt og heilagt að ritum sín- um. Mætti líf hans og störf vera bending og hvatning þeim, er mentun hafa þegið og eitthvað fengist við rit- störf, án þess þó að fá notið sín til fulls, að láta eigi hug- fallast, þótt eitthvað kunni á móti að blása. Að verja gáfum sínum og kröftum til ritstarfa háður þröngum og erfiðum lífskjörum, án þess að gera sér von um nokkurn hagnað í aðra hönd, jafnvel án þess að gera sér von um að ritin nokkuru sinni komi fyrir almennings sjónir, svo höfundurinn hljóti að minsta kosti maklegan orðstír, er svo dæmalaust í sjálfu sér, að lítt mundi trúanlegt tekið í öðrum löndum, þótt hér á landi sé það eigi svo mjög fátítt. Það er í sannleika óeigingirni á hæsta stigi. Það er að unna fróðleik fyrir fróðleiks sakir. Verður oss þar ósjálfrátt að minnast sagnaritara vorra hinna fornu, er létu eftir sig ódauðleg listaverk án þess að láta nafns síns getið. Er þessa einkennis fagurlega og maklega minst í kvæði Gríms Thomsens um Daða á þessa leið: Eigi fyrir hefð né hrósi hann að sínu starfi vann; hann að sannleiks leitaði ljósi, leitaði vel — og margt hann fann. J. Jónsson. ‘) Þessi æfiatriði Daða eru tínd saman nr ýmsum áttum, eins og tilvitnanirnar hera með sér, og er þó gert af litlum föngum. Lang- mestan stuöning hefi eg haft af ritum Jóns Borgfirðings, er eg hefi oft vitnað til. Munu þau reynast ómetanlegur stuðningur öllum þeim mönn- um, er fjalla um hókfræði vora frá seinni öldum, J. J.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.