Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 54

Skírnir - 01.04.1910, Page 54
150 Holdsveikissaga. 23. Sóknarprestur heimsæki sjúklingana á sunnudögum. 24. Spítalasjóðirnir skulu yera í vörslum þess umsjónar- manna, sem talinn er áreiðanlegri. í skipun þessari er beinlínis bannað að taka aðra sjúklinga í spítalana en holdsveika og var það ekki gjört viljandi úr því. Klausturhólaspítala hafði einu sinni verið lokað og í annað skifti fluttur. Nú, 1752, var hann fluttur að Kald- aðarnesi10), er var ein af þeim jörðum, sem.stungið var upp á í Bessastaðasamþyktinni, en á Klausturhólum hefir aldrei síðan verið spítali. Eftir miðja 18. öldina var nokkru meiri aðsókn að spítölunum í Skálholtsbiskupsdæmi en verið hafði á biskups árum Jóns Vídalíns og Jóns Árnasonar, en álit þeirra óx ekki. Fjárhagurinn, sem var sæmilegur, þegar Jón Árna- son dó, versnaði stórum og var hinn bágbornasti á næstu 20 árunum, svo að spítalarnir komust aftur í skuldir, og það sem verst var: holdsveikin óx jafnt og þétt. Ástandið á Möðrufellsspítala var ekki betra. Það má sjá á bréfum lögmannsins norðan og vestan, Sveins Sölva- sonar.ib) '% Hann skrifar sýslumönnum Norðanlands 1755 og bað um tillögur þeirra um spítalann. Spítalahlutir fáist eigi, né sektagjöld og séu engir peningar til. — Sýslumennirn- ir svara allir á sama hátt, vilja láta rdða konungi til að loka honum algjörlega. Bjarni Halldórsson á Þingeyrumib) skrifaði rækilegast um þetta (a8/! 1756). Segir hann: að spítalinn sé svo kostn- aðarsamur, að sjúklingana megi hafa heima fyrir hálfvirði þess, er fer til þeirra þar; að spítalinn komi eigi að til- ætluðum notum, vegna þess hve fáir geti komist þangað og að sjúkdómurinn, sem hann, eftir skoðun þeirra tíma, ætlaði að væri nókkurskonar skyrbjúgur, væri harla. lítið næmur, því að »hin sóttnæma holdsveiki heitu landanna »lepra contagiosa« væri afarsjaldgæf hér. Bjarni gjörði lítið úr, að spítalinn mundi fá miklar tekjur (spítalahluti og sektir), enda var hann sjálfur illræmdur fyrir það, hve

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.