Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 60

Skírnir - 01.04.1910, Page 60
156 Dauðinn. yfir rollunum. Maður fann aldurinn færast yfir sig við þá upphefð. Þennan dag átti eg að slá grasið á milli leiðanna í kirkjugarðinum. Eg hamaðist eins og berserkur, bæði til þess að reyna að vera eins duglegur og »fullorðna fólkið«, og svo var satt að segja ekki trútt um að eg væri hálf- smeikur eftir að farið var að skyggja. Eg var líka svo fjandi óheppinn að Hálfdán gamli gat ekki verið hjá mér. Hann hafði verið lasinn í nokkra daga af hósta og mæði fyrir brjóstinu, svo hann gat ekki einu sinni staulast út að leiðinu hennar Bjargar. Mér hefði verið borgið, ef hann hefði verið hjá mér. Að vísu var kirkjugarðurinn skamt frá bænum, en mér fanst eg samt ekki vera allsendis öruggur. Drauga- sögurnar sem Hálfdán gamli hafði sagt mér rifjuðust upp í huga mínum, svo að eg svitnaði af ótta. Eg reyndi af alefli að hugsa um eitthvað annað, en tókst það ekki. Eftir því sem dimma tók varð eg smeikari og smeikari. Hver vissi nema þeir dauðu kynnu að heimsækja mig í nótt. Ef til vill vaknaði eg við að sjá herbergið fult af vofum, sem skóku reiðulega kjúkurnar framan í mig, eins og þær segðu: Eg vil fá grasið mitt! Skilaðu mér grasinu mínu! Eg reyndi að bægja þessum hugsunum frá mér, með því að hamast sem mest eg mátti. En í hvert skifti sem eg heyrði eitthvert hljóð, ef eg til dæmis rak ljáinn í stein, hrökk eg við og horfði aftur fyrir mig, eins og eg ætti von á að einhver draugskrumlan fálmaði til mín upp úr leiðunum. Það varð skuggsýnna og skuggsýnna og tjargaði kirkjuveggurinn fyrir framan mig varð eins og ægilegri og ægilegri. Loks gat eg ekki haldist þar lengur við og fleygði frá mér orfinu. En í því bili varð mér litið út að kirkjugaflinum. Sé eg þá ekki einhverja hrúku sitja á einu leiðinu,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.