Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 65

Skírnir - 01.04.1910, Side 65
Dauðinn. 161 Eg ætlaði að svara einhverju, en varð þess þá var að hún va.r farin, og þegar eg leit upp, sá eg hvar hún þeysti niður traðirnar við hliðina á grímumanninum. Eg sá hvernig svört töglin á klárunum slógust í loftinu, og heyrði glymja í hófum þeirra eins og þegar hleypt er skaflajárnuðu yfir ís. Svo hurfu þau bak við Stekkja- hamar. Þegar eg misti sjónar á þeim, varð eg þess var að bleiki klárinn stóð enn þá hjá mér. Hann var afarstór vexti, en svo magur, að eg gat talið í honum hvert rif. Húðin var eins og gulbleik slepja utan um beinin. Hann hengdi niður höfuðið og skrælþur tungan hékk út úr kjaftinum, en hann gaut á mig svo undarlegum augum, að það fór hrollur um mig allan. Augun voru hvít og það glóði í þau eins og maurildi eða urðarmána. Eg hef einu sinni séð þá bölvaða ófreskju áður. Mér varð ekki um sel og ætlaði að taka út úr honum beizlið og hleypa honura burt. En þá teygði hann fram makkann, og eg sá augun færast nær og nær. Það glóði svo djöfullega í þau, að mér fanst draga af mér allan mátt eftir því sem þau færðust nær. Svo fann eg að hann rak framan í mig vota snopp- una, og þá var eins og helt væri ísköldu vatni niður eft- ir brjóstinu á mér. Við það vaknaði eg«. Hann hafði sagt mér draum sinn næstum því hvíld- arlaust, eins og honum væri um að gera að segja hann sem fyrst. Líklega hefir það reynt of mikið á hann enda fekk hann ákafa hóstahviðu á eftir. Það var líka orðið hrollkalt, og kvöldgolan hvein ömurlega í kirkjuturninum. Þegar hann mátti mæla fyrir mæðinni og hóstanum, sagði hann við mig: »Þarna sérðu, drengur minn! Sá bleiki táknar dauð- ann. Og Björg mín beiddi mig að koma fram eftir á laugardaginn, en það er á morgun. Vittu nú til hvort þetta kemur ekki fram . . . En viltu nú ekki leiða mig inn, mér finst eg vera orðinn svo máttlaus«. 11

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.