Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1910, Side 68

Skírnir - 01.04.1910, Side 68
164 Dauðinn. ið þess að sér væri gefið það, ef dauða hans bæri fljótt að höndum. Faðir minn sá að hann vissi alt hvað fram fór, og sýndust varir hans bærast ofurlítið, eins og hann ætlaði að þakka, eftir að hafa meðtekið '»líkama og blóð Krists*. En hann mátti ekki mæla, og rétt á eftir fór andlitið að blána og froða að renna út um munnvikin. Hann fekk fremur hægt andlát. Vinnukonan, sem kom með morgunkaffíð til mín, sagði mér þetta alt með mestu nákvæmni. Mér kom það ekki á óvart, en samt gat eg ekki að því gert, að eg fór að hágráta, er hún sagði mér frá dauða hans. Mér þótti svo vænt um Hálfdán gamla. Vinnukonan sagði mér loks að nýlega hefði verið lokið við að leggja Hálfdán gamla til frammi í skemmu. Það var mitt fyrsta verk að ganga þangað út, eftir að eg var kominn á fætur. Líkið lá á tveim borðum, sem lögð voru yfir tvo tóma tjörukagga í skemmunni. Það var sveipt línlökum. Handleggirnir voru krosslagðir á brjóstinu og yfir þá lögð sálmabók svört með gyltum kross á spjaldinu. Eg skoðaði líkið í krók og kring með lotningarfullri alvöru. Mest var eg hissa á hve langt það var. Nú var Hálfdán gamli ekki lengur lotinn. Eg gerði krossmark yfir líkinu með miklum fjálgleik, eins og mér hafði verið sagt að gera. Síðan lyfti eg var- lega klútnum frá andlitinu, sem lagður hafði verið yfir það. Eg horfði gagntekinn á þessa þektu, en köldu og stirðnuðu andlitsdrætti. Hrukkurnar á andlitinu voru næstum þvi horfnar, og yfir því hvíldi einhver friður, einhver köld ró, sem eg aldrei hafði þekt áður. Augunum hafði verið lokað, svo það var hálfvegis eins og hann svæfi, en munnurinn stóð hálfopinn. Eg lagði klútinn aftur hægt yfir andlitið, og nokkur tár hrutu um leið niður á hann.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.