Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 72

Skírnir - 01.04.1910, Page 72
168 Úr ferðasögu. verið unun að líta, því að saga Parísarborgar er blóðí drifin mjög og auðug að hryðjuverkum. Nötre Dame kirkjan stendur á eyju í Signu, þar sem endur fyrir löngu var fyrsti vísir Parísarborgar; þar var auðveldast að kom- ast yfir ána, en þó var þar betra vígi en á árbökkunum. Þarna stóð kirkja, er norrænir víkingar héldu langskipum sínum uppeftir Signu og herjuðu á París, og löngu áður mun á þessum sama stað hafa verið heiðið hof. Victor Hugo hefir víðfrægt Frúarkirkju í alkunnrí skáldsögu, og með undarlegum minningarþunga horfir steinandlit hennar yfir borgina framundan. En svo svip- mikil sem Frúarkirkja þessi er hið ytra, þá virtist hún að innansýn tilkomulitil hjá dómkirkjunni í Mílano. 3. Ekki virtist mér umferðin í París jafn fossandi í öll- um götum eins og í Berlín. En þó var með köflum, á þeirri leið, sem auðfólkið fer til Boulogneskógarins, meiri fjöldi af bifreiðum en eg sá nokkurs staðar í Berlín eða jafnvel í Lundúnura. I Avenue des Champs Elysées sá eg einu sinni hérumbil 130 bifreiðar þjóta framhjá á 5 mínútum, auk fjölda annara vagna. En vitanlega er hætt við að eitthvað misteljist þar sem bifreiðarnar koma brun- andi með flughraða, og stundum margar í senn. Eg geng í hægðum mínum eftir sumum fjölförnustu götunum og horfi á andlitin og umferðina. Andlit manns, það er æfisaga bans, ef menn kynnu að lesa, og eigi ein- ungis hans sjálfs, heldur einnig forfeðra hans. Einstöku sinnum bregður fyrir einhverju afgerfi að fegurð, karl- kyns eða kvenkyns, eða þá að ófrýnileik, mönnum og konum, sviplikum því, sem mætti hugsa sér verstu ill- virkja. En raunar er nú varlega dæmandi þar; það er ekki altaf sem litur deilir kosti, og það sem menn kalla illmannlegan svip er oft á þeim sem finna eitthvað til, en góðmannlegur svipur á hinum sem líður vel, þó að illmenni geti verið. Kvenfólk í París er annálað fyrir smekkvísi í lát-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.