Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 73

Skírnir - 01.04.1910, Page 73
Úr ferðasögu. 16» bragði og fataburði, og litfríð andlit eru þar mjög algeng; en vel litkuð verður þar oftar að þýða sama sem vel máluð; þessar vel hvelfdu brýr, fögru kinnar og blómlegu varir, er eigi sjaldan fremur að skoða sem listaverk held- ur en lifandi andlit. 4. Eitt er mjög tafsamt fyrir bókavin, sem að eins á fárra daga kost á að kynna sér þessa miklu borg, nefni- lega sýningar bókverzlananna. Mér eru i minni bókabúð- irnar í Avenue de l’Opera, (hinum afar fjölfarna götudal, þar sem fyrir botni er skrautsýn söngleikhússins mikla), raðirnar af frábærlega snotrum bindum, þar sem standa á nöfn þau sem lýsa bjartast yfir frakkneskum bókmentum, frá Rabelais til Anatole France; og eigi að eins frakk- neskum, því að eg sá þar m. a., á frummáli og í ágætum þýðingum, mína uppáhaldshöfunda frá Hóratius og Petro- níus Arbiter til H. G. Wells. En þó ekki alla, íslending- ana vantaði því miður alveg, að fornu og nýju; jafnvel ekki Njála og Egilssaga hafa enn þá öðlast þá heims- frægð sem þær eiga skilið. Hvergi virðist eins smekklega gengið frá bókum og jafnvel dagblöðum eins og í París; það er mikill munur og á ensku dagblöðunum, sem altaf eru smánarlega prent- uð og víst yfirleitt talsvert ver rituð. En raunar er í frönsku blöðunum gert meira en góðu hófi gegnir að því að kitla tilfinningarnar og ritsnildin virðist oft og einatt nokkuð tildursleg. En annars skal fúslega játað, að eg er of illa að mér í frönsku máli og bókmentum til að fella eins vel rökstudda dóma um þessi efni og vera bæri. Mér virðist frakkneskan fremur ljótt mál með öll sín nefhljóð og áherslu á síðustu samstöfu; hún kemst ekki að hljómfegurð í neinn samjöfnuð við ítölsku, og er enn þá skældari og bjagaðri, enn þá »færeyskari« þegar við latínuna er miðað, heldur en ítalskan. Manni getur ekki annað en komið til hugar orðatiltæki Bjarna Thórarensens um að gylla skít, þegar þess er gætt hvílíkt kapp afbragðs rithöfundar,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.