Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1910, Page 74

Skírnir - 01.04.1910, Page 74
170 Úr ferðasögu. — ýmsir þeir menn sem pennafærastir hafa verið og ljós- ast hugsað, — hafa lagt á að rita þetta mál af snild, og arfleiða það að andríki sínu, fyndni og sálarinnsýn. Frakkneskir rithöfundar hafa löngum verið berorðari og margmálli um samfarir karla og kvenna en gjörist hjá öðrum þjóðum, og stingur það mjög í stúf við siðsem- ina sem er á pappírnum hjá nágrönnunum hinumegin við sundið. Kveður svo ramt að pappírssiðseminni ensku, að komið hefir til máls — eða svo sagði mér H. G. Wells — að banna þýðingu á ritum eftir Anatole France, og er þó France víst einn af hinum »siðsamari« skáldsagnahöfund- um sinnar þjóðar og orðvarari um ástamál. Það er dálítið ættarmót með riddarasögunum íslenzku, sem að vísu voru runnar frá Frakklandi eins og kunnugt er, og svo frakkneskum skáldsögum eins og þær eru ritaðar enn þann dag í dag; en enskar skáldsögur minna aftur meira á hinar eiginlegu íslendingasögur, enda eru runnar af skyldri rót, eins og betur verður minst á seinna. 5. Paris er talinn mestur glaumbær og glæsibær Evrópu og mesta skemtanaborg heimsins. Venja þangað mjög komur sínar auðugir Englendingar og Ameríkumenn, og annars fólk um víða veröld sem á vel fullar buddur. Kunna Parísarbúar betur en aðrir til þeirrar listar að egna fyrir hverja mannlega fýsn. Frakknesk matreiðsla er víðfræg um löndin, og fleira frakkneskt Einkennilega frakkneskt er það, að staðir sem í öðr- um borgum eru lausir við auglýsingar, eru í París allir útmálaðir með fyrirheitum fullkomins bata öllum þeim sem þjást af ýmsum þeim sjúkdómum, sem ætla mætti að hefðu komið kirkjuföðurnum Tertullian til að nefna konuna verkfæri djöfulsins. Það er ekkert annað en snúa sér til N. N. eða kaupa það og það kynjalyf. öðrum þræði er svo verið að auglýsa óbrigðul með- öl gegn ólyst á kvenfólki og magnleysi.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.