Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1910, Síða 74

Skírnir - 01.04.1910, Síða 74
170 Úr ferðasögu. — ýmsir þeir menn sem pennafærastir hafa verið og ljós- ast hugsað, — hafa lagt á að rita þetta mál af snild, og arfleiða það að andríki sínu, fyndni og sálarinnsýn. Frakkneskir rithöfundar hafa löngum verið berorðari og margmálli um samfarir karla og kvenna en gjörist hjá öðrum þjóðum, og stingur það mjög í stúf við siðsem- ina sem er á pappírnum hjá nágrönnunum hinumegin við sundið. Kveður svo ramt að pappírssiðseminni ensku, að komið hefir til máls — eða svo sagði mér H. G. Wells — að banna þýðingu á ritum eftir Anatole France, og er þó France víst einn af hinum »siðsamari« skáldsagnahöfund- um sinnar þjóðar og orðvarari um ástamál. Það er dálítið ættarmót með riddarasögunum íslenzku, sem að vísu voru runnar frá Frakklandi eins og kunnugt er, og svo frakkneskum skáldsögum eins og þær eru ritaðar enn þann dag í dag; en enskar skáldsögur minna aftur meira á hinar eiginlegu íslendingasögur, enda eru runnar af skyldri rót, eins og betur verður minst á seinna. 5. Paris er talinn mestur glaumbær og glæsibær Evrópu og mesta skemtanaborg heimsins. Venja þangað mjög komur sínar auðugir Englendingar og Ameríkumenn, og annars fólk um víða veröld sem á vel fullar buddur. Kunna Parísarbúar betur en aðrir til þeirrar listar að egna fyrir hverja mannlega fýsn. Frakknesk matreiðsla er víðfræg um löndin, og fleira frakkneskt Einkennilega frakkneskt er það, að staðir sem í öðr- um borgum eru lausir við auglýsingar, eru í París allir útmálaðir með fyrirheitum fullkomins bata öllum þeim sem þjást af ýmsum þeim sjúkdómum, sem ætla mætti að hefðu komið kirkjuföðurnum Tertullian til að nefna konuna verkfæri djöfulsins. Það er ekkert annað en snúa sér til N. N. eða kaupa það og það kynjalyf. öðrum þræði er svo verið að auglýsa óbrigðul með- öl gegn ólyst á kvenfólki og magnleysi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.