Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 5. JULl 1984. Vífilsstaðaspítali: Deildum lokað vegna niðurskurðar í kerf inu Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu hefur nú orsakað að tveim deildum Vífilstaðaspítala verður aö loka i heilan mánuð. Um er að ræða göngu- deild húðsjúkdóma, sem er á Land- spítalanum, og hálfa lungnadeild. Neyðarþjónusta fyrir asmasjúklinga verður þó opin áfram, en aöeins 19 rúm eru fyrir þessa sjúklinga á lungnadeild. Davíö Gíslason, aðstoðaryfirlækn- ir á Vífilstöðum, sagði í samtali við DV að þessar lokanir væru liður i sparnaðarráðstöfunum innan heil- brigðiskerfisins. „Það verður reynt að sjá til þess að þetta bitni ekki hart á sjúklingum. Álagið er sveiflukennt og við höfum verið svo heppin að það hefur lítið álag verið undanfarið. En það verður reynt að sinna fólki eftir megni ef álagið vex. Það verður bara að sjá til og vona það besta,” sagði Davíð. Að sögn Guðrúnar Karlsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra á Vifilsstöðum, hefur áriega verið 1(*- aö í sumarleyfum starfsfólks en nú væru lokanirnar meiri vegna spam- aðarráðstafana. „Það hefur ekki verið ráðið sumarafleysingafólk nema að takmörkuöu leyti og lokunin er miðuð við það. En það verður ekki tekið neitt inn á biðlista.” Um afleið- ingar lokunarinnar sagði Guðrún að það ætti eftir aö sýna sig hvemig þetta færi en lokað var frá og með mánaðamótum júní-júlL Stefán Olafsson, formaður Sam- taka gegn astma og ofnæmi, stærstu deildarinnar í SIBS, sagði í samtali við DV að þessar lokanir á Vífilsstöð- um væm ekki einsdæmi heldur að- eins hluti af stórum og alvarlegum misbresti í heiibrigðisþjónustunni. „Það sem er alvarlegast i þessu máli er þaö aö þetta bitnar á þeim sem síst skyldi, þeim sem eiga við heilsu- leysi að striöa, veldur þeim auknum áhyggjum og tefur fyrir bata. Þessar aögerðir em þó aðeins sá hluti niður- skurðarins sem er mest áberandi. Þetta tefur fyrir framförum í með- ferð sjúklinga. Nauösynleg tækja- kaup og lagfæringar á húsakosti og nýbyggingar dragast enn til óhag- ræðis fyrir alla. Eins og málum er nú háttað er ósköp lítið sem við getum gert annað en að reyna að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig,” sagði Stefán. -pá Saga Siglar: Nákvæm eftir- líking knarra víkinganna —að viðbættri lítilli vél „Víkingamir sigldu ekki í kringum segir Ragnar Thorseth, formaður hnöttinn en mig langar fyrst og fremst knarrarins Saga Siglar sem nú hefur að sýna fram á hvemig norrænum for- viökomu í Reykjavíkurhöfn á leið sinni feðrum okkar tókst að koma á reglu- kringum hnöttinn. lc®um samgöngum milli Noregs og „Mig langar til að miðla þessari sögu Norður-Ameríku yfir heimskautshöf,” frá fyrstu hendi til fólks sem annars DV-mynd: Bj.Bj. \&lTAr, BtTTHVM) nytt xss&r" enska baðstrond i Bournenv outh. Mjög þægilegur hiti, ca 18—25°C. 8—15 daga ferðir, sem hef jast 16. júlí. Gisting á góðum hótelum í 2 verðflokkum. Verð frá kr. 15.300 Starfsfólk Iceland Centre í London mun taka á móti farþegum og verða þeim til halds og trausts í öllum f erðum (íslenskt starfsf ólk). Fyrsti hópurinn verður boðinn velkominn til Boumemouth með kvöldverði og íslenskri uppákomu. Sumarfrí í Bournemouth er fyrir unga sem aldna. Baöstrandarlíf, leikir, sport og skemmtanir. Möguleiki á íslenskum barnfóstrum. Boðið verður upp á eins dags ferðir og styttri skoðunarferðir, t.d. til Isle of Wight, um nágrenni Boumemouth og verslunarferð til London. Utsölumar em byrjaðar. Reynið nýjan og mjög athyglisverðan ferðamöguleika Brottfarir alla mánudaga. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTR/ETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 hefði ekki tækifærí til að sjá skip af þessu tagi og sýna fram á að norrænir menn teiknuðu og smíðuðu skip fyrir 1000 árum sem gátu siglt í hvaða sjó semer.” Knörrinn Saga Siglar er nákvæm eft- irlíking af skipi sem fannst í Hróars- keldufiröi í Danmörku að öðru leyti en því að skipið er búið hjálparmótor, radíói og ýmsum siglingatækjum sem víkingar höfðu ekki innanborðs — að taliðer. Smíði skipsins hófst í október 1982 og var það Sigurd Björkedal frá sam- nefndum Dal í Noregi sem hafði um- sjón með smíöinni. Björkedalbúar hafa löngum þótt kænir skipasmiðir og er hefðin svo gömul að Hákon jarl fékk handverksmenn þaðan til skipa- smíða fyrir orrustuna í Hjörungavogi áriö 986! Saga Siglar var hleypt af stokkunum 23. apríl 1983 og fór það sumar í tilraunasiglingu til Bretlands, Irlands, Norðurlanda og nokkurra ann- arra landa í Norðurálfu. Var siglinga- hæfni knarrarins könnuð fyrir ýmis söfn. Hinn 17. júni siöastliðinn hélt skipið svo af stað í hnattsiglingu. Eins og fram hefur komið sigldi skipið i fyrsta áfanga til Færeyja og Islands en því næst verður siglt til Grænlands og Vínlands i kjölfar Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar. Leiðangursstjóri, formaöur á Saga Siglar, er Ragnar Thorseth. Hann er reyndur siglingakappi, könnuður og ævintýramaður. Þessi 36 ára gamli Norömaður þræddi fomar slóðir Leifs Eiríkssonar fyrst áriö 1975 er hann sigldi fiskibátnum Cleng Peerson yfir Atlantsála til Ameríku. Að sögn Ragn- ars fannst honum þá þegar undarlegt að enginn hefði siglt víkinga-knerri þessa leið á vorum dögum. Ragnar átti þó eftir nokkur ævintýri áður en hann kom þessu í verk. 1979-1980 sigldi hann um hið úfna Dumbshaf til að minnast 75 ára afmælis ferðar Roalds Amund- sens um þessar freðnu slóðir. 1982 stýrði hann fyrsta norska leiðangrin- um sem farið hefur á ísi að norður- heimskautinu. Nú er hann kominn af stað á knerrinum Saga Siglar, litillega betur búinn en kappamir Eiríkur og Leif ur, þótt sparlega sé farið meö mót- orinn. I för með Ragnari em sjónvarps- menn sem gera munu fjögurra hluta þátt og rekja ævintýriö frá byggingu skipsins í Björkedal allt þar til leiðang- ursmenn stíga á land á Vínlandinu góða. Saga Siglar mun hafa viðdvöl í Reykjavík framá mánudag. ás Vinnuvélagnýr og bílaumferð eru vafalaust ekki ákjósanlegustu aðstæður tH að koma ungviði i heiminn. En engu að síður veitti Ægir Kristinsson, fréttaritari DV á Fáskrúðsfirði, þessari kollu athygli þar sem hún lá við vegarkant Suðurfjarðarvegar á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals. Mikil umferð er á þessum slóðum og vegna framkvæmda i nágrenninu eru stórvirkar vinnuvélar á hverju strái. DV-myndÆgirKristinsson, Fáskrúðsfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.