Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 5. JULI1984. Öryggismálanefnd gef ur út ritgerð: Viðhorf íslendinga til öryggis- og utanríkismála öryggismálanefnd hefur gefiö út ritgerð um viöhorf Islendinga til öryggis- og utanríkismála. Höfundur hennar er Olafur Þ. Harðarson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Islands. Ritgeröin er hluti af viðameiri. rannsókn á viðhorfum til stjórnmála- flokkanna í landinu og ýmsum öörum þáttum stjórnmálanna. Gagnaöflun átti sér stað eftir alþingiskosningarnar 1983, en þá voru 1.003 kjósendur spurðir um viöhorf sín til þessara mála, með við- tölum á heimilum svarenda, í gegn- um síma eða með spumingalista í pósti. A sviði öryggis- og utanríkismála var spurt um afstöðu til aðildar Islands aö Atlantshafsbandalaginu, Keflavíkurstöðvarinnar og g jaldtöku fyrir hana. I ritgerðinni kemur fram hvernig fólk svaraði spurningunum og auk þess eru viöhorf borin sáman innbyrðis og athugað hvort þau eru mismunandi meöal ýmissa hópa. Ymsar fleiri spurningar sem tengjast öryggis- og utanríkismálum voru lagðar fyrir minna úrtak á höfuðborgarsvæðinu. Meðal annars var spurt um afstöðuna til kjarn- orkuvopnalauss svæðis á Norður- löndum, friðarhreyfinga, hvort styrjaldarlíkur hefðu aukist, með1 hvaða ríkjum menn telji aö Islend- ingar eigi mest samleið, hvort Islendingum séu einhverjar her- vamir nauðsynlegar og fleira. Afstaða manna til þessara mála er síðan tengd ýmsum öðrum þáttum til aö gefa fyllri mynd. I frétt frá öryggismálanefnd segir að hér sé um að ræða fyrstu fræði- legu rannsóknina sem veitir upplýsingar um afstöðu íslenskra kjósenda til öryggis- og utanríkis- mála. Ritgerðin fæst í bóka- verslunum og á skrifstofu öryggis- málanefndar að Laugavegi 170. -KMU. Margir NATO-sinnar vilja herinn burt „Meirihluti íslenskra kjósenda er Keflavíkurstööinni hlynntur, en and- staöan við hana er meiri en við aöild- ina að Atlantshafsbandalaginu,” segir í niðurstöðum viðhorfakönnunar öryggismálanefndar. Um tveir þriðju hlutar þeirra, sem tóku afstöðu, eru hlynntir Keflavíkur- stöðinni en rúmur þriðjungur and- vígur. Nánast allir andstæðingar NATO-aðildar eru líka andvígir Kefla- víkurstöðinni. Nokkur hluti þeirra, sem styðja NATO-aðild, er stöðinni andvígur. Ljóst er að umtalsverður hópur telur aö hér sé um tvö aðgreind mál að ræða. Sáralítill munur er á afstöðu kynj- anna til Keflavíkurstöðvarinnar og konur taka afstöðu til hennar í næstum því jafnríkum mæli og karlar. And- staðan við stööina er hins vegar meiri meðal þeirra sem yngri eru og þeirra sem lengri skólagöngu hafa að baki. Nánast allir kjósendur Sjálfstæðis- flokksins eru stöðinni hlynntir og nán- ast allir kjósendur Alþýðubandalags- ins eru andvígir. Kjósendur annarra flokka greinir hins vegar á um þetta mál. -KMU. Eigum mesta samleið með Norðurlöndum en minnsta með Austur-Evrópu og smáríkjum þriðja heimsins Islenskir kjósendur telja Islendinga eiga mesta samleið með hinum Norðurlöndunum. I viðhorfakönnun öryggismálanefndar var spurt: Með hverjum eftirtalinna heimshluta finnst þér Islendingar eiga mesta sam- leið? Gefnir voru eftirfarandi kostir sem ritaðir voru á sýnispjald: Austur- Evrópa, Norður-Ameríka, Norður- lönd, smáriki þriðja heimsins, Vestur- Evrópa (Norðurlönd undanskilin). Svarendur voru beönir um að raða þeim í forgangsröð. Niðurstöður urðu afar skýrar. Lang- flestir svarendur telja Islendinga eiga mesta samleið með Norðurlöndunum. Tæp 90 prósent settu þau í fyrsta sæti. Mikill meirihluti var líka einhuga um að Islendingar ættu næstmesta sam- leið með Vestur-Evrópu og að Norður- Ameríka kæmi i þriðja sæti. Minnsta samleið töldu svarendur að Islend- ingar ættu með Austur-Evrópu og smá- ríkjum þriðja heimsins. -KMU. Tveir þriðju hiutar islenskra kjósenda virðast vera hiynntir veru Bandaríkjahers á Styrjaldarlíkur lítið breyst „Telur þú að líkurnar á styrjöld milli austurs og vesturs hafi aukist síðast- liðin 4 til 6 ár, telur þú að þær hafi lítið breyst, eða telur þú að þær hafi minnk- að?” Rúmur þriðjungur telur styrjaldar- líkur hafa aukist, mjög fáir að þær hafi minnkaö, en flestir, 57 prósent, að þær hafi lítið breyst. Konur töldu í mun ríkari mæli að styrjaldarhættan hefði vaxið og var helmingur þeirra á þessari skoðun. Þá taldi rúmur helmingur þeirra sem sagðist vera til vinstri á vinstri-hægri kvarða að styrjaldarlíkur hefðu aukist, en um þriðjungur „miðju- manna” og „hægrimanna” var sama sinnis. -KMU. I dag mælir Dagfari Idag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Leyndarmálin í borgarráði TIl skamms tíma hefur Frimúr- arareglan verið talln helsti leyni- félagsskapur landsmanna. Niðri við Skúlagötu má sjá um hábjarta daga virðulegustu broddborgara ganga um með manchettur og stifflibba og í fínustu kjólfötum á leið tU funda í fri- múrarahöU leynireglunnar. Þar ganga menn inn og út með dauða- þögn á vörum og leyndardóminn kirfUega geymdan innandyra. Af iU- kvittni og stríðni hafa gárungarnir stundum haldið því fram að leyndar- mál Frímúrarareglunnar og hula yf- ir athöfnum hennar eigi sér þá einu skýringu að frá engu sé að segja því að ekkert sé þar gert. Ekki er það verra leyndarmál en hvað annað. Síðustu dagana hefur komlð í ljós að frimúrararair eru ekkl einir um að heimta trúnað af reglubræðrum. Nlðri við AusturvöU situr borgarráð að störfum að minnsta kostl tvisvar í viku. Að visu ekkl í kjólfötum og stif- flibbum, en þar er þagmælska áskU- in. Þar eru lögð fram skjöl (sem er meira en menn hafa haft spurair af á frimúrarafundum) en ÖU eru þau skjöl merkt trúnaði og ekki tU frá- sagnar. 1 hvert skipti sem tekið er fyrir óþægUegt mál dregur borgar- stjórinn fram trúnaðarstÍmpUinn og bannar minnihlutamönnum að kjafta frá. Þannig hefur hann útblutað tU út- valinna nokkrum gæðalóðum í Hlíð- unum án þess þó að það sé taUð heppUegt að út kvisist hverjir það séu. Einnig hafa strætóyfirvöld sagt upp einum strætóstjóra af ástæðum sem ekki er taUð viðeigandi að mað- urinn sjáifur fái að vita, hvað þá aU- ur almenningur. Bæði máUn eru merkt trúnaði og við það situr. Verð- ur að segjast eins og er að það er snjaUt herbragð bjá Davíð borgar- stjóra að gera borgarráð þannig að leyndarráði upp á frímúraravísu. Reyndar verður að vona að ein- hvera veginn kvlsist það til umsækj- enda hverjir þeirra hafi hreppt lóð- irnar eftirsóttu og eins hvað þeir eigi að borga því að annars verður ekki byggt. Sömuleiðis hlýtur það að telj- ast gustukaverk gagnvart þessum stætisvagnastjóra að hann fái nasa- þef af því af hverju hann er rekinn. Þvi hefur meira að segja veriö haldið fram að uppsögnin sé póUtísk ofsókn en þar sem strætisvagnastjórar hafa ekki póUtískar stoppistöðvar á lelð- um sínum verður sú saga að teljast verið andfúU eða ekki haft meirapróf eða haft skoðanir í blaðagreinum og frekar ótrúleg. Hitt er miklu nær að annaðhvort hafi blessaður maðurinn þá er ekki nema sanngjarnt að borg- arstjóri gauki því að honum hver ástæðan er, þótt ekki væri nema í trúnaði. LeyndarmáUn mættu sem sagt leka til þeirra sem hlut eiga að máli en hvað varðar fuUtrúa minnihlutans í borgarráði er hins vegar sjálfsagt að heimta þögn. Með því að banna þeim að kjafta frá hefur borgarstjór- inn það í hendi sinni hvað umræöan muni snúast um næst þegar gengið verður tU kosninga. Verður það að teljast nokkur kostur fyrir Davíð borgarstjóra að ganga með trúnað- arstimpil upp á vasann og banna við- mælendum sínum að vekja máls á ó- þægindum. Frúnúrarareglan gæti verið stolt af þessum vinnubrögðum borgarráðs, ekki síst ef borgarstjóra tekst að þagga niður póUtískar of- sóknir með trúnaðarstimplum. Ef þetta þagnarbindindi borgarráðs heldur, svo ekki sé nú talað um ef minnihlutamenn hætta að mæta i mótmælaskyni, þá finnst manni að borgarstjóri eigi að mæta til borgar- ráðsfunda í kjól og hvítu. Sá klæðn- aður fer vel í leynireglum þar sem menn sitja einir með leyndarmáUn. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.