Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 14
14 AUGLÝSENDUR VINSAMLEGAST ATHUGIÐ Vegna siaukinnar eftirspurnar eftir augiýsingarými i DV verðum viö að fara ákveðiö fram á það við ykkur að panta og ski/a til okkar auglýsingum fyrr en nú er. LOKASK/L FYRIR STÆRRIA UGL ÝS/NGAR: _________Vegna mánudaga: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna þriðjudaga: FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA Vegna miðvikudaga: FYRIR KL. 17 MANUDAGA Vegna fimmtudaga: FYRIR KL. 17 ÞRIÐJUDAGA Vegna föstudaga: FYRIR KL. 17 MIDVIKUDAGA Vegna Helgarblaðs h FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna Helgarblaðs II: (SEM ER EINA FJORLITABLAÐID) FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA NÆSTU VIKU A UNDAN AUKALITIR ERU DAGBUNDNIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.30. A uglýsingadeild Siðumúla 33 simi27022. VIDGETUM LETT ÞER SPORIN OG AUDVELDAÐ ÞÉR FYRIRHÖFN • Afsöl og sölutilkynningar bifreiða • Húsaleigusamningar (löggiltir) • Tekið á móti skriflegum tilboðum virka daga kl. 9—22 OPIÐ: laugardaga 9—14 sunnudaga kl. 18—22 Tekið er á móti myndasmáauglýsingum og þjónustuauglýsingum virka daga kl. 9—17. SÍMINN ER 27022. ATHUGIÐ Ef smáauglýsing á að birtast í heigarblaði þarf hún að hafa boristfyrir kl. 17föstudaga. SMÁAUGLÝSINGADEILD, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022. DV. FÍMMT UDÁG'UR '5.JÚLÍ 1984. Líknarstarfsemi í kaupfélagi — selur lyf með 86% álagningu 1 þeirri skarlatssótt, sem gengiö hefur yfir landiö, bæði i blööunum og eins milli manna, eftir að almenning- ur fór aö heimta þann trúnað, sem í því er falinn að fá að velja kartöflur, hafa ýmsir reynt að notfæra sér vanda landbúnaðarins til árása á samvinnuhreyfinguna og á Fram- sóknarflokkinn, þótt einnig hafi verið ritað töluvert af yfirveguðum og vönduðum greinum um landbúnað- inn og búvöruverslunina. Og því hef- ur þaö ekki farið fram hjá neinum, að við mikinn vanda er nú að etja í landbúnaði, og ef til vill veröur að leita allt til áranna eftir 1896 til þess aö finna hliðstæðu en þá hættu Eng- lendingar að kaupa hér lifandi fé. Þá stóðu landsmenn þannig gegn þessum nýja afuröasöluvanda, „að ’eir höföu varla neina frambærilega verzlunarvöru, sökum ónógrar verk-. kunnáttu og frumbýlingsskapar í framleiðslu” eins og segir orðrétt í afmælisriti Kaupfélags Eyfirðinga, er gefið var út þegar félagið varð 80 ára. Menn reyndu þá að skera fé sitt sjálfir, og söltuðu opin beinbrot á tunnur, er oft voru grafnar, af yfir- völdum ef þær komust þá á erlendan markaö. Einnig verður manni hugsaö til ár- anna fyrir 1854 til að finna samjöfn- uð og til tilrauna séra Þorsteins Páls- sonar á Hálsi, sem árið 1844 reyndi fyrir sér með að koma á samtökum meðal bænda til að semja um viö- skipti heilla sveita, með það fyrir augum að ná hagstæðari verslunar- kjörum. Það kom hins vegar síðar í hlut kaupfélaganna að sinna þeim vanda, „að útvega landsmönnum erlendar vörur á sem hagkvæmustu verði og byggja upp framleiöslu á góöri gjald- vöru og selja í staðinn fyrir hæsta fáanlegt verö” eins og orðrétt segir í sama riti. Með öðrum orðum. Það var sumsé hið upphaflega markmið samvinnu- starfsins að búa til gjaldvöru úr af- urðum sveitanna og selja fyrir hæsta mögulegt verð og eins að tryggja er- lendar vörur á sem hagkvæmustu verðL Þótt látið hafi verið aö því liggja, að samvinnufélögunum hafi til þessa gengið öllu betur með gjaldvöruna en það síðarnefnda, þá er því ekki að leyna, aö kaupfélögin fóru ekki öll sömu leiðir og KEA, er stundar fjöl- þættan iðnaö, slátur, ullarvélar og| fiskveiðar, auk verslunar. Onnur stór félög einbeittu sér mest að versl- un, ásamt þjónustuiðnaði, eins og t.d. Kaupfélag Árnesinga, er lítið stundar þá iðju að búa til gjaldvöru. Þaðverslar. Aðalfundur leitar að innan- meinum Samvinnuhreyfingin er fjölda- hreyfing, sem er í sífelldri endur- skoðun. Og má í því efni vitna til orða formanns SlS, Vals Arnþórssonar, er hann viðhaföi eftir aðalfund Sam- bandsins í vor, er þýðingarmiklar áætlanir í myndbandagerð og skipu- rit höfðu verið felld af þorra full- trúa, er í Bifröst sátu og leituöu inn- anmeina í samvinnuhreyfingunni. Höfðu þar einkum forystu þeir fram- sóknarmenn, er upphefð sína hafa hlotið fyrir að fara í framboð fyrir aðra flokka. Ekkert skal um það sagt hvort rétt hafi verið að leggja tvær milljónir króna í ísfilm með Reykjavíkurborg, Árvakri og Almenna bókafélaginu, en á hinn bóginn söknuðu ómegöar- menn þess, að ekkert var rætt um verðlag í búðum. Ekki heldur um gjaldvöru, þótt nú um stundir stefni í það, að eyða þurfi 5-600 milljónum króna í útflutningsbætur. Þótt vitaskuid verði erlend lán tekin til þess að borga þá varðar fólk á góðum aldri einnig um þá gjaldvöru, þótt þaö komi í hlut óvitanna og óbor- inna Islendinga aö borga, þegar þau miklu lán f alla í g jalddaga. Það er því vondur tími núna aö finna að smásöluverslun kaupfélaganna, en hjá því verður ekki komist því fjöldi fólks, bæði þeir sem eru fastir í kaupfélagi og aðrir, hefur til þessa mátt treysta því, nokkurn veginn að minnsta kosti, að óhætt sé að versla I kaupfélagi. Ekki endilega að þar sé verðið lægst á hverri einingu, heldur var það hitt, að menn halda að kaup- félagið muni vera í lægri kantinum í verðlagningu og álagningu, saman- ber baráttu séra Þorsteins Pálssonar og síðar þeirra, er sáu draumana rætast, er búið var að stofna fyrstu- kaupfélögin og SIS. Og því vill undir- ritaður hér, hvað sem innanmeinum í hinni prentuðu dagskrá aðalfundar Sambandsins líður, vekja athygli á lyf javerslun Kaupfélags Ámesinga á Selfossi, en við lestur á reikningi kaupfélagsins verður manni það nefnilega til efs, að þetta mikla félag haldi velli, nema lyfjabúö þess gangi vel. Eða með öðrum orðum, að heilsufarsástandið á félagssvæðinu verði nægjanlega bágborið áfram, svo félagið geti með okri á meðulum, haldið öðrum rekstri gangandi, því Kaupfélag Árnesinga selur sjúkum lyf um þessar mundir með 86% álagningu. Og græðir með þeim hætti milljónir króna árlega á veikindum félagsmanna sinna, þrátt fyrir stóra spítala og heilsugæslustöö á Selfossi. Peningana eða lífið Eins og meöfylgjandi reikningur ber með sér, seldi lyf jabúð KÁ á Sel- fossi meðul fyrir tæpar 20 milljónir króna í fyrra og tók til sín fyrir það tæpar 9 milljónir króna. Og þegar rekstrargjöld hafa verið dregin frá varð hagnaður fýrir sameiginlegan kostnaö og vexti um fimm milljónir króna, sem er náttúrlega fýrir neðan alltvelsæmi. Nú er brátt liðin hálf öld síðan samvinnumenn opnuðu sína fyrstu lyfjabúð, en það var KEA. Sú búð hefur „gengið prýðisvel og skilað 5- 10% arði, að örfáum árum undan- skildum”, er segir í prentuöum heimildum KEA. Virðast því norðanmenn hafa Kjallarinn JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR nokkuð önnur viðhorf til áiagningar á meðul en Kaupfélag Arnesinga. Kaupfélagið er líka með sérleyfi til lyfsölu á Selfossi og menn verða því (flestir) að greiða það sem upp er sett, eða...? „Þeir sem kaupa vinnufötin hjá okkur, koma aldrei aftur,” sagði í frægri auglýsingu frá þekktri veiðar- færaverslun í Reykjavík á kreppuár- unum. Ekki veit ég hvert þeir fara, sem að staðaldri þurfa að kaupa lyf sem seld eru með 86% álagningu, því það er einnig kostnaðarsamt að fara á önnur svæði til lyfjakaupa. Og mér kemur heldur ekki til hugar að for- dæma alla samvinnuhreyfinguna þótt ákveðnir menn stundi lyfjaokur. Þó hlýt ég að harma þaö sérstaklega, að flokksbróðir minn, Þórarinn Sig- urjónsson alþingismaður, skuli taka þátt í þessu, því hann hefur um ára- bil verið stjórnarformaður Kaupfél. Árnesinga. Einnig á hann sæti í f jár- veitinganefnd fyrir framsókn og þekkir því peningaskort sjúkrastofn- ana. Þá er þess að geta, að heilbrigðis- ráðherra fer núna um landið og aug- lýsir meiöslatól sín og peningalegan vanda sjúkrahúsa og lækninga. Hann hefur boðað fund á Seífossi. Vonandi notar hann þá tækifærið og skoðar mortél kaupfélagsins og tekur þá fyrir líknarstarfsemi þing- mannsins og lyfjabúðarinnar í leið- inni. Jónas Guðmundsson rithöfundur. ^ Rekstursreikningur LyfjabúSar K. Á., Selfossi áriS 1983 1983 1982 REKSTRARTEKJUR: Vörusala 24.399.929 12.182.558 Söluskattur ( 4.569.657) 19.830.272 ( 2.271.660) 9.910.898 KostnaðarverO seldra vara (10.644.844) (5.487.442) I BRÚTTÓHAGNAÐUR 9.185.428 4.423.456 REKSTRARGJÖLD: Vinnulaun 2.259.097 1.471.339 Launatengd gjöld 237.397 140.567 Starfsmannakostnaður 25.441 2.521.935 11.627 1.623.533 Rafmagn og hiti 211.794 86.348 Annar húsnæðiskostnaður 361.203 205.048 Viðhald, húsa, véla og áhalda 21.361 15.328 Póstur og simi 39.128 20.630 Ritföng, pappir, prentun 34.342 12.117 Vátryggingar 24.915 11.696 Umbúðakostnaður 26.725 15.587 Auglýsingar 15.399 10.098 Ferðakostnaður 26.161 23.108 Akstur og flutningsgjöld 115.266 63.996 Fagtímarit, félagsgjöld o.fl 39.257 17.967 Ýmis kostnaður 48.852 964.403 8.110 490.033 Aðstöðugjald, kirkjug.gj. 218.903 103.974 Afskriftir 436.892 166.570 Hagnaður fyrir sameiginlegan 4.142.133 2.384.110 kostnað og vexti 5.043.295 2.039.346 FJÁRMAGNSGJÖLD: Vaxtagjöld (•348.401) (237.470) Hagnaður fyrir sameiginlegan kostnað V 4694.894 1.801.876 ^

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.