Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 21
I DV. FIMMTUDAGUR 5. JULl 1984. íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir Fram slapp með skrekk- inn á mölinni á ísafirði — sigraði ísfirðinga 1:0 í bikarkeppni KSÍ f gærkvöldi Frá Val Jónatanssyni, fréttamanni DV átsafirði. Leikmenn Fram fögnuðn ákaft þeg- ar dómarinn flautaði leikslok í bikar- leiknum við tsfirðinga hér á malar- vellinum á tsafirði í gærkvöld. Fram sigraði 1—0 en lokamínútumar sóttu tsfirðingar látlaust að marki Fram. Allir leikmenn Fram í vöm og þelr sluppu með skrekkinn. Komust þvi í 8- liða úrslit blkarkeppni KSt. Víðir réð ekki viðsóknarleik Blikanna Frá Magnúsi Gisiasyni fréttamanni DV á Suðumesjum. Breiðablik lék beittan sóknarleik í bikarleiknum hér í Garði við Víði í gær- kvöld og uppskar eftir því. Vann góðan sigur 5—1 og Blikamir skoruðu fimm fyrstu mörkin. Þetta var fjörugur leikur í rigningarsudda en markamun- ur heldur of mikill eftir gangi leiksins. Víðir fékk sín taekifæri en leikmönnum liðsins tókst ekki að nýta nema eitt. Blikarnir léku undan golu í fyrri hálfleik og byrjuðu strax með mikilli sókn. Skoruðu á sjöttu mín, þegar rangstöðutaktik Víðis brást. Jón Gunnar Bergs lék upp hægri kantinn og gaf fyrir á Jón Einarsson sem skor- aði. Þrátt fyrir mikla sókn Blikanna tókst þeim ekki að skora annað mark sitt fyrr en á 35. mín en þá komu mörkin líka á færibandi. Það var Jón Gunnar sem skoraði og á 39. mín. skoraði Omar Rafnsson þriðja markið. Það var eftir hom- spymu, Omar kastaði sér fram og skallaði í mark. Mjög fallegt mark. Á 44. mín. fékk Breiðablik aukaspyrnu við hliðarlínu. Gefið fyrir markið og Benedikt Guðmundsson skallaði í mark, 4—0. I síðari hálfleiknum lék Víðir undan vindinum og leikmenn liðsins reyndu að sækja í sig veðrið. Það tókst þó ekki þrátt fyrir góðar tilraunir. Grétar Einarsson, tvívegis, og Vilberg Þor- valdsson áttu góð skot, sem Friðrik Friðriksson, markvörður varði en hann stóð sig mjög vel í leiknum. Það var gegn gangi leiksins þegar Blikarn- ir skoruðu sitt fimmta mark á 68. mín. Þorsteinn Hilmarsson, sem rétt áður hafði komið inn sem varamaður fyrir Jón Gunnar Bergs, skoraði. Eftir markið fóru Blikarnir að taka lífinu með ró og tveimur mín. fyrir leikslok skoraði Guðmundur Jens Knútsson eina mark Víðis eftir homspyrnu. Auk Friðriks stóðu þeir Loftur Olafs- son og Omar Rafnsson sig mjög vel í Breiðabliksliðinu. Jón Einarsson eld- fljótur framherji og Sigurjón Einars- son mjög skemmtilegur leikmaður. Hjá Víði var Marteinn Geirsson þéttur fyrir, Grétar, Vilberg og Guðmundur Jens komust líka vel frá leiknum. emm/hsim. mdsliðs- Portúgal tveggja ára eða fram yfir heims- meistarakeppnina 1986. Hann er einn bestí knattqjymumaður sem Portúgal hefur átt. Lék lengi með Eusebio i framlínu Portúgal og landsliðsins, m.a. í HM 1966 þegar Portúgal var í þriðja sæti. hsím. Það var stanslaus rigning á Isafirði í gær og þvi gripið til þess ráðs að leika á malarvellinum. Malarvöllurinn líka mjög blautur og ekki knatt- spymuveður. Isfirðingar vora ákveönari framan af og á niundu mín. átti Benedikt Einarsson hörkuskot í þverslá Fram-marksins eftir undirbúning Atla Einarssonar. Á 25. min. skoraði Guö- mundur Steinsson, Fram, fallegt mark en var réttilega dæmdur rangstæður. Á 31. mín. varöi Guömundur Baldurs- son tvívegis mjög vei í Fram-markinu, fjrst frá Jóhanni Torfasyni, síðan Atla Einarssyni. Á 41. mín. kom eina mark leiksins eftir hrapalleg mistök í vöm Is- firðinga. Þvaga myndaðist og mis- skilningur varö hjá varnarmönnunum. Guðmundur Torfason renndi sér á milli þeirra og potaði knettinum í markið. Framan af siðari hálfleiknum vom Isfirðingar ákveðnari. Kristinn Kristjánsson átti hörkuskot rétt framhjá marki Fram. Síðan jafnaðist leikurinn en lokakaflann var sókn Is- firðinga látlaus og allir Framarar í vöm. Héldu marki sínu hreinu. Heppnir aö sleppa með skrekkinn. Fyrri háifleikur var þokkalega leikinn. Þófkennt í síðari hálfleik eftir þvi sem pollamir urðu stærri. I liði Fram bar Vestur-þýski spjótkastarinn kunni, Klaus Tafelmeier, vann auðveldan sigur á heimsmethafanum Tom Petranoff í Helsinki leikunum í gær- kvöld. Kastaði spjótinu 90.10 m en Petranoff varð annar með 85.30 m. Arto Harkonen, Finnlandi, þriðji með 84.32 m. Síðan kom Wolfram Gambke, V-Þýskalandl, með 82.68 m og Sviinn Kenth Eldebrink varð fimmti með 81.02 m. Allgóöur árangur náðist á leikunum. Portúgalar viröast eiga nóg af stór- mest á Guðmundunum þremur, Torfa- syni, Steinssyni og Baldurssyni, sem var mjög öruggur i markinu. Bestu menn Isfirðinga vom Benedikt og Atli. -VJ/-hsim. hlaupurum á lengri vegalengdum. I 5000 m hlaupinu sigraði Antonio Leitao, Portúgal, á 13:24.28 mín., á- gætur tími óþekkts hlaupara. Herle, V- Þýskalandi, varð annar á 13:31.85 min. Graeme Fell, Bretlandi, sigraði í 3000 m hindrunarhlaupi á 8:20.43 min. og landi hans Roger Hackney varð annar á 8:22.13 mín. GaborMarko, Ungverja- landi, þriðji á 8:23.92 mín. Pierre Deleze, Sviss, sigraði í 1500 m á 3:36.61 min. Loikkanan, Finnlandi, annar á 3:37.63 min. Claudio Tom Petranoff, heimsmethafinn i spjótkasti, hefur ekki náð sér á strik i Patrignani Itaiiu, varð þriðji á 3:37.89 mín en hlauparinn kunni, Omar Khalifa, Súdan, varð að iáta sér nægja fjórða sætið. Hijóp á 3:38.02 mín. 1400 m sigraöi Michael Fransk, USA, á 45.45 sek. Hasan el Kashief, Súdan, varð annar á 45.66 sek. Sergei Sosimovich, Sovét, sigraöi i hástökki, stökk 2.27 m Jake Jacoby, USA, og Erkki Niemi, Finnlandi, urðu jafnir i öðru sæti með 2.24 m. hsim. W Æfingaskór Pele Junior, svart rúsk. Góöir krakkaskór. St. 25-35. Kr. 545,- Heinkes Star, blátt rúsk. hvít rönd. St. 3V2-9V2 Kr. 991,- Stenzel Universal, hvítt leður. Svört rönd. Frábærir skór. St. 31/2-14 kr. 1285,- Easy Rider, frábærir hlaupa og gönguskór. St. 51/2-111/2. Kr. 1347,- Pele Brasil ,dökkbl. rúsk. með óslítandi botni. St. 7-11. Kr. 938,- Fitness, léttir og þægilegir skór. St. 6-111/2. Kr. 1170,- Sportvöruvers/un Póstsendum /ngó/fs Óskarssonar Laugavegi 69 — simi 11783 Klapparstig 44 — sími 10330 Stenzel Coach, blátt rúsk. hvít rönd, þægi- legirskór. St. 3V2-9V2. Kr. 1122,- Maradonna æfingaskór, bláir m/hvítri rönd, þrælsterkur botn. St. 3Ví>-101/2. Kr. 938,- auðvita wn ÞJÓÐVERJINN VANN HEIMS- METHAFANN í SPJÓTKASTI — Tom Petranoff kastaði ekki nema 85,30 á HelsinkMeikunum f gær

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.