Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hvetja Mon dale til að velja Hópur kvenna í Demókrataflokknum bandaríska hvöttu í gær Walter Mon- dale til að velja sér konu sem varafor- setaefni. Sögðu konumar að það gæti Umsjón: Gunnlaugur A. Jónsson og Guðmundur Pétursson konu skipt sköpum fyrir Mondale í barátt- unni gegn Ronald Reagan i haust. Þær sögðu að ef kona stæði við hlið Mondal- es myndu milljónir þeirra sem ekki kjósa elia styðja hann. Sharon Dixon talsmaður kvennanna sagði í gær að milljónir kvenna kæmu til með að sitja heima á kjördag. Ef hins vegar kona stæði við hlið Mondales hefðu þær ástæðu til að kjósa — þær myndu sjá einhvem tilgang í þvi. Tveir líbýskir námsmenn myrtír Tveir líbýskir námsmenn voru skotnir til bana á heimili sínu i Aþenu, höfuðborg Grikklands í gær. Náms- mennimir, El-Zawi 21 árs og El-Faltas 20 ára, em taldir hafa verið andstæðingar Gaddafis leiðtoga Líbýu. t fyrstu taldi lögreglan að um stuðningsmenn Gaddafis hafi verið að Enn lætur Gaddafi myrða andstæðinga sina erlendis. Þúsund prósent verdbólga á ári í Bolivfu Verkalýðshreyfingin í Bólivíu hótaði í gær allsherjarverkfalli á miðnætti í nótt ef stjórn Hernan Siles Zuazo fellst ekki á kröfur hennar um efnahagsleg- ar umbætur. Oscar Sanjines, formaður Cob, sem er Alþýðusamband Bólivíu, sagði í gær að verkfallið mundi' lama allt efna- hagslíf landsins. Aðeins yrðu veittar ræða en við nánari rannsókn segir lög- reglan að fullvíst sé að um andstæð- inga leiðtogans haf i verið að ræða. Á einum mánuði hafa fjórir líbýskir andstæðingar Gaddafis verið myrtir í Aþenu. Um miðjan júní var líbýskur verslunareigandi sem seldi tímarit andstæð stjóm Líbýu skotinn til bana og skömmu síðar var auðugur Líbýu- maður myrtur og var hann yfirlýstur andstæðingur Gaddaf is. BILALEIGUBILAR HERLENDIS OG ERLENDIS undanþágur á sjúkrahúsum og raf- veitur og vatnsveitur yrðu starfræktar áfram. Einnig taldi hann líklegt að blöðin kæmu út áfram. Meginkrafa verkalýðshreyfingar- innar er að verðhækkanir á matvælum verði stöðvaðar. Verðbólgan í Bólivíu er nú rúmlega 1.000 prósent á árL Reykjavík: 91-31615/86915 Akureyri: 96-21715/23515 Borgarnes: 93-7618 Víðigerði V-Hún. 95-1591 Blönduós: 95-4136 Sauðárkrókur: 95-5175/5337 Siglufjörður: 96-71489 Húsavík: 96-41940/41229 Vopnafjörður: 97-3145/3121 Egilsstaðir: 97-1550 Seyðisfjörður: 97-2312/2204 Höfn Hornafirði: 97-8303 interRent AUt til hljómfíutnings fyrir: HEIMILIÐ - BÍUNN OG D/SKOTEKIÐ D i . i ARMÚLA 38 (Selmúla megini SIMAR: 31133 83177 105 REYKJAVIK POSTHÖLF 1366 DV. FTMMTUDAGUR 5. JULÍ1984. AIWA AIWA AIWA Glæsilegt úrval af ferðaútvarpstækjum með kassettum. Verð frá kr. 6.980,- Svínvalda heymarskaða Hrínið í svínunum getur orsakað heymarskemmdir hjá svínahirö- um, samkvæmt skýrshim heilbrigðisgæslu í Bretlandi. Á gjafatíma getur hávaðinn í þeim komist upp í 108 desíbel, vélsög framkallar ekki meiri hávaða en 105 desíbel. — A landbúnaðarsýn- ingu, sem stendur yfir þessa daga í Bretlandi, er lögð sérstök áhersla á að vara sveitafólk við ýmsum heyrnarspiliandi störfum í sveit- inni, sem fólk hefur ekki gert sér grein fyrir. Róstur eftir brottrekstur Kasmír-ráðherra á Indlandi 51 þúsund böm fæðast daglega í Kína. Tíðni bameigna í Kína er þrisvar sinnum örari en dánartíðnin. Kín- verjar eru um einn milljarður og skýrslur sýna að til jafnaðar fæðast daglega 51 þúsund Kínverjar. Að meöaltali andast á degi hverjum um 17 þús. Kínversk blöð velta sér upp úr hag- skýrslutölum þessa dagana og auk ofangreindra upplýsinga kemur þar fram að daglega gánga þar 23 þús- und pör i hjónaband en 1170 skilja. Samkvæmt þessum sömu skýrsl- um em Kínverjar ekki þurftarfrekir því að þeir kaupa daglega neysluvör- ur að meðaltali fyrir aðeins um tíu krónur. Ekki leggur meðal Kín- verjinn meira en 71 gramm af msli frá sér á degi hverjum, sem þætti ekki mikiö á Vesturlöndum. Einn af hverjum 23 kaupir dagblað eða tímarit og það er naumast hundraðasti hver Kinverji sem íþy ngir póstinum með sendibréfi. Til átaka kom í tveimur héruðum Indlands í gær, Jammu og Kashmir, þegar fjöldi fólks mótmælti brott- rekstri Farou Abdullah ráðherra í stjóm Indlands sem fór með málefni héraðanna tveggja. Stjómarherinn réðst til atlögu við mótmælendur og er talið að fjórir hafi látist í átökunum og f jöldi fólks særð- ist. Lögreglan sagði að átök hafi brotist út á milli stuðningsmanna Abdullah sem mótmæltu brottrekstri hans og stuðningsmanna Ghulam Shah. Shah er mágur Abdullah og tók við embætti af honum eftir atkvæðagreiöslu í ind- verska þinginu. Shah nýtur stuðnings Kongressflokksins sem er flokkur Indiru Gandhis forsætisráðherra. Héraðstjórinn í Kashmir neitaði að boða til kosninga svo að fólk gæti gert upp á milli máganna tveggja. Töldu stuöningsmenn Abbdullah þá ákvörðun vera ólýðræðislega og vildu mótmæla henni. Grikkland: AIWA CA-30 og þetta stórglæsilega tæki, 2x14w, með lausum hátölurum, á aðeins kr. 13.980, staðgr. ÞREFALT FLEIRI BARNEIGNIR EN ANDLÁT í KÍNA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.