Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 16
16 Spurningin Hvað gerðirðu í góða veðr- inu um helgina? Guöný Sigurþórsdóttir, vinnur í Sani- tas: Ég fór austur í Grímsnes í sumar- bústaö og var þar í sólinni. Ég vona bara að veðrið verði svona eitthvaö áfram. Sólveig Sigurðardóttir: Ég gerði ekk- ert um helgina, fór ekki einu sinni í sund. Ég er búin að fara í smásumar- frí með vinkonu minni til Krísuvíkur og fannst það gaman. Anna Sigurðardóttir: Ég gerði ekkert. Ég er ekki búin að fara í sumarfrí og veit ekki hvort ég fer nokkuð. Haraldur Kristjánsson hárskeri: Já, ég fór í Núpsstaðarskóg og lá þar í veð- urblíöunni. Ég veit ekki hvert ég fer í sumarleyfinu en það verður eitthvað um landið. Gunnar Ólafsson, vinnur í Húsasmiðj- unni: Ég var að vinna svo ég naut ekki veðurblíðunnar sem skyldi og verð lík- lega að vinna um næstu helgi líka. Jens Kr. Guðmundsson: Ég fór ekki neitt, las bara í góðri bók og hafði það gott. .Vfc'í im C HT/í)AOO’3 MMr9 ,VO DV. FIMMTUDAGUR 5. JULl 1984. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hestagirðing inn í motocrossbrautina: SLYSAHÆTTA OG ÓÞÆGINDI Motocrossaðdáandi skrifar: hafa verið sá staður þar sem „crossar- hvað best undanfarin ár. Hentugri stað Hinar svokölluðu Vatnsendaeyjar ar” hafa getað stundað íþrótt sína er víst ekki hægt aö finna fyrir þessi Motocrosskeppni i hámarki. hjól, en það er bannað að keyra þau úti á vegum. Þessi staður er utan þéttbýlis og þar af leiðandi fylgja þeim engin læti ef þau eru keyrð á staðinn. En fyrir nokkru girtu aðstandendur hesthúsanna þarna hjá lóö sina af. Sá galli fylgdi hinsvegar að þessari til- högun fylgir mikil slysahætta og óþæg- indi. Ég vil því beina tilmælum mínum til hestamannana að þeir færi girðing- una um þessa tvo metra þar sem hún nær í brautina og þar með leysa vandann. P.S. Það væri líka gaman að fá stundum motocross í íþróttaþátt sjónvarpsins. Albert og hundurinn Ástþór Ægir Gíslason skrifar: Hvað eiga þessi sífelldu skrif ykkar um hundamál Alberts Guðmundssonar eiginlega að þýða? Eruð þið virkilega svona efnislitlir í blaðið eða þarf aö auglýsa Albert? Er þetta gert i hans þágu? Maður skyldi ætla að hann þyrfti ekki á svonalöguðu að halda. Hvað um alla aðra hundaeigendur sem standa og hafa staöið í nákvæm- lega sömu sporum og hann ? Málið er nefnilega það að Albert býr við sömu lög og aðrir Reykvíkingar hvað hundahald varðar. Það er kannski eitt sem Albert hefur fram yfir aðra Reykvíkinga, en ætti auövitað ekki að hafa í þessu máli og þaö er staða hans, áhrif og sambönd og á þaö væntanlega eftir að koma í ljós við endalok hans hundamáls sem væntanlega verður útkljáð fyrir dóm- stólunum. Það virðist nefnilega vera svo um þau lög sem eru um brot við hunda- haldi í Reykjavík að þau hafi hvorki spyrjendur né svarendur kynnt sér né túlkun lögreglustjóra á þeim og hvergi kemur neitt fram nema Albert (og alltaf Albert) hafi neitað dómsátt og ætli fremur að sitja þetta af sér í fang- eisi. Kannski ræður hann einhverju um það hvernig hann greiðir fyrir þetta brot. En eftir því sem fulltrúi lögreglu- stjóra sagöi mér, sem hefi staöiö í sömu sporum og Albert Guðmundsson og á einnig tík, að ég hefði ekkert með það að gera að ákveða einn og sér að sitja af mér sektina í fangelsi. Heldur væri einnig í þessum lögum heimild til að gera lögtak í eignum þess brotlega og bjóða þær upp. Sem sagt hvorki ég né Albert höfum neitt með það að gera hvort við sitjum þetta af okkur eða ekki. Ef til vill hefur þarna sloppið úr höndum mér eina tækifærið sem ég hef til að kynnast persónulega flokks- bróður mínum sem ég met mikils. I guðs bænum fariði aðkynnaykkur málin frá sem flestum hliðum áður en þið sláið þeim upp sem einhverjum ævintýrum. Að lokum þetta, það væri óskandi að sakir hæfileika sinna, trúar á málstað- inn og aðstöðu sinnar í þjóöfélaginu takist Albert að hafa jákvæð áhrif í þessu vandræðamáli og er það reyndar trú mín að einurð hans veki að minnsta kosti einhvern af værum blundi. Kartöflufræði f víðum skilningi Stígvél, ekki sígarettur Lesandi hringdi: Eg var að lesa í blaðinu um daginn bréf frá manni sem var að segja aö auglýsing hefði verið frá Camel sígarettum í beinu útsendingunni frá Frakklandi á dögunum. Ég vil benda bréfritara á að þama var um að ræða auglýsingu á stíg- vélum (Boots) en ekki sígarettum. . Brófrítari sogiraö auglýsingin hofi ekkl átt viO sigarettur heldur stígvól. Þau getl veriO góO í rigningu. Sigurður G. Haraldsson skrlfar: Kartöflur, neysla þeirra og dreifing, hafa verið mikið til umræðu fólks á meöal nú síðustu vikurnar. Hefur fólki orðið tíðrætt um sölukerfi þeirra, dreif- ingu og fleira sem þeim tengist. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara að blanda sér i þá umræðu enda er það ekki ætlun mín með þessum greinarstúf. Aðeins skal þaö sagt i því sambandi að ekkert skipulag er galla- laust eða fullkomið. Sjálfsagt gildir þaö um kartöflusölu eins og annað. En um þessa kartöfluumræöu alla vil ég segja það að mér hefur fundist hún fulleinhæf og snúast of mikiö um þau atriði sem greint var frá að framan. Þess vegna datt mér í hug að reyna að nálgast þetta svið, þ.e. kartöflu- sviðið, og það sem því tengist, út frá öðrum sjónarhóli en gert hefur verið í allri þssari kartöfluumræðu undan- farið um ætar og óætar kartöflur, geymsluþol þeirra, verðlag og hvað- eina í þeim dúr. Þá ber fyrst að nefna að kartöflur voru fyrst ræktaðar að Bimi einum presti i Sauðlauksdal á Vestfjörðum um eða eftir miðja átjándu öld, aö lík- indum um 1760. Má því telja þaö á mis- skilningi eða vanþekkingu byggt, sem sumir hafa haldið fram í umræðum um þetta mál, að kartöfluneysla hafi ekki orðið almenn á landi hér fyrr en um eða eftir 1930. En eins og latneska mál- tækið „nomina sunt odiosus” segir, þ.e. nöfn eru hvimleið, ætla ég ekki að fara að nefna neinn sérstakan eða sér- staka, sem hafa veríö haldin þessum misskilningi um þaö hvenær neysla kartaflna hafi hafist eöa orðiö almenn hér. Annaö nafn yfir kartöflur á íslensku er jarðepli. Kartöflur eru ein algengast fæðuteg- unda víöa um heim. Ymsir sjúkdómar herja, eða hafa til- hneigingu til að herja á kartöflur. Má þar nefna kartöflubjölluna eða kóloradóbjölluna, kartöflukláða, sem er kartöflusjúkdómur af völdum geislasvepps, kartöflumygla, og kartöflusveppur. Varla þarf að taka fram að næturfrost á haustin geta oft og iöulega valdiö búsifjum í kartöflu- rækt og að Þykkvibær er mesta kartöfluræktarhérað landsins. Læt ég þar með þessari fróðleiksmolatínslu lokið. Ef einhverjum hefur orðið ljóst aö margar hliðar eru á því sem að kartölfum snýr og þeim er tengt, er til- ganginum með þessum greinarstúf náð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.