Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 5. JULl 1984. 13 ÉG VAR HÚSMÓÐIR „Það sem heillaði mig mest þegar ég ákvað að fara út í húsmóðurstörfin var börnin.” • „Hjón og sambýlingar ættu að bera sam- eiginlega ábyrgð á því heimili sem þau reisa sér og sinna þeim störfum sem þar fara fram sem jafnast.” Ég er um það bil að skila af mér þriggja ára starfi sem húsmóðir. Þá á ég við að ég hef verið heima á dag- inn og séð um heimili og 2 börn sem nú eru 2 og 4 ára. Mig langar til að segja ykkur dálítið frá þessum þrem árum mínum sem húsmóðir. Eg vil þó taka það fram að ég hef í tals- verðum mæli unnið utan heimilis en sú vinna hefur einkum verið unnin á kvöldin og um nætur. Og sl. vetur keyrði svo úr hófi vegna blankheita fjölskyldunnar og einlægra vinar- hóta þeirra sem elska litla manninn í samfélaginu aö ég vann meira en fulla vinnu utan heimilis þótt ég væri heimavinnandi á daginn. Fötlun mín Mér hefur á margan hátt þótt þetta starf erfiðara en öll önnur störf sem ég hef stundað, svo sem kennsla, sorphreinsun, ritstörf o.fl. Eg er ekki alinn upp við að vera „húslegur”. Systir var engin á heimilinu svo að það síaðist fljótt inn í okkur bræð- uma að heimilisstörfin væru bara fyrir mömmuna, jafnvel þótt hún þyrfti nú endrum og eins að vinna úti þegar fjárhagur heimilisins stóð sem tæpast. Það er því ekkert ofsagt að ég hafi mætt ákaflega fatlaður til leiks í þessum efnum. Engin kunn- átta, lítill áhugi og hverfandi virðing fyrir starfinu. Þegar ég svo fór að fást við þetta varð mér brátt Ijóst að þetta var enginn leikur. Til að brotna þó ekki saman yfir getuleysi mínu greip ég til þess ráðs að gera mjög vægar kröfur til sjálfs min. Miklu minni kröfur en t.d. konan mín gerir til sjálfrar sín þegar hún vinnur heima og sennilega miklu minni en ég gerði til hennar viö þær aðstæður. Samvistirnar við synina tvo Það sem heillaöi mig mest þegar ég ákvað að fara út í húsmóðurstörf- in var börnin. Bamauppeldi hefur lengi verið mér áhugamál og þar finnst mér ég virkilega hafa lagt mig fram. Einhver benti mér þó á að hugsanlega notaði ég strákana til að afsaka lítil afköst og lágar kröfur í öðrum heimilisstörfum. Eg veit ekki hvort rétt er. En hitt veit ég að ég hef í aðalatriðum notið samvistanna viö þá og vildi ekki hafa misst af því aö kynnast þeim svona vel á þessu skeiði ævi þeirra. Og mér finnst alveg bráðnauðsynlegt hverjum föður að vera meira með börnunum sínum en almennt tíðkast. Eg held að bæði börnin og feðumir hafi af því gagn og gleði. Mér hefur fundist yndislegt að leika viö þá, sinna þeim og finna að þeir treysta á mig. Frústrasjónin Það erfiðasta við að vera húsmóðir hefur verið að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til manns af öðrum og sem maður fer þá óafvitandi að gera til sjálfs sín. Hin samfellda, gagnrýni — réttmæt en þó stundum ekki alveg sanngjöm — gerði það að verkum að ég fylltist oft einhverju vonleysi, frústreraðist eins og það er kallað og hrapaði margar hæðir í sjálfsáliti. Slíkt er auövitað erfitt fyrir karl sem vill gjarnan líta á sig sem hinn nýja súpermann — hinn fullkomna jafnréttissinna. Ábyrgðin Afleiðing hinna mismunandi krafna hefur orðið sú að ég bar i rauninni aldrei fuUa ábyrgð á því sem ég var að gera. Vinnuveitandi minn, verkstjórinn á heimilinu, hafði yfir mér vökult auga og sagði mér fyrir verkum. Og mitt skerta sjálfs- álit sætti mig við að vera hálfgerður lærlingur undir yfirumsjón meist- arans. En auðvitað var ég alltaf með hundshaus yfir því og þoldi það miður vel. Annars held ég að þetta með ábyrgðina eigi sér fleiri orsakir, t.d. eðlilega tregðu kvenna viö að af- sala sér henni. Það er skiljanlegt að konur, sem næstum hvergi njóta jafnréttis viö karla, reyni ósjálfrátt — jafnvel gegn vilja sínum — að verjast því að einnig þessi skiki sé frá þeim tekinn þvi að allri ábyrgð fylgirvald. IMiðurstaða? I stuttri grein verður auðvitaö að sleppa mörgu, sem gaman hefði veriö. , að fjalla um, t.d. einangruninni, fjármálahliðinni, karlmannsstoltinu, umtalinu. Því GUÐMUNDUR SÆMUNDSSON VERKAMAÐUR verður að sleppa. En einu vil ég koma að í lokin. Það er mitt áUt að húsmóðurstarfið eigi ekki að vera bundið við kyn. Hjón og sambýlingar ættu aö bera sameigin- lega ábyrgð á því heimili sem þau reisa sér og sinna þeim störfum sem þar fara fram sem jafnast. Til þess þarf margt aö breytast. Sveigjanlegur vinnutími foreldra, bætt launakjör, minni fjárhags- pressa í húsnæöismálum og stórlega lengt fæðingarorlof fyrir bæði kynin eru nokkrar af þeim vörðum sem þarf aðhlaða. Eg skrifa þessa grein ekki vegna þess að ég telji mig neitt einsdæmi. En kannski á reynsla mín erindi til einhverra. Ég er nú hættur að vera heimavinnandi, drengirnir orðnir sjálfstæðari, ég búinn að útvega mér barnapíu og farinn að reyna fyrir mér í starfi utan heimilis. I vissum skilningi er eins og létt af mér fargi. En ég verð þó að játa það aö ég sakna strákanna á daginn, Guðmundur Sæmundsson. FASTEIGNAGJÖLD AF SUMARBÚSTÖDUM — afgreiðsla Alþingis Á síðustu dögum 106. Alþingis, sem lauk 22. maí sl., var mikill handa- gangur í öskjunni við afgreiðslu mála, stórra og smárra. I þessu greinarkorni mínu vil ég gera eitt þeirra að umræðuefni. Sumum kann að þykja að ekki sé um stórmál að ræða, en hér var allavega mjög stórt jafnréttismál á ferðinni. Alþingis- menn stóðu frammi fyrir þeirri ákvörðunartöku hvort leyfa bæri einum þjóðfélagshópi að níðast á öðrum þjóðfélagshópi. Frumvarp það, sem fyrir þinginu lá, var um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nánar tiltekið um fast- eignagjöld af sumarbústöðum. Óréttlæti ríkti 1 frumvarpinu var lagt til að lækka álagið úr 1% í 1/4%. Um nokkurra ára skeið hafa gilt ákvæði í þessum lögum um fasteignagjöld af sumar- bústöðum upp á 1% af fasteignamati húsa og lóða. Sú klásúla fylgir með í lögunum að sveitarstjóm er heimilt að lækka eða hækka álögur um 1/4%. Reyndin hefur nánast aUs staöar verið sú að sveitarstjómir hafa frek- ar valið heimildina um hækkun gjaldsins. Okkur sumarbústaðaeigendum var því gert að greiða allt að 11/4% meöan íbúar sveitarfélaganna sluppu með 1/2% lægra gjald. Þetta var því hlálegra þar sem þjónusta var og er lítil sem engin við sumar- bústaðaeigendur. Eg geri ráð fyrir að flestir hugsandi menn sjái hve mikið órétt- lætihefurgilt. Þessi ólög höfðu sveitar- stjómarmenn náð að fá samþykkt á Alþingi í skjóli þess að sumar- bústaðaeigendur voru dreifðir og ósamstæðir og ekki með samtök sín á milli. Sá furðulegi hugsunarháttur hefur ríkt að eigendur sumarhúsa væru aðeins efnamikið fólk og væri því sjálfsagt að láta það borga nógu mikið. Vera má að upphaflega hafi svo verið, en þetta er nú gjörbreytt. Fólk af öllum stéttum hefur komið sér upp bústöðum til þess að hafa afdrep fyrir sig og f jölskyldur sínar í kyrrlátri náttúrunni í sveitum lands- ins. Samtök stofnuð Vorið 1983, nokkru eftir að Alþingi hafði borið gæfu til að fella burt sýsluvegasjóðsgjald af sumar- bústaðaeigendum, ákváðu stjórnir margra starfandi sumarbústaöa- félaga aö stofna samtök sumar- bústaöaeigenda. Aðalhlutverk þessara samtaka var að vinna að því takmarki að leið- rétta það hróplega óréttlæti sem í framangreindum lögum hefur falist. A fyrri þingum höfðu tilraunir verið gerðar til að leiðrétta þetta, en ætíð hafði frumvarpið dagað uppi. Er 106. þing kom saman var þetta frumvarp borið fram eitt skiptið enn. Flutningsmenn að þessu sinni voru Pétur Sigurðsson, Jóhanna Sigurðar- dóttir, Guðmundur J. Guðmundsson, Olafur Þ. Þórðárson og Guðmundur Einarsson. Hin nýstofnuðu samtök efndu til undirskriftasöfnunar meðal sumar- bústaðaeigenda með áskorun til alþingismanna um að samþykkja frumvarpið. Einnig voru send bréf til þingmanna með ítarlegum útskýr- ingum á stöðu þessa máls. Alþingi fer meðalveg . 1 meöförum Alþingis var ákveðið að fara meðalveg í málinu og kom til- laga um að lækka gjaldið úr 1% í 1/2% og fór frumvarpið þannig til atkvæðagreiðslu í báðum þingdeild- um. I neðri deild var það samþykkt með atkvæðum 24 þingmanna, 16 sátu hjá eða voru fjarverandi. Síðan kom til atkvæðagreiöslu í efri deild. Sú niðurstaða varð jákvæð fyrir okkur, en lítill var munurinn. Frum- varpið var samþykkt með 9 atkv. gegn 8 aðeins eins atkvæðis munur! Við sumarbústaöaeigendur erum þeim þingmönnum þakklátir, sem sýndu það drenglyndi að samþykkja þessa breytingu, þó svo að hún næði ekki því marki sem við höfðum talið eðlilegt. Jafnaðarmenn valda vonbrigðum 1 þeim hópi þingmanna, sem sam- þykktu frumvarpið, voru allflestir þingmenn Sjálfstæðisflokksins og má því segja að sjálfstæðismenn hafi bjargað málinu að stærstum hluta. Þingmenn annarra flokka voru hins vegar skiptir í afstööu sinni. Það tekur mig sárt sem jafnaðarmann að þurfa að horfa upp á hvemig nokkrir þingmenn jafnaðarmanna (frá Alþýðuflokki og Bandalagi jafnaðar- manna) brugöust við í atkvæða- greiðslunni í efri deild þar sem munurinn var svo lítill. Það hefði ein- hvern tímann vakið athygli þegar það skeður á Alþingi að hið svokallaða „íhald” bjargar réttlætis- máli en litlu munar að jafnaðarmenn sem hafa orðtakið „Jafnrétti — Frelsi — Bræðralag” sem höfuðprýði eru næstum búnir að fella réttlætis- mál! Sjálfur formaður þingflokks Alþýðuflokksins, Eiður Guðnason, greiddi atkvæði á móti málinu. Hvað honum kom til er mér ekki kunnugt og væri forvitnilegt að fá einhverja vitneskju um hug hans. Eiður hefur með þessu sett svartan blett á Alþýðuflokkinn. Einn þessara „jafnaðarmanna” er Kolbrún Jónsdóttir, stelpa norðan úr landi, sem slæddist inn á Alþingi út á vinsældir Vilmundar heitins Gylfasonar. Hún greiddi atkvæði á móti frumvarpinu og fann þar með ekki ástæðu til að styðja jafnréttis- mál sem Vilmundur var einn flutn- ingsmanna að á fyrri þingum. Kol- brún sýnir ekki minningu Vilmundar heitins mikla viröingu. Síðan er það arftaki Vilmundar sem þingmaður Reykvíkinga, jafnaðarmaðurinn Stefán Bene- diktsson. Hann hafði heldur ekki áhuga á að styðja þetta mál, sem forveri hans barðist fyrir. Hann sat hjá! Kjallarinn JÓN OTTI JÓNSSON PRENTARI Þegar haft er í huga að velflestir sumarhúsaeigendur eru búsettir í Reykjavík og næsta nágrenni er and- staða Reykjavíkurþingmannanna Haralds Olafssonar, Framsóknar- fl., og Sigríðar Dúnu Kristmunds- dóttur, Kvennalista, furðulegt fyrir- bæri. Mér finnst Haraldur sýna mis- skilda húsbóndahollustu. Þó svo að hann sé fulltrúi þess flokks sem skipar að því er mig minnir meirihluta í þeim hreppsnefndum sem hala hvað mest inn af fasteigna- gjöldum af þéttbýlisfólki er óþarfi að taka afstöðu með þeim. Haraldur bætir vart stöðu sína í Reykjavík með sliku háttalagi. Kvennalistinn samur við sig Ekki get ég skilið hugsunarhátt Sigríðar Dúnu. Hún er fulltrúi Kvennalistans. Þess vegna átti ég von á því að hún sem kona hefði skilning á því að einmitt konur kunna að meta þann möguleika að geta verið með börnin úti í sveitinni við góð og holl skilyrði. Andstaöa Sigríðar Dúnu við frumvarpið er í stíl við afstöðu Kvennalistans í öðrum málum. Fæstir vita til hvers þær voru að þessu framboðsbrölti til Alþingis. Þær vita það vart s jálfar. Jón Otti Jónsson. HM '4 ■ | .'jlUt'JTi’ tji1, Jj;’.* 11 •■U''.- .il'sV > • „Sá furðulegi hugsunarháttur hefur ríkt að eigendur sumarhúsa væru aðeins efna- mikið fólk og væri því sjálfsagt að láta það borga nógu mikið.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.