Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ 6878-18 SIMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gœtt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. FIMMTUDAGUR 5. JÚLÍ Í1984. „Guðmundur jakihvæsti ámig” — segirkona sem vill ekki ganga í Dagsbrún „Guðmundur jaki hvæsti á mig og sagði að Verslunarmannafélagið hlyti að borga mér undir borðið.” Þetta sagði kona sem starfar hjá Eimskip i Sundahöfn í samtali við DV í morgun. Hún vildi ekki láta nafns sins getið. Konur sem starfa á skrifstofu Eim- skips mótmæltu í gær skipan Gerðar- dóms sem fjalla á um kröfu verka- mannafélagsins Dagsbrúnar um að allt starfsfólk Eimskips í Sundahöfn verði félagar í Dagsbrún. Þær bentu á að enginn fulltrúi frá Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur ætti sæti i dóminum. Verði krafa Dagsbrúnar að veruleika flytjast konur sem starfa við Sundahöfn úr Verslunarmannafélagi. Reykjavíkur yfir í Dagsbrún. EAi Sölufyrirtækin íBandaríkjunum: Hafa hækkað umboðslaunin — skerðirtekjur f rystihúsanna um hálft prósent Sölufyrirtæki Sölumiðstöövar hrað- frystihúsanna og Sjávarafurðardeild- ar Sambandsins í Bandaríkjunum hækkuöu umboöslaun sín þann 1. júní úr 10% í 11%. Hækkunin lækkar skilaverð til frystihúsanna um 0,5% af heildartekj- um þeirra og rýrir því afkomuna sem þvínemur. Fyrirtækin, Coldwater Seafood corp. og Iceland Seafood corp., bera því við að kostnaður hafi aukist í Bandarikjunum að undanförnu, sér- staklega vaxtakostnaöur. -JGH. Ferntslasaðist Geysiharður árekstur varð á milli tveggja bíla á blindhæð á móts við Þor- leifsstaði í Blönduhlíð i Skagafirði á mánudagskvöld. Fernt slasaðist, þar af tveir alvarlega. Annar hinna slösuöu var fluttur suður á sjúkrahús. Hannerílífshættu. -JGH LUKKUDAGÁR 5. júlí 32851 SKÍÐI FRÁ FÁLKANUM AÐ VERÐMÆTI KR. 10.000,- Vinningshafar hringi í síma 20068 Baly starfsmað ur Ciecelsky Miroslav Peter Baly, fálkaeggja- þjófurinn sem flúði land með eftir- minnilegum hætti á dögunum, mun vera starfsmaður hins fræga fálka- þjófs Ciecelsky, samkvæmt upplýsingum DV frá ÞýskalandL Yfirvöld þar i landi munu nú vera að kanna það, en vitað er um tengsl þeirra á milli. Baly er nú í haldi og verður leiddur fyrir dómstól í Daun Eifeláþriðjudag. Eins og kunnugt er neitaöi Baly við yfirheyrslur hér á landi að hafa verið sendur af Ciecelsky. Nefndi hann aðra menn til sögunnar, en það mun hann hafa gert til að hylma yfir með Ciecelsky. Þeir munu hins vegar hafa unnið saman um allnokkurt skeið. Fyrir hálfu ári stal Baly 15 ára gömlum steinerni úr villidýrasafni í þorpinu Peln í Daun Eifel héraði. Steinemir eru mjög sjaldgæfir og í Bayernsku fjöllunum munu aðeins vera tíu steinamapör. Villidýrasafn þetta er í gömlum kastala. Þurfti Baly að klifra yfir háa giröingu og siðan enn hærri kastalamúr til að nálgast fuglinn. Fjómm dögum eftir að erninum var stolið fann lögreglan hann í fómm manns sem hafði keypt hann af öðrum manni. Sá haföi keypt fuglinn af Baly. Var enginn vandi að þekkja að þetta var steinöminn úr kastalanum í Peln þar sem hann var mjög auðþekkjanlegur, en fuglinn hafði verið á safninu í 12 ár. Baly var strax kærður fyrir verknaðinn og fyrir skömmu, þegar málið kom fyrir dómara, mætti ekki Baly fyrir dóminn, enda í farbanni á Islandi. Þess vegna var hann handtekinn nú. Baly er talinn tengjast fjölda ann- arra þjófnaða á borð við þennan, þrátt fyrir ungan aldur. Síðastliðin sex ár hefur það nokkuð oft gerst að fálkum og örnum hefur verið stolið úr villidýrasöfnum sem eru þó nokkur í Þýskalandi. Ur tiu þeirra hefur sjaldgæfum fuglum verið stolið og er Baly talinn tengdur allflestum þessaramála. Þrátt fyrir að Baly hafi fengið nokkrar ákæmr í Þýskalandi vegna fálkaþjófnaða og annars tengdu því hefur hann aldrei áður þurft að sitja inni. Hann þóttist þvi alveg ömggur um hag sinn í Þýskalandi gæti hann flúið þangað frá Islandi. -KÞ. Bandariska sendiráðið hélt samkomu á lóð Árbœjarsafns i gær til að fagna þjóðhótíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí. Fjöldamörgum sem sáu sér fært að mæta í rigningu og rok í Árbæjarsafn var boðið upp á bjór. pylsur, maisstengur og fleira góðgæti. Hlýtt var á leik kántrýhljóm- sveitar. Var ekki annað að sjá en fólk skemmti sér hið besta þrátt fyrir veðrið. ' —verður leiddur fyrir rétt í Daun Eifel á þriðjudag, hef ur verið tíður gestur á villidýrasöfnum íÞýskalandi Miroslav Pater Bafy eða,,Falcon- ettí" við komuna tíi Hamborgar aftir fióttann frá ísiandi. Stigahlíðarlóðimar: Tæplega sjötíu tilboð voru yf ir tólf hundruð þúsundum — dýrasta lóðin fór á 2.150 þúsund Söluverðmæti dýrastu lóðarinnar við Stígahlíð var tvær milljónir eitt hundrað og fimmtíu þúsund krónur. Em þá gatnagerðargjöld innifalin. Kaupandi er Jónas Sigurðsson. Um þrjú hundruö manns buðu í lóðimar sem eru 21 talsins. 67 tilboð voru yfir einni milljón og tvö hundmð þúsundum króna, en fjórir tilboðs- gjafar, sem rétt áttu á lóð, féllu frá tÚboöum sínum. Aðrir kaupendur keyptu lóðirnar á eftirtöldu verði: Ölafur Björnsson, 1.960.000 krónur. Guölaug Þórarinsdóttir, 1.752.000 krónur. Þór Ingvarsson, 1.721.000 krónur. Guðbjörg Antonsdóttir, 1.707.000 krónur. Hörður Jónsson, 1.705.000 krónur. Sævar Sigurgeirsson, 1.692.900 krónur. Guðrún Bjömsdóttir, 1.675.000 krónur. Vigdís Þórarinsdóttir, 1.666.000 krónur. Bragi Ragnarsson, 1.652.901 króna. Eggert Atlason, 1.611.600 krónur. JónOlafsson, 1.611.000 krónur. Elisabet Hermannsdóttir, 1.607.000 krónur. Indriði Pálsson, 1.600.000 krónur. Jón Zalewski, 1.576.000 krónur. Hafsteinn Sigurðsson, 1.550.000 krónur. Helgi Þ. Jónsson, 1.550.000 krónur. Hörður Þorgeirsson, 1.515.000 krónur. Kristín Ámadóttir, 1.511.000 krónur. Þórður Oskarsson, 1.500.000 krónur. JónG. Zoega, 1.432.640 krónur. Heildarsöluverðmæti lóðanna er 34.746.040 krónur og meðalverð því nálægt 1.660.000 krónum. Þá má geta þess að minnsta kosti tvenn hjón eru bæði með lóðir við Stigahlíð. Það eru Elísabet Hermannsdóttir og Indriði Pálsson. Samanlagt kosta þeirra lóðir 3.207.000 krónur. Hin hjónin em Jón Zoega og Guðrún B jömsdóttir. Samtals greiða þau 3.107.640 krónur fyrir lóðirnar tvær. -KÞ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.